Fjaðrafok í New York út af íslensku fálkamyndinni 27. apríl 2010 07:00 Örn Marinó og Þorkell Harðarson með fyrrverandi fálkasölumanninum Alan Howell Parrot á frumsýningu Feathered Cocaine sem vakið hefur óskipta athygli á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York. NordicPhotos/Getty „Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og við höfum fengið góð og mikil viðbrögð," segir Þorkell Harðarson en hann frumsýndi ásamt Erni Marinó Arnasyni heimildarmyndina Feathered Cocaine á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York á föstudaginn. Feathered Cocaine fjallar um umfangsmikið smygl á evrópskum fálkum til Mið-Austurlanda en það sem hefur vakið hvað mestu athyglina er að í myndinni kemur fram að einn mest eftirlýsti maður heims, Osama bin-Laden, er ekki eins vel falinn og vestræn yfirvöld hafa haldið fram. Örn og Þorkell voru til að mynda bara hársbreidd frá því að komast í návígi við hryðjuverkamanninn. Þeir Þorkell og Örn hafa verið bókaðir í fjölda viðtala, meðal annars við stórblaðið New York Times. Frumsýning myndarinnar á þessari kvikmyndahátíð í New York er engin tilviljun. Stórleikarinn Robert De Niro stofnaði hana eftir árásirnar á Tvíburaturnana 2001 sem áðurnefndur Laden og samtök hans, Al-Kaída, eru sögð hafa skipulagt. Þorkell segir myndina því hafa haft sterk áhrif á áhorfendur, þeir hafi verið reiðir og forviða eftir sýninguna. „Fólk hefur rætt árásirnar og sína upplifun á mjög hreinskilinn hátt við okkur. Myndin kemur augljóslega við kvikuna á fólki," útskýrir Þorkell sem vill þó ekki meina að CIA sé farið að fylgjast með ferðum þeirra um stórborgina. „Nei, enda held ég að þeir séu svo snjallir að við myndum aldrei sjá þá ef svo væri." Feathered Cocaine hefur verið lengi í vinnslu og þótt stressið fyrir frumsýningu hafi verið mikið segir Þorkell að hann og Örn hafi sofið eins og ungbörn um nóttina. „Ég hef ekki sofið jafn vært í sex ár," segir Þorkell en Feathered Cocaine heldur áfram ferðalagi sínu um Norður-Ameríku því hún tekur þátt á Hot Docs-hátíðinni í Toronto. „Þar hefur fólk talað um þessa mynd í þrjú ár, hún var orðin að hálfgerðri goðsögn þannig að það var kominn tími til að koma út úr skápnum með þessa mynd." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
„Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og við höfum fengið góð og mikil viðbrögð," segir Þorkell Harðarson en hann frumsýndi ásamt Erni Marinó Arnasyni heimildarmyndina Feathered Cocaine á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York á föstudaginn. Feathered Cocaine fjallar um umfangsmikið smygl á evrópskum fálkum til Mið-Austurlanda en það sem hefur vakið hvað mestu athyglina er að í myndinni kemur fram að einn mest eftirlýsti maður heims, Osama bin-Laden, er ekki eins vel falinn og vestræn yfirvöld hafa haldið fram. Örn og Þorkell voru til að mynda bara hársbreidd frá því að komast í návígi við hryðjuverkamanninn. Þeir Þorkell og Örn hafa verið bókaðir í fjölda viðtala, meðal annars við stórblaðið New York Times. Frumsýning myndarinnar á þessari kvikmyndahátíð í New York er engin tilviljun. Stórleikarinn Robert De Niro stofnaði hana eftir árásirnar á Tvíburaturnana 2001 sem áðurnefndur Laden og samtök hans, Al-Kaída, eru sögð hafa skipulagt. Þorkell segir myndina því hafa haft sterk áhrif á áhorfendur, þeir hafi verið reiðir og forviða eftir sýninguna. „Fólk hefur rætt árásirnar og sína upplifun á mjög hreinskilinn hátt við okkur. Myndin kemur augljóslega við kvikuna á fólki," útskýrir Þorkell sem vill þó ekki meina að CIA sé farið að fylgjast með ferðum þeirra um stórborgina. „Nei, enda held ég að þeir séu svo snjallir að við myndum aldrei sjá þá ef svo væri." Feathered Cocaine hefur verið lengi í vinnslu og þótt stressið fyrir frumsýningu hafi verið mikið segir Þorkell að hann og Örn hafi sofið eins og ungbörn um nóttina. „Ég hef ekki sofið jafn vært í sex ár," segir Þorkell en Feathered Cocaine heldur áfram ferðalagi sínu um Norður-Ameríku því hún tekur þátt á Hot Docs-hátíðinni í Toronto. „Þar hefur fólk talað um þessa mynd í þrjú ár, hún var orðin að hálfgerðri goðsögn þannig að það var kominn tími til að koma út úr skápnum með þessa mynd." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira