Hver er þessi Rooney Mara? 18. ágúst 2010 09:30 Rooney Mara hreppti hið eftirsóknaverða hlutverk tölvuhakkarans Lisbeth Salander í bandarísku endurútgáfu Millenium-þríleyksins. Leikkonan Rooney Mara hefur landað einu af eftirsóknarverðustu kvenhlutverkum í kvikmyndaheiminum í dag, sjálfri Lisbeth Salander, tölvuhakkaranum og pönkaranum úr þríleik Stiegs Larsson. En hver er þessi óþekkta leikkona sem á eftir að skjótast hratt upp frægðarstigann í Hollywood? Hin 25 ára Mara hefur leikið lítil hlutverk í sjónvarpsþáttaröðum á borð við Law and Order og ER. Hún er erfingi fótboltaveldis en faðir hennar er einn af eigendum New York Giants og langafi hennar átti Pittsburg Steelers. Frændur hennar eru stórlaxar hjá báðum liðum og Rooney hefur látið hafa það eftir sér í viðtölum að það sé ameríski fótboltinn sem haldi fjölskyldunni saman. Systir hennar er sjónvarpsþáttaleikkonan Kate Mara sem margir kannast við úr sjónvarpsþáttunum Nip/Tuck. Hin íslensk ættaða Noomi Rapace styður val Fincher. Mikið var rætt og ritað í kvikmyndamiðlum um hvort David Fincher, leikstjóri myndanna, myndi velja reynda eða óreynda leikkonu í hlutverk Salander en það þykir ákaflega krefjandi og um leið eitt það safaríkasta. Margar af frægustu ungu leikkonum kvikmyndabransans á borð við Scarlett Johanson, Natalie Portman, Ellen Page og Keiru Knigthley hafa sóst eftir að því leika tölvuhakkarann og meðal annars mætt í prufur, eitthvað sem slíkar stórstjörnur eru ekki vanar að gera. Fincher ákvað hins vegar að veðja á hina óþekktu Rooney Mara, eins og margir höfðu lagt hart að honum að gera, meðal annars Noomi Rapace sem lék einmitt Salander í sænsku myndunum. Daniel Craig leikur Mikael Blomkvist sem heillast af hakkaranum og raunar öllum konum sem hann kemst í kynni við. Frumraun Rooney Mara í burðarhlutverki á hvíta tjaldinu var í hryllingsmyndinni Nightmare on Elm Street sem var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Mara mun einnig koma fyrir sjónir íslenskra áhorfenda í myndinni Social Network sem fjallar um upphafið að Facebook en þar leikur Mara eina af kærustum stofnanda samskiptavefjarins. Leikstjóri þeirrar myndar er einmitt áðurnefndur Fincher. Búið er að ráða í flest burðarhlutverk fyrstu myndarinnar, Karlar sem hata konur. Þau Daniel Craig og Robin Wright leika Mikael Blomkvist og Ericu Berger ásamt því að sænski leikarinn Stellan Skarsgård bregður sér í hlutverk Martins Vagner. Tökur á myndinni hefjast í næsta mánuði í Svíþjóð. Sögusagnir eru uppi um að Fincher vilji að allir leikararnir tali með sænskum hreim þótt það verði að teljast heldur ólíklegt. Stellan Skarsgård leikur óþokkann Martin Vanger í Karlar sem hata konur. Þá er þegar byrjað að undirbúa tökur á myndum tvö og þrjú en þær eiga að vera teknar upp á sama tíma. Áætluð frumsýning á fyrstu myndinni er 21. desember 2011. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Leikkonan Rooney Mara hefur landað einu af eftirsóknarverðustu kvenhlutverkum í kvikmyndaheiminum í dag, sjálfri Lisbeth Salander, tölvuhakkaranum og pönkaranum úr þríleik Stiegs Larsson. En hver er þessi óþekkta leikkona sem á eftir að skjótast hratt upp frægðarstigann í Hollywood? Hin 25 ára Mara hefur leikið lítil hlutverk í sjónvarpsþáttaröðum á borð við Law and Order og ER. Hún er erfingi fótboltaveldis en faðir hennar er einn af eigendum New York Giants og langafi hennar átti Pittsburg Steelers. Frændur hennar eru stórlaxar hjá báðum liðum og Rooney hefur látið hafa það eftir sér í viðtölum að það sé ameríski fótboltinn sem haldi fjölskyldunni saman. Systir hennar er sjónvarpsþáttaleikkonan Kate Mara sem margir kannast við úr sjónvarpsþáttunum Nip/Tuck. Hin íslensk ættaða Noomi Rapace styður val Fincher. Mikið var rætt og ritað í kvikmyndamiðlum um hvort David Fincher, leikstjóri myndanna, myndi velja reynda eða óreynda leikkonu í hlutverk Salander en það þykir ákaflega krefjandi og um leið eitt það safaríkasta. Margar af frægustu ungu leikkonum kvikmyndabransans á borð við Scarlett Johanson, Natalie Portman, Ellen Page og Keiru Knigthley hafa sóst eftir að því leika tölvuhakkarann og meðal annars mætt í prufur, eitthvað sem slíkar stórstjörnur eru ekki vanar að gera. Fincher ákvað hins vegar að veðja á hina óþekktu Rooney Mara, eins og margir höfðu lagt hart að honum að gera, meðal annars Noomi Rapace sem lék einmitt Salander í sænsku myndunum. Daniel Craig leikur Mikael Blomkvist sem heillast af hakkaranum og raunar öllum konum sem hann kemst í kynni við. Frumraun Rooney Mara í burðarhlutverki á hvíta tjaldinu var í hryllingsmyndinni Nightmare on Elm Street sem var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Mara mun einnig koma fyrir sjónir íslenskra áhorfenda í myndinni Social Network sem fjallar um upphafið að Facebook en þar leikur Mara eina af kærustum stofnanda samskiptavefjarins. Leikstjóri þeirrar myndar er einmitt áðurnefndur Fincher. Búið er að ráða í flest burðarhlutverk fyrstu myndarinnar, Karlar sem hata konur. Þau Daniel Craig og Robin Wright leika Mikael Blomkvist og Ericu Berger ásamt því að sænski leikarinn Stellan Skarsgård bregður sér í hlutverk Martins Vagner. Tökur á myndinni hefjast í næsta mánuði í Svíþjóð. Sögusagnir eru uppi um að Fincher vilji að allir leikararnir tali með sænskum hreim þótt það verði að teljast heldur ólíklegt. Stellan Skarsgård leikur óþokkann Martin Vanger í Karlar sem hata konur. Þá er þegar byrjað að undirbúa tökur á myndum tvö og þrjú en þær eiga að vera teknar upp á sama tíma. Áætluð frumsýning á fyrstu myndinni er 21. desember 2011. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“