Frímann og félagar í útrás 1. október 2010 12:00 norrænt samstarf Unnið er að því að Kvöldskemmtun Frímanns Gunnarssonar eða einhver útgáfa af henni fari í útrás til Norðurlandanna. Fréttablaðið/Daníel „Það eru allir þvílíkt heitir fyrir þessu, menn hafa háleitar hugmyndir og langar ofboðslega mikið til að gera eitthvað meira,“ segir Gunnar Hansson leikari. Unnið er að því að Kvöldskemmtun Frímanns Gunnarssonar fari í einhvers konar ferðalag um Norðurlöndin. Engar dagsetningar hafa verið nefndar en Gunnar segir mikinn hug í mönnum, allir hafi fallið kylliflatir fyrir þessari hugmynd um að sameina skandinavískt grín í eina sýningu. Mikil vinátta hefur tekist með þeim grínistum sem komu fram á kvöldskemmtuninni á miðvikudagskvöld en þeir eiga það einnig flestir sameiginlegt að koma fram í sjónvarpsþáttunum Mér er gamanmál sem eru sýndir við miklar vinsældir á Stöð 2. Gunnar upplýsti að eitt stærsta viðburðafyrirtæki Noregs, Norge Standup, hefði verið með útsendara sinn í salnum sem vildi sjá hvort svona sýning gengi upp. Og útsendarinn ku hafa verið nokkur hrifinn. „Ég verð reyndar að taka það fram að ég var ekkert ljúga því þegar ég sagði að Dagfinn Lyngbjö hefði fengið eyrnasýkingu, það var alveg satt. Og þegar maður er með eyrnasýkingu þá flýgur maður ekkert,“ útskýrir Gunnar en umræddur Dagfinn átti að troða upp á sýningunni á miðvikudagskvöldinu. Gunnar segir að það hafi verið samdóma álit allra grínistanna að það væri algjörlega nauðsynlegt að brjóta niður veggina sem virðast umlykja öll Norðurlöndin. „Sjónvarpsstöðvarnar gera til að mynda mikið úr sínu fólki en hafa lítinn áhuga á því sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum,“ útskýrir Gunnar og bætir því við að það hafi verið ein af hugmyndum þáttarins, að sýna Íslendingum fram á að það væri til fyndið fólk frá Finnlandi og Noregi, svo einhver dæmi séu tekin. Gunnar viðurkenndi reyndar í samtali við Fréttablaðið að hann væri gjörsamlega uppgefinn. „Já, þetta hefur verið brjáluð törn, það var mikið stress fyrir sýninguna, menn voru lengi að frameftir í gærnótt en það var algjörlega þess virði. Og gestirnir okkar voru virkilega sáttir með allt þegar við kvöddum þá uppi á Keflavíkurflugvelli í hádeginu í gær,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Það eru allir þvílíkt heitir fyrir þessu, menn hafa háleitar hugmyndir og langar ofboðslega mikið til að gera eitthvað meira,“ segir Gunnar Hansson leikari. Unnið er að því að Kvöldskemmtun Frímanns Gunnarssonar fari í einhvers konar ferðalag um Norðurlöndin. Engar dagsetningar hafa verið nefndar en Gunnar segir mikinn hug í mönnum, allir hafi fallið kylliflatir fyrir þessari hugmynd um að sameina skandinavískt grín í eina sýningu. Mikil vinátta hefur tekist með þeim grínistum sem komu fram á kvöldskemmtuninni á miðvikudagskvöld en þeir eiga það einnig flestir sameiginlegt að koma fram í sjónvarpsþáttunum Mér er gamanmál sem eru sýndir við miklar vinsældir á Stöð 2. Gunnar upplýsti að eitt stærsta viðburðafyrirtæki Noregs, Norge Standup, hefði verið með útsendara sinn í salnum sem vildi sjá hvort svona sýning gengi upp. Og útsendarinn ku hafa verið nokkur hrifinn. „Ég verð reyndar að taka það fram að ég var ekkert ljúga því þegar ég sagði að Dagfinn Lyngbjö hefði fengið eyrnasýkingu, það var alveg satt. Og þegar maður er með eyrnasýkingu þá flýgur maður ekkert,“ útskýrir Gunnar en umræddur Dagfinn átti að troða upp á sýningunni á miðvikudagskvöldinu. Gunnar segir að það hafi verið samdóma álit allra grínistanna að það væri algjörlega nauðsynlegt að brjóta niður veggina sem virðast umlykja öll Norðurlöndin. „Sjónvarpsstöðvarnar gera til að mynda mikið úr sínu fólki en hafa lítinn áhuga á því sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum,“ útskýrir Gunnar og bætir því við að það hafi verið ein af hugmyndum þáttarins, að sýna Íslendingum fram á að það væri til fyndið fólk frá Finnlandi og Noregi, svo einhver dæmi séu tekin. Gunnar viðurkenndi reyndar í samtali við Fréttablaðið að hann væri gjörsamlega uppgefinn. „Já, þetta hefur verið brjáluð törn, það var mikið stress fyrir sýninguna, menn voru lengi að frameftir í gærnótt en það var algjörlega þess virði. Og gestirnir okkar voru virkilega sáttir með allt þegar við kvöddum þá uppi á Keflavíkurflugvelli í hádeginu í gær,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“