Þórunn greiðir ekki atkvæði með ákærum 28. september 2010 11:58 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra mun ekki greiða atkvæði með því að fyrrverandir ráðherrum verði stefnt fyrir landsdóm. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar telur réttast að þegar verði boðað til kosninga. Umræðum á Alþingi um tvær þingsályktunartillögur um ákærur á hendur þremur til fjórum fyrrverandi ráðherrum lýkur í dag. Sex þingmenn eru nú á mælendaskrá en hver þeirra getur talað í tuttugu og fimm mínútur auk andsvara. Atkvæðagreiðsla ætti að geta hafist síðdegis í dag komi ekkert óvænt upp á. Afstaða þingmanna hefur smátt og smátt verið að koma í ljós í umræðunum. Í morgun sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, ekki getað stutt tillögur um ákærur. Vegna þess hvernig stjórnsýslan sé byggð upp á Íslandi hafi gripið um sig úrræðaleysi og jafnvel kerfislömun þegar á reyndi. Það sé þó ekki þar með sagt að ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafi gerst sekir um refsivert athæfi. Það er hins vegar ljóst af ræðu flokksbróður Þórunnar, Marðar Árnasonar í gær og andsvörum hans í dag við ræðu Þórunnar, að hann mun styðja málshöfðun á að minnsta kosti einhvern ráðherranna. Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar hefðu mátt vita við upphaf stjórnarsamstarfsins að bankakerfið var fúið og grípa þyrfti til ráðstafana. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar segir á bloggi sínu, að þeir núverandi ráðherrar sem áður sátu í ríkisstjórn og þeir þingmenn sem voru ráðherrar í ríkisstjórn Geirs ættu að segja af sér. Sömuleiðis ættu þingmenn fyrrverandi stjórnarflokka sem þá sátu á þingi einnig að gera það. Hann telur eðlilegast að boða til kosninga sem fyrst. Atkvæðagreiðsla um ákærurnar fer eins og áður sagði að öllum líkindum fram síðdegis og gæti orðið tvísýn. Ljóst er að allir þingmenn Vinstri grænna og Hreyfingarinnar muni greiða atkvæði með ákærum, Sjálfstæðismenn á móti þeim, en öllu óljósara er hvernig atkvæði samfylkingar- og framsóknarþingmanna munu falla. Landsdómur Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra mun ekki greiða atkvæði með því að fyrrverandir ráðherrum verði stefnt fyrir landsdóm. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar telur réttast að þegar verði boðað til kosninga. Umræðum á Alþingi um tvær þingsályktunartillögur um ákærur á hendur þremur til fjórum fyrrverandi ráðherrum lýkur í dag. Sex þingmenn eru nú á mælendaskrá en hver þeirra getur talað í tuttugu og fimm mínútur auk andsvara. Atkvæðagreiðsla ætti að geta hafist síðdegis í dag komi ekkert óvænt upp á. Afstaða þingmanna hefur smátt og smátt verið að koma í ljós í umræðunum. Í morgun sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, ekki getað stutt tillögur um ákærur. Vegna þess hvernig stjórnsýslan sé byggð upp á Íslandi hafi gripið um sig úrræðaleysi og jafnvel kerfislömun þegar á reyndi. Það sé þó ekki þar með sagt að ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafi gerst sekir um refsivert athæfi. Það er hins vegar ljóst af ræðu flokksbróður Þórunnar, Marðar Árnasonar í gær og andsvörum hans í dag við ræðu Þórunnar, að hann mun styðja málshöfðun á að minnsta kosti einhvern ráðherranna. Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar hefðu mátt vita við upphaf stjórnarsamstarfsins að bankakerfið var fúið og grípa þyrfti til ráðstafana. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar segir á bloggi sínu, að þeir núverandi ráðherrar sem áður sátu í ríkisstjórn og þeir þingmenn sem voru ráðherrar í ríkisstjórn Geirs ættu að segja af sér. Sömuleiðis ættu þingmenn fyrrverandi stjórnarflokka sem þá sátu á þingi einnig að gera það. Hann telur eðlilegast að boða til kosninga sem fyrst. Atkvæðagreiðsla um ákærurnar fer eins og áður sagði að öllum líkindum fram síðdegis og gæti orðið tvísýn. Ljóst er að allir þingmenn Vinstri grænna og Hreyfingarinnar muni greiða atkvæði með ákærum, Sjálfstæðismenn á móti þeim, en öllu óljósara er hvernig atkvæði samfylkingar- og framsóknarþingmanna munu falla.
Landsdómur Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira