Gerir mynd með John Hurt 29. september 2010 08:00 Á ferð og flugi Karl Óskarsson er nýkominn heim frá London þar sem hann tók upp auglýsingu fyrir Ólympíu-leika fatlaðra sem fram fara í London 2012. Og svo er hann að fara að taka upp stuttmynd með John Hurt. fréttablaðið/valli „Þetta er stuttmynd, tekin upp í Cornwall og það er reiknað með sjö dögum í tökum. Ég hef ekki sinnt stuttmyndaforminu nægjanlega vel en það er góður leikari í aðalhlutverkinu og það skiptir miklu máli,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Karl Óskarsson. Hann er á leiðinni til Bretlands eftir tvo daga til að gera stuttmynd með enska stórleikaranum John Hurt. Hurt hefur tvívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og hlaut Bafta-verðlaunin fyrir leik sinn í Fílamanninum, kvikmynd sem líður flestum seint úr minni. Þar að auki hefur Hurt leikið í stórmyndum á borð við Alien og Midnight Express frá 1978. Karl kemur reyndar við sögu í kvikmynd sem sýnd er á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Hún er tékknesk og heitir Þrjár árstíðir í helvíti (3 sezony v pekle) en Karl fékk kvikmyndaverðlaun Tékklands fyrir kvikmyndatöku. „Ég hafði vitað af leikstjóranum, Tomás Masín, í dágóðan tíma. Svo hringdi framleiðandi myndarinnar og bauð mér verkið. Ég hringdi í umboðsmanninn minn og hann sagði mér að handritið hefði legið inni á borði hjá þremur breskum tökumönnum sem vildu ekki fá það af því að myndin væri á tékknesku. En ég sló bara til,“ segir Karl. Tékkland er gamalt stórveldi í Evrópu og myndin fjallar um niðurbrot þess, fyrst undir stjórn nasista og svo kommúnista eftir lok seinna stríðs. Karl segist hafa upplifað sérkennilega tilfinningu á meðan á tökum myndarinnar stóð því þær fóru fram á sama tíma og bankakerfið á Íslandi hrundi eins og spilaborg. „Þetta var mjög svipað, að sjá heilt samfélag hrynja smám saman og molna.“- fgg Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Þetta er stuttmynd, tekin upp í Cornwall og það er reiknað með sjö dögum í tökum. Ég hef ekki sinnt stuttmyndaforminu nægjanlega vel en það er góður leikari í aðalhlutverkinu og það skiptir miklu máli,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Karl Óskarsson. Hann er á leiðinni til Bretlands eftir tvo daga til að gera stuttmynd með enska stórleikaranum John Hurt. Hurt hefur tvívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og hlaut Bafta-verðlaunin fyrir leik sinn í Fílamanninum, kvikmynd sem líður flestum seint úr minni. Þar að auki hefur Hurt leikið í stórmyndum á borð við Alien og Midnight Express frá 1978. Karl kemur reyndar við sögu í kvikmynd sem sýnd er á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Hún er tékknesk og heitir Þrjár árstíðir í helvíti (3 sezony v pekle) en Karl fékk kvikmyndaverðlaun Tékklands fyrir kvikmyndatöku. „Ég hafði vitað af leikstjóranum, Tomás Masín, í dágóðan tíma. Svo hringdi framleiðandi myndarinnar og bauð mér verkið. Ég hringdi í umboðsmanninn minn og hann sagði mér að handritið hefði legið inni á borði hjá þremur breskum tökumönnum sem vildu ekki fá það af því að myndin væri á tékknesku. En ég sló bara til,“ segir Karl. Tékkland er gamalt stórveldi í Evrópu og myndin fjallar um niðurbrot þess, fyrst undir stjórn nasista og svo kommúnista eftir lok seinna stríðs. Karl segist hafa upplifað sérkennilega tilfinningu á meðan á tökum myndarinnar stóð því þær fóru fram á sama tíma og bankakerfið á Íslandi hrundi eins og spilaborg. „Þetta var mjög svipað, að sjá heilt samfélag hrynja smám saman og molna.“- fgg
Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira