Hlustaði á Sigur Rós á hverjum degi í mörg ár 30. september 2010 12:00 the antlers Hljómsveitin The Antlers spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í ár. Peter Silverman er í miðjunni.nordicphotos/getty Indí-poppararnir í The Antlers spila á Airwaves-hátíðinni í október. Íslensk tónlist er forsprakkanum Peter Silverman afar hjartfólgin. The Antlers spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í næsta mánuði. Hljómsveitin kemur frá Brooklyn í New York og forsprakki hennar er Peter Silverman. „Ég hef verið að semja og taka upp í langan tíma, mestan hluta ævi minnar. Ég flutti til New York 2006 og þá fór ég að nota nafnið The Antlers. 2007 fór ég að safna saman fleirum í hljómsveitina á meðan ég var að taka upp Hospice,“ segir Silverman í viðtali við Fréttablaðið. Platan Hospice kom út í fyrra og vakti mikla athygli á The Antlers fyrir vel heppnað indí-poppið. Sumir gagnrýnendur töldu hana eina af betri plötum síðasta árs. „Ég gerði plötuna því mér fannst ég þurfa á því að halda. Umfjöllunarefnið á plötunni skipti mig miklu máli en ég bjóst ekki við því að nokkur myndi vilja hlusta á hana. Síðan fékk platan góðar viðtökur og það hefur gert okkur kleift að vera á stöðugri tónleikaferð og lifa af tónlistinni. Ég er mjög ánægður með það og ég gæti ekki beðið um neitt betra,“ segir Silverman og útskýrir að Hospice fjalli um samband á milli tveggja manneskja sem hefur eyðileggingarmátt í för með sér. Tónleikaferðin til að fylgja eftir Hospice stóð yfir í tvö ár og gekk vel. Núna er The Antlers komin heim til New York og er að taka upp næstu plötu. Silverman vonast til að ljúka við hana á þessu ári og tekur fram að upptökurnar muni ekki taka jafnlangan tíma og við gerð Hostice, eða eitt og hálft ár. Á tónleikaferðinni hituðu Silverman og félagar upp fyrir hinar heimsfrægu hljómsveitir Editors og The National. „Að hita upp fyrir Editors gaf okkur tækifæri til að sjá hvernig það er að vera í stærri hljómsveit og spila í stórum tónleikahöllum,“ segir hann og bætir við: „Ég hef verið aðdáandi The National í mörg ár og lít mjög upp til þeirra. Það var mikil reynsla fyrir mig að fylgjast með hvernig þeir spila. Ég held að þessi reynsla hafi gert okkur að betri hljómsveit því við vildum sýna að við værum þess verðugir að spila með þeim.“ Silverman hlustaði mikið á My Bloody Valentine og Goodspeed You! Black Emperor á meðan á gerð Hospice stóð. Núna hlustar hann mikið á raftónlist, djassað síðrokk og Bítlana. Íslensk tónlist er honum einnig hjartfólgin, sérstaklega Sigur Rós. „Ég hlustaði á Sigur Rós á hverjum degi í mörg ár,“ segir hann og nefnir Björk og múm einnig til sögunnar. „Margar hljómsveitir hafa orðið fyrir áhrifum af íslenskri tónlist og það er hluti af ástæðunni fyrir því að við ákváðum að koma á Iceland Airwaves,“ segir hann. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Indí-poppararnir í The Antlers spila á Airwaves-hátíðinni í október. Íslensk tónlist er forsprakkanum Peter Silverman afar hjartfólgin. The Antlers spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í næsta mánuði. Hljómsveitin kemur frá Brooklyn í New York og forsprakki hennar er Peter Silverman. „Ég hef verið að semja og taka upp í langan tíma, mestan hluta ævi minnar. Ég flutti til New York 2006 og þá fór ég að nota nafnið The Antlers. 2007 fór ég að safna saman fleirum í hljómsveitina á meðan ég var að taka upp Hospice,“ segir Silverman í viðtali við Fréttablaðið. Platan Hospice kom út í fyrra og vakti mikla athygli á The Antlers fyrir vel heppnað indí-poppið. Sumir gagnrýnendur töldu hana eina af betri plötum síðasta árs. „Ég gerði plötuna því mér fannst ég þurfa á því að halda. Umfjöllunarefnið á plötunni skipti mig miklu máli en ég bjóst ekki við því að nokkur myndi vilja hlusta á hana. Síðan fékk platan góðar viðtökur og það hefur gert okkur kleift að vera á stöðugri tónleikaferð og lifa af tónlistinni. Ég er mjög ánægður með það og ég gæti ekki beðið um neitt betra,“ segir Silverman og útskýrir að Hospice fjalli um samband á milli tveggja manneskja sem hefur eyðileggingarmátt í för með sér. Tónleikaferðin til að fylgja eftir Hospice stóð yfir í tvö ár og gekk vel. Núna er The Antlers komin heim til New York og er að taka upp næstu plötu. Silverman vonast til að ljúka við hana á þessu ári og tekur fram að upptökurnar muni ekki taka jafnlangan tíma og við gerð Hostice, eða eitt og hálft ár. Á tónleikaferðinni hituðu Silverman og félagar upp fyrir hinar heimsfrægu hljómsveitir Editors og The National. „Að hita upp fyrir Editors gaf okkur tækifæri til að sjá hvernig það er að vera í stærri hljómsveit og spila í stórum tónleikahöllum,“ segir hann og bætir við: „Ég hef verið aðdáandi The National í mörg ár og lít mjög upp til þeirra. Það var mikil reynsla fyrir mig að fylgjast með hvernig þeir spila. Ég held að þessi reynsla hafi gert okkur að betri hljómsveit því við vildum sýna að við værum þess verðugir að spila með þeim.“ Silverman hlustaði mikið á My Bloody Valentine og Goodspeed You! Black Emperor á meðan á gerð Hospice stóð. Núna hlustar hann mikið á raftónlist, djassað síðrokk og Bítlana. Íslensk tónlist er honum einnig hjartfólgin, sérstaklega Sigur Rós. „Ég hlustaði á Sigur Rós á hverjum degi í mörg ár,“ segir hann og nefnir Björk og múm einnig til sögunnar. „Margar hljómsveitir hafa orðið fyrir áhrifum af íslenskri tónlist og það er hluti af ástæðunni fyrir því að við ákváðum að koma á Iceland Airwaves,“ segir hann. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“