Getur valdið lungnaskaða 17. apríl 2010 02:00 Eyjafjallajökull. Mynd Signý. Heilbrigðisyfirvöld mæla eindregið með því að þeir sem búa á svæðum þar sem öskufalls gætir geri viðeigandi varúðarráðstafanir. Askan er afar fínkornótt og á greiða leið niður í öndunarfæri og það getur valdið fólki lungnaskaða. Fólk sem á við öndunarfærasjúkdóma að stríða ætti að fara sérstaklega varlega. Það sama á við um börn. Hvernig ber að varast heilsuspillandi áhrif öskufalls? Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar vegna öskufallsins. Þar segir að þar sem er sýnilegt öskufall er fólki ráðlagt að vera ekki á ferli að óþörfu. Ef fólk fer út á að hafa grímu eða blautan klút fyrir vitum. Viðkvæmir skulu halda sig innandyra og mælt er með notkun hlífðargleraugna. Þar sem ekki er áberandi öskufall, en greina má mistur, getur jafnframt verið varhugavert að vera á ferli. Fínni hluti gjóskunnar er ekki síður varasamur fyrir öndunarfærin en sjálft öskufallið og getur borist víða. Kornastærðargreining af sýni sem tekið var af Mýrdalssandi sýnir að fjórðungur gjóskunnar þar er svifryk, en það á greiða leið niður í lungu og getur haft áhrif á heilsu. Eftir því sem fjær dregur má gera ráð fyrir að hlutfall svifryks aukist. Umhverfisstofnun er að setja upp svifryksmæli austan við gosstöðvarnar til að mæla mengun þar sem ekki er sýnilegt öskufall og mun birta niðurstöður þeirra mælinga. Kristján Geirsson, deildarstjóri á Umhverfisstofnun, segir að gjóskan sé mjög misjöfn að gerð og erfitt að koma við fullkominni vörn gegn henni. Eins skiptir máli hversu lengi mengunarinnar gætir á hverjum stað, en mestu skipti að fólk bregðist við aðstæðum á viðeigandi hátt. „Askan er verri en það svifryk sem við þekkjum vegna þess að það eru skarpari brúnir á öskunni. Hún er því meira ertandi en annað svifryk," segir Kristján. Mengun andrúmsloftsins er ekki aðeins bundin við rykmengun; með mekkinum berast einnig lofttegundir, eins og til dæmis brennisteinsoxíð, sem eru óheilnæmar. Almennar leiðbeiningar um mengun vegna eldgossins er að finna á vef Umhverfisstofnunar og Almannavarna. svavar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld mæla eindregið með því að þeir sem búa á svæðum þar sem öskufalls gætir geri viðeigandi varúðarráðstafanir. Askan er afar fínkornótt og á greiða leið niður í öndunarfæri og það getur valdið fólki lungnaskaða. Fólk sem á við öndunarfærasjúkdóma að stríða ætti að fara sérstaklega varlega. Það sama á við um börn. Hvernig ber að varast heilsuspillandi áhrif öskufalls? Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar vegna öskufallsins. Þar segir að þar sem er sýnilegt öskufall er fólki ráðlagt að vera ekki á ferli að óþörfu. Ef fólk fer út á að hafa grímu eða blautan klút fyrir vitum. Viðkvæmir skulu halda sig innandyra og mælt er með notkun hlífðargleraugna. Þar sem ekki er áberandi öskufall, en greina má mistur, getur jafnframt verið varhugavert að vera á ferli. Fínni hluti gjóskunnar er ekki síður varasamur fyrir öndunarfærin en sjálft öskufallið og getur borist víða. Kornastærðargreining af sýni sem tekið var af Mýrdalssandi sýnir að fjórðungur gjóskunnar þar er svifryk, en það á greiða leið niður í lungu og getur haft áhrif á heilsu. Eftir því sem fjær dregur má gera ráð fyrir að hlutfall svifryks aukist. Umhverfisstofnun er að setja upp svifryksmæli austan við gosstöðvarnar til að mæla mengun þar sem ekki er sýnilegt öskufall og mun birta niðurstöður þeirra mælinga. Kristján Geirsson, deildarstjóri á Umhverfisstofnun, segir að gjóskan sé mjög misjöfn að gerð og erfitt að koma við fullkominni vörn gegn henni. Eins skiptir máli hversu lengi mengunarinnar gætir á hverjum stað, en mestu skipti að fólk bregðist við aðstæðum á viðeigandi hátt. „Askan er verri en það svifryk sem við þekkjum vegna þess að það eru skarpari brúnir á öskunni. Hún er því meira ertandi en annað svifryk," segir Kristján. Mengun andrúmsloftsins er ekki aðeins bundin við rykmengun; með mekkinum berast einnig lofttegundir, eins og til dæmis brennisteinsoxíð, sem eru óheilnæmar. Almennar leiðbeiningar um mengun vegna eldgossins er að finna á vef Umhverfisstofnunar og Almannavarna. svavar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira