Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar 7. apríl 2010 12:00 Mynd/Vilhelm Gunnarsson Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, staðfesti í samtali við fréttastofu að aðilum hafi verið birtar stefnur og málið verði þingfest í lok mánaðarins. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýst það um 6 milljarða króna lán til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar sem var veitt árið 2008. Þeir voru meðal stærstu hluthafa bankans í gegnum FL Group. Fjórir starfsmenn Glitnis fengu einnig stefnu. Þeir eru Magnús A. Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri, Guðný Sigurðardóttir, fyrrverandi starfsmaður lánasviðs og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Magnús og Rósant áttu sæti í áhættunefnd bankans og Guðný var lánastjóri félagsins sem fékk lánið. Þau eru öll lykilstarfsmenn hjá Íslandsbanka í dag og voru send í leyfi þegar þeim voru birtar stefnurnar fyrir páska. Ekki fást upplýsingar um með hvaða hætti starfsmennirnir tengjast málinu að öðru leyti en því að hafa haft aðkomu að lánveitingunni í gegnum starf sitt. Stefna Glitnis Tengdar fréttir Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32 Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. 7. apríl 2010 18:42 Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. 7. apríl 2010 18:51 Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28 Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00 Lárus Welding harmar að starfsmönnum hafi verið stefnt Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, segir viðskipti sem stunduð voru gagnvart Pálma Haraldssyni og félagi hans FS38 ehf, hafa verið unnin af fullum heilindum og samkvæmt reglum bankans. 7. apríl 2010 13:30 Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira
Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, staðfesti í samtali við fréttastofu að aðilum hafi verið birtar stefnur og málið verði þingfest í lok mánaðarins. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýst það um 6 milljarða króna lán til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar sem var veitt árið 2008. Þeir voru meðal stærstu hluthafa bankans í gegnum FL Group. Fjórir starfsmenn Glitnis fengu einnig stefnu. Þeir eru Magnús A. Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri, Guðný Sigurðardóttir, fyrrverandi starfsmaður lánasviðs og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Magnús og Rósant áttu sæti í áhættunefnd bankans og Guðný var lánastjóri félagsins sem fékk lánið. Þau eru öll lykilstarfsmenn hjá Íslandsbanka í dag og voru send í leyfi þegar þeim voru birtar stefnurnar fyrir páska. Ekki fást upplýsingar um með hvaða hætti starfsmennirnir tengjast málinu að öðru leyti en því að hafa haft aðkomu að lánveitingunni í gegnum starf sitt.
Stefna Glitnis Tengdar fréttir Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32 Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. 7. apríl 2010 18:42 Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. 7. apríl 2010 18:51 Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28 Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00 Lárus Welding harmar að starfsmönnum hafi verið stefnt Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, segir viðskipti sem stunduð voru gagnvart Pálma Haraldssyni og félagi hans FS38 ehf, hafa verið unnin af fullum heilindum og samkvæmt reglum bankans. 7. apríl 2010 13:30 Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira
Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32
Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. 7. apríl 2010 18:42
Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. 7. apríl 2010 18:51
Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28
Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00
Lárus Welding harmar að starfsmönnum hafi verið stefnt Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, segir viðskipti sem stunduð voru gagnvart Pálma Haraldssyni og félagi hans FS38 ehf, hafa verið unnin af fullum heilindum og samkvæmt reglum bankans. 7. apríl 2010 13:30
Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03