Ardís úr Idol syngur einsöng 27. apríl 2010 06:00 Ardís Ólöf syngur einsöng á tónleikunum í kvöld sem verða haldnir í Kristskirkju. fréttablaðið/vilhelm Ardís Ólöf Víkingsdóttir, sem lenti í fjórða sæti í fyrstu Idol-þáttaröðinni, útskrifaðist úr söngnámi í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Hún syngur einsöng með Kammerkór Reykjavíkur í Kristskirkju í kvöld. „Þegar ég var í Idolinu var ég að læra klassískan söng og það blundaði í mér að læra meira. Ég dreif mig út 2006 og var í námi til 2008," segir Ardís Ólöf, sem stundaði nám í bænum Princeton í New Jersey. „Þetta var rosalega góð lífsreynsla og það var gaman að prófa að búa annars staðar en á Íslandi. Þetta var hörkuerfitt en mjög skemmtilegt og ég sé ekki eftir því." Áður en Ardís fór út í nám var hún af og til í poppinu auk þess sem hún söng í Litlu hryllingsbúðinni hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún hefur ekki sagt skilið við poppið en klassíski söngurinn á þó hug hennar allan þessa dagana. Hún hlakkar mikið til tónleikanna í kvöld. „Við erum búin að æfa mjög mikið. Þetta verður rosa gaman. Ég hef aldrei sungið í þessari kirkju og ég hef heyrt að hljómburðurinn sé góður og henti þessari tónlist vel sem við erum að syngja." Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og á efnisskránni er íslensk og erlend kirkjutónlist. Stjórnandi Kammerkórs Reykjavíkur, sem hóf aftur störf síðasta haust eftir tveggja ára hlé, er Sigurður Bragason. - fb Lífið Menning Tengdar fréttir Kammerkór í Kristskirkju í kvöld Í kvöld verða tónleikar í Kristskirkju í Landakoti og hefjast kl. 20. Þeir bera yfirskriftina „María drottning, mild og skær“ og þar kemur fram Kammerkór Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Bragasonar. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Á efnisskránni er íslensk og erlend kirkjutónlist. 27. apríl 2010 05:30 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ardís Ólöf Víkingsdóttir, sem lenti í fjórða sæti í fyrstu Idol-þáttaröðinni, útskrifaðist úr söngnámi í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Hún syngur einsöng með Kammerkór Reykjavíkur í Kristskirkju í kvöld. „Þegar ég var í Idolinu var ég að læra klassískan söng og það blundaði í mér að læra meira. Ég dreif mig út 2006 og var í námi til 2008," segir Ardís Ólöf, sem stundaði nám í bænum Princeton í New Jersey. „Þetta var rosalega góð lífsreynsla og það var gaman að prófa að búa annars staðar en á Íslandi. Þetta var hörkuerfitt en mjög skemmtilegt og ég sé ekki eftir því." Áður en Ardís fór út í nám var hún af og til í poppinu auk þess sem hún söng í Litlu hryllingsbúðinni hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún hefur ekki sagt skilið við poppið en klassíski söngurinn á þó hug hennar allan þessa dagana. Hún hlakkar mikið til tónleikanna í kvöld. „Við erum búin að æfa mjög mikið. Þetta verður rosa gaman. Ég hef aldrei sungið í þessari kirkju og ég hef heyrt að hljómburðurinn sé góður og henti þessari tónlist vel sem við erum að syngja." Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og á efnisskránni er íslensk og erlend kirkjutónlist. Stjórnandi Kammerkórs Reykjavíkur, sem hóf aftur störf síðasta haust eftir tveggja ára hlé, er Sigurður Bragason. - fb
Lífið Menning Tengdar fréttir Kammerkór í Kristskirkju í kvöld Í kvöld verða tónleikar í Kristskirkju í Landakoti og hefjast kl. 20. Þeir bera yfirskriftina „María drottning, mild og skær“ og þar kemur fram Kammerkór Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Bragasonar. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Á efnisskránni er íslensk og erlend kirkjutónlist. 27. apríl 2010 05:30 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Kammerkór í Kristskirkju í kvöld Í kvöld verða tónleikar í Kristskirkju í Landakoti og hefjast kl. 20. Þeir bera yfirskriftina „María drottning, mild og skær“ og þar kemur fram Kammerkór Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Bragasonar. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Á efnisskránni er íslensk og erlend kirkjutónlist. 27. apríl 2010 05:30
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“