Mesti hávaðinn í trompetinum 4. desember 2010 19:15 Kristjón Daðason stundar nám við hinn virta Tónlistarháskóla í Árósum í Danmörku. Kristjón Daðason frá Stykkishólmi stundar trompetnám við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku og stendur sig með prýði. Hinn sextán ára Baldvin Oddsson er ekki eini ungi trompetleikarinn sem er að gera það gott í útlöndum því Kristjón Daðason, 25 ára úr Stykkishólmi, er á þriðja ári við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku. Íslenskir tónlistarunnendur ættu að kannast við verk hans því hann spilaði inn á síðustu plötu Diktu, Get It Together, og kom við sögu í hinu vinsæla lagi Sprengjuhallarinnar, Verum í sambandi. Einnig spilaði hann inn á plötu Ampop, Sail to the Moon. „Þetta er í rauninni bara snilld," segir Kristjón um skólann í Árósum, sem er mjög virtur. Hann er með fjórtán öðrum trompetleikurum í bekk og er það stærsti bekkur skólans, með nemendum frá níu löndum. Kristjón byrjaði sjö ára að læra á trompet hjá pabba sínum, Daða Þór Einarssyni, sem var tónlistarskólastjóri í Stykkishólmi en er núna stjórnandi Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. „Ég byrjaði þriggja eða fjögurra ára að spila á blokkflautu. Pabbi hafði verið með puttana í því en svo byrjaði ég á harmonikku. Mig minnir að mig hafi síðan langað að spila á eitthvert blásturshljóðfæri og það var mesti hávaðinn í trompetinum," segir Kristjón. Undanfarin ár hefur hann verið duglegur að spila með sinfóníuhljómsveitum áhugamanna víða um Danmörku og um helgina fer hann til Þýskalands til að spila með einni slíkri. Hann er að ljúka BA-prófi í skólanum um þessar mundir en stefnir á tveggja ára meistaranám. Í framhaldinu langar hann að kenna á trompet og jafnvel spila með sinfóníuhljómsveit. Spurður hvort trompetleikararnir í skólanum njóti kvenhylli segir hinn einhleypi Kristjón: „Ég er ekki bestur í mínum bekk en það er einn snillingur sem er mjög góður. Ef þú ert bestur í skólanum eru stelpurnar alveg að sýna þér áhuga." Um jólin ætlar hann að dvelja í Árósum og leikur þar meðal annars í kirkjum en um áramótin kemur hann heim og leikur á trompetinn í Lágafellskirkju á gamlárskvöld. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Sjá meira
Kristjón Daðason frá Stykkishólmi stundar trompetnám við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku og stendur sig með prýði. Hinn sextán ára Baldvin Oddsson er ekki eini ungi trompetleikarinn sem er að gera það gott í útlöndum því Kristjón Daðason, 25 ára úr Stykkishólmi, er á þriðja ári við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku. Íslenskir tónlistarunnendur ættu að kannast við verk hans því hann spilaði inn á síðustu plötu Diktu, Get It Together, og kom við sögu í hinu vinsæla lagi Sprengjuhallarinnar, Verum í sambandi. Einnig spilaði hann inn á plötu Ampop, Sail to the Moon. „Þetta er í rauninni bara snilld," segir Kristjón um skólann í Árósum, sem er mjög virtur. Hann er með fjórtán öðrum trompetleikurum í bekk og er það stærsti bekkur skólans, með nemendum frá níu löndum. Kristjón byrjaði sjö ára að læra á trompet hjá pabba sínum, Daða Þór Einarssyni, sem var tónlistarskólastjóri í Stykkishólmi en er núna stjórnandi Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. „Ég byrjaði þriggja eða fjögurra ára að spila á blokkflautu. Pabbi hafði verið með puttana í því en svo byrjaði ég á harmonikku. Mig minnir að mig hafi síðan langað að spila á eitthvert blásturshljóðfæri og það var mesti hávaðinn í trompetinum," segir Kristjón. Undanfarin ár hefur hann verið duglegur að spila með sinfóníuhljómsveitum áhugamanna víða um Danmörku og um helgina fer hann til Þýskalands til að spila með einni slíkri. Hann er að ljúka BA-prófi í skólanum um þessar mundir en stefnir á tveggja ára meistaranám. Í framhaldinu langar hann að kenna á trompet og jafnvel spila með sinfóníuhljómsveit. Spurður hvort trompetleikararnir í skólanum njóti kvenhylli segir hinn einhleypi Kristjón: „Ég er ekki bestur í mínum bekk en það er einn snillingur sem er mjög góður. Ef þú ert bestur í skólanum eru stelpurnar alveg að sýna þér áhuga." Um jólin ætlar hann að dvelja í Árósum og leikur þar meðal annars í kirkjum en um áramótin kemur hann heim og leikur á trompetinn í Lágafellskirkju á gamlárskvöld. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Sjá meira