Tveir stefna á sigur og tveir ætla að meta stöðuna 11. nóvember 2010 14:35 Kapparnir fjórir sem berjast um meistaratitilinn í Abu Dhabi um helgina. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fjórir ökumenn keppa um meistaratitilinn í Formúlu 1 um næstu helgi og þeir voru spurðir að því hvaða keppnisáætlun þeir myndu beita og hvert markmiðið væri í mótinu í Abu Dhabi á sunnudaginn, sem er úrslitakeppni um meistaratitilinn. Fernando Alonso er efstur í stigamótinu með 246 stig, Mark Webber er með 238, Sebastian Vettel 231 og Lewis Hamilton 222. Hamilton er í erfiðustu stöðunni af köppunum fjórum og þarf sigur til að gera orðið meistari. Lewis HAMILTON: Ég hef engu að tapa, en þeir sem eru fyrir ofan mig hafa öllu að tapa. Ég mun því aka á fullu frá upphafi. Þeir eru með fljótari bíla en ég, en það þýðir ekki að við getum ekki keppt til sigurs. Augljóslega viljum vinn vinna þetta mót og það er markmið okkar. Sebastian VETTEL: Ég er í sömu stöðu og Lewis. Þetta er frekar auðvelt. Fyrir 40 árum, eða meira þá sögðu ökumenn að það væri engin áætlun, bara að keyra á fullu. Það er áætlunin. Það hefur ekkert breyst í síðustu mótum hvað mig varðar og mun ekki breytast núna. Þetta er löng helgi og við gerum okkar besta og koma okkur í sömu stöðu og í Kóreu, í síðasta móti og svo sjáum við til. Fernando ALONSO: Ég held við munum sjá hvernig gengur á föstudag og laugardag áður en við ákveðum keppnisáætlunina. Við munum breyta keppnisáætlun okkar eftir því hve samkeppnisfærir við erum og í hvaða stöðu við erum. Mark WEBBER: Sama og hjá Fernando. Við sjáum hvernig helgin þróast, en Fernando er í bestu stöðunni og síðan eru staðan síðri hjá hinum. Ég hlakka til og þetta verður gott. Tvær æfingar er á föstudag í Abu Dhabi og verður sýnt frá þeim kl. 21.00 á Stöð 2 Sport. Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fjórir ökumenn keppa um meistaratitilinn í Formúlu 1 um næstu helgi og þeir voru spurðir að því hvaða keppnisáætlun þeir myndu beita og hvert markmiðið væri í mótinu í Abu Dhabi á sunnudaginn, sem er úrslitakeppni um meistaratitilinn. Fernando Alonso er efstur í stigamótinu með 246 stig, Mark Webber er með 238, Sebastian Vettel 231 og Lewis Hamilton 222. Hamilton er í erfiðustu stöðunni af köppunum fjórum og þarf sigur til að gera orðið meistari. Lewis HAMILTON: Ég hef engu að tapa, en þeir sem eru fyrir ofan mig hafa öllu að tapa. Ég mun því aka á fullu frá upphafi. Þeir eru með fljótari bíla en ég, en það þýðir ekki að við getum ekki keppt til sigurs. Augljóslega viljum vinn vinna þetta mót og það er markmið okkar. Sebastian VETTEL: Ég er í sömu stöðu og Lewis. Þetta er frekar auðvelt. Fyrir 40 árum, eða meira þá sögðu ökumenn að það væri engin áætlun, bara að keyra á fullu. Það er áætlunin. Það hefur ekkert breyst í síðustu mótum hvað mig varðar og mun ekki breytast núna. Þetta er löng helgi og við gerum okkar besta og koma okkur í sömu stöðu og í Kóreu, í síðasta móti og svo sjáum við til. Fernando ALONSO: Ég held við munum sjá hvernig gengur á föstudag og laugardag áður en við ákveðum keppnisáætlunina. Við munum breyta keppnisáætlun okkar eftir því hve samkeppnisfærir við erum og í hvaða stöðu við erum. Mark WEBBER: Sama og hjá Fernando. Við sjáum hvernig helgin þróast, en Fernando er í bestu stöðunni og síðan eru staðan síðri hjá hinum. Ég hlakka til og þetta verður gott. Tvær æfingar er á föstudag í Abu Dhabi og verður sýnt frá þeim kl. 21.00 á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira