Hlustaði á Sigur Rós á hverjum degi í mörg ár 30. september 2010 12:00 the antlers Hljómsveitin The Antlers spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í ár. Peter Silverman er í miðjunni.nordicphotos/getty Indí-poppararnir í The Antlers spila á Airwaves-hátíðinni í október. Íslensk tónlist er forsprakkanum Peter Silverman afar hjartfólgin. The Antlers spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í næsta mánuði. Hljómsveitin kemur frá Brooklyn í New York og forsprakki hennar er Peter Silverman. „Ég hef verið að semja og taka upp í langan tíma, mestan hluta ævi minnar. Ég flutti til New York 2006 og þá fór ég að nota nafnið The Antlers. 2007 fór ég að safna saman fleirum í hljómsveitina á meðan ég var að taka upp Hospice,“ segir Silverman í viðtali við Fréttablaðið. Platan Hospice kom út í fyrra og vakti mikla athygli á The Antlers fyrir vel heppnað indí-poppið. Sumir gagnrýnendur töldu hana eina af betri plötum síðasta árs. „Ég gerði plötuna því mér fannst ég þurfa á því að halda. Umfjöllunarefnið á plötunni skipti mig miklu máli en ég bjóst ekki við því að nokkur myndi vilja hlusta á hana. Síðan fékk platan góðar viðtökur og það hefur gert okkur kleift að vera á stöðugri tónleikaferð og lifa af tónlistinni. Ég er mjög ánægður með það og ég gæti ekki beðið um neitt betra,“ segir Silverman og útskýrir að Hospice fjalli um samband á milli tveggja manneskja sem hefur eyðileggingarmátt í för með sér. Tónleikaferðin til að fylgja eftir Hospice stóð yfir í tvö ár og gekk vel. Núna er The Antlers komin heim til New York og er að taka upp næstu plötu. Silverman vonast til að ljúka við hana á þessu ári og tekur fram að upptökurnar muni ekki taka jafnlangan tíma og við gerð Hostice, eða eitt og hálft ár. Á tónleikaferðinni hituðu Silverman og félagar upp fyrir hinar heimsfrægu hljómsveitir Editors og The National. „Að hita upp fyrir Editors gaf okkur tækifæri til að sjá hvernig það er að vera í stærri hljómsveit og spila í stórum tónleikahöllum,“ segir hann og bætir við: „Ég hef verið aðdáandi The National í mörg ár og lít mjög upp til þeirra. Það var mikil reynsla fyrir mig að fylgjast með hvernig þeir spila. Ég held að þessi reynsla hafi gert okkur að betri hljómsveit því við vildum sýna að við værum þess verðugir að spila með þeim.“ Silverman hlustaði mikið á My Bloody Valentine og Goodspeed You! Black Emperor á meðan á gerð Hospice stóð. Núna hlustar hann mikið á raftónlist, djassað síðrokk og Bítlana. Íslensk tónlist er honum einnig hjartfólgin, sérstaklega Sigur Rós. „Ég hlustaði á Sigur Rós á hverjum degi í mörg ár,“ segir hann og nefnir Björk og múm einnig til sögunnar. „Margar hljómsveitir hafa orðið fyrir áhrifum af íslenskri tónlist og það er hluti af ástæðunni fyrir því að við ákváðum að koma á Iceland Airwaves,“ segir hann. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Indí-poppararnir í The Antlers spila á Airwaves-hátíðinni í október. Íslensk tónlist er forsprakkanum Peter Silverman afar hjartfólgin. The Antlers spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í næsta mánuði. Hljómsveitin kemur frá Brooklyn í New York og forsprakki hennar er Peter Silverman. „Ég hef verið að semja og taka upp í langan tíma, mestan hluta ævi minnar. Ég flutti til New York 2006 og þá fór ég að nota nafnið The Antlers. 2007 fór ég að safna saman fleirum í hljómsveitina á meðan ég var að taka upp Hospice,“ segir Silverman í viðtali við Fréttablaðið. Platan Hospice kom út í fyrra og vakti mikla athygli á The Antlers fyrir vel heppnað indí-poppið. Sumir gagnrýnendur töldu hana eina af betri plötum síðasta árs. „Ég gerði plötuna því mér fannst ég þurfa á því að halda. Umfjöllunarefnið á plötunni skipti mig miklu máli en ég bjóst ekki við því að nokkur myndi vilja hlusta á hana. Síðan fékk platan góðar viðtökur og það hefur gert okkur kleift að vera á stöðugri tónleikaferð og lifa af tónlistinni. Ég er mjög ánægður með það og ég gæti ekki beðið um neitt betra,“ segir Silverman og útskýrir að Hospice fjalli um samband á milli tveggja manneskja sem hefur eyðileggingarmátt í för með sér. Tónleikaferðin til að fylgja eftir Hospice stóð yfir í tvö ár og gekk vel. Núna er The Antlers komin heim til New York og er að taka upp næstu plötu. Silverman vonast til að ljúka við hana á þessu ári og tekur fram að upptökurnar muni ekki taka jafnlangan tíma og við gerð Hostice, eða eitt og hálft ár. Á tónleikaferðinni hituðu Silverman og félagar upp fyrir hinar heimsfrægu hljómsveitir Editors og The National. „Að hita upp fyrir Editors gaf okkur tækifæri til að sjá hvernig það er að vera í stærri hljómsveit og spila í stórum tónleikahöllum,“ segir hann og bætir við: „Ég hef verið aðdáandi The National í mörg ár og lít mjög upp til þeirra. Það var mikil reynsla fyrir mig að fylgjast með hvernig þeir spila. Ég held að þessi reynsla hafi gert okkur að betri hljómsveit því við vildum sýna að við værum þess verðugir að spila með þeim.“ Silverman hlustaði mikið á My Bloody Valentine og Goodspeed You! Black Emperor á meðan á gerð Hospice stóð. Núna hlustar hann mikið á raftónlist, djassað síðrokk og Bítlana. Íslensk tónlist er honum einnig hjartfólgin, sérstaklega Sigur Rós. „Ég hlustaði á Sigur Rós á hverjum degi í mörg ár,“ segir hann og nefnir Björk og múm einnig til sögunnar. „Margar hljómsveitir hafa orðið fyrir áhrifum af íslenskri tónlist og það er hluti af ástæðunni fyrir því að við ákváðum að koma á Iceland Airwaves,“ segir hann. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira