Helgi: Víkingar róa allir í sömu átt Elvar Geir Magnússon skrifar 12. júlí 2010 07:30 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Arnþór „Það eru núna komnir fjórir sigurleikir í röð í deildinni sem er jákvætt. Það er mjög mikilvægt að halda haus," sagði Helgi Sigurðsson sem skoraði bæði mörk Víkings í 2-0 sigri á KA í 1. deildinni í gær. Víkingur deilir þar með efsta sætinu með Leikni. „Við áttum ekki okkar besta leik í dag en höldum hreinu og skorum tvö, það dugir. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum í hverjum einasta leik og þetta var mjög erfiður leikur. Við mættum illa undirbúnir til leiks að því leyti að við vorum ekki með langtímum saman í fyrri hálfleik," sagði Helgi. Staðan var markalaus í leikhléi eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik. Bæði lið fengu þó góð færi til að skora, Hallgrímur Mar Steingrímsson fór illa með mjög gott færi KA og hinu megin varði Sandor Matus glæsilega frá Jakobi Spangsberg. Víkingar komu mun öflugri til leiks í seinni hálfleiknum. „Við rifum okkur upp í hálfleik og komum vel stemmdir í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta á fyrsta korterinu. Svo var bara að sigla þessu í höfn. Sjálfstraustið er mikið í liðinu og við vitum hvert á að stefna og allir róa í sömu átt." „Þetta verður líka allt miklu léttara þegar við höldum hreinu eins og við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Þetta lítur vel út en við megum ekki gleyma okkur, það eru tveir leikir í viðbót í þessari viku og við tölum saman eftir þá um hvar við stöndum. En það hefur ekkert breyst, við ætlum okkur upp." Helgi hefur skorað fimm mörk fyrir Víking í sumar en mörkin tvö í gær voru hans fyrstu úr opnum leik, hin þrjú gerði hann úr vítaspyrnum. „Ég hef ekki haft neinar áhyggjur af þessu. Ég sagðist ætla að skora tveggja stafa tölu í sumar og ég reyni að standa við það. Það er sama hvernig mörkin koma." "Það þarf líka að skora úr vítunum. Við höfum séð það í heimsmeistarakeppninni að menn hafa verið duglegir að klikka á þessu. En ég reyni bara að skora þegar ég fæ færi," sagði Helgi. „Ég er hérna til að hjálpa liðinu að komast upp og koma með sigurvilja í þetta." Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira
„Það eru núna komnir fjórir sigurleikir í röð í deildinni sem er jákvætt. Það er mjög mikilvægt að halda haus," sagði Helgi Sigurðsson sem skoraði bæði mörk Víkings í 2-0 sigri á KA í 1. deildinni í gær. Víkingur deilir þar með efsta sætinu með Leikni. „Við áttum ekki okkar besta leik í dag en höldum hreinu og skorum tvö, það dugir. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum í hverjum einasta leik og þetta var mjög erfiður leikur. Við mættum illa undirbúnir til leiks að því leyti að við vorum ekki með langtímum saman í fyrri hálfleik," sagði Helgi. Staðan var markalaus í leikhléi eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik. Bæði lið fengu þó góð færi til að skora, Hallgrímur Mar Steingrímsson fór illa með mjög gott færi KA og hinu megin varði Sandor Matus glæsilega frá Jakobi Spangsberg. Víkingar komu mun öflugri til leiks í seinni hálfleiknum. „Við rifum okkur upp í hálfleik og komum vel stemmdir í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta á fyrsta korterinu. Svo var bara að sigla þessu í höfn. Sjálfstraustið er mikið í liðinu og við vitum hvert á að stefna og allir róa í sömu átt." „Þetta verður líka allt miklu léttara þegar við höldum hreinu eins og við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Þetta lítur vel út en við megum ekki gleyma okkur, það eru tveir leikir í viðbót í þessari viku og við tölum saman eftir þá um hvar við stöndum. En það hefur ekkert breyst, við ætlum okkur upp." Helgi hefur skorað fimm mörk fyrir Víking í sumar en mörkin tvö í gær voru hans fyrstu úr opnum leik, hin þrjú gerði hann úr vítaspyrnum. „Ég hef ekki haft neinar áhyggjur af þessu. Ég sagðist ætla að skora tveggja stafa tölu í sumar og ég reyni að standa við það. Það er sama hvernig mörkin koma." "Það þarf líka að skora úr vítunum. Við höfum séð það í heimsmeistarakeppninni að menn hafa verið duglegir að klikka á þessu. En ég reyni bara að skora þegar ég fæ færi," sagði Helgi. „Ég er hérna til að hjálpa liðinu að komast upp og koma með sigurvilja í þetta."
Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn