Útrás íslenskra skálda staðreynd 1. maí 2010 03:00 Verk eftir Hallgrím Helgason, Aðalstein Ásberg og Stefán Mána eru að koma út í þýðingum á meginlandi Evrópu þessa dagana.mynd fréttablaðið/Valli Útrás íslenskra skálda er staðreynd. Forlög þeirra hér á landi eru iðin við að láta vita af framgangi sinna manna á erlendum markaði. Þannig kom barnabókin Dvergasteinn eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson út á finnsku fyrr í mánuðinum hjá Bokförlaget Idun í þýðingu Päivi Kumpulainen með nýjum myndskreytingum eftir finnska teiknarann Timo Koljonen. Dvergasteinn er þriðja bók Aðalsteins sem kemur út í Finnlandi, en áður hefur forlagið Idun gefið út bækur hans Brúin yfir Dimmu og Ljósin í Dimmuborg. Á finnsku hefur Dvergasteinn hlotið aðeins lengra nafn en á íslensku eða Haltia joka kadotti hohtokivensä sem þýðir Dvergurinn sem glataði gljásteini. Bókaforlagið Idun gefur út þýddar barnabækur á finnsku og sænsku. Aðalsteinn Ásberg kom fram á norrænum dögum í bænum Kuopio í síðustu viku og kynnti þá meðal annars Dvergastein, auk þess að heimsækja skóla og leikskóla þar sem hann flutti ljóð og söngva, en þar var þýðandinn Marjakaisa Matthíasson honum til fulltingis, en hún hefur auk Dimmu-bókanna þýtt bæði ljóð og söngtexta eftir hann. Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, er nýkomin út í Þýskalandi og hefur fengið góðar viðtökur. Þarlendir gagnrýnendur keppast við að lofa hana í hástert og fékk bókin til að mynda fimm stjörnur í tímaritinu Stern og í stórblaðinu Frankfurter Allgemeine er hún sögð „fyndnasta og þéttasta bók Hallgríms Helgasonar til þessa". Fyrsta upplag bókarinnar seldist upp á tveimur vikum og annað upplag er senn á þrotum, en salan tók mikinn kipp eftir að Christine Westermann, áhrifamikill þýskur gagnrýnandi, mælti með bókinni í þætti sínum á WDR 2, og sagði: „Mann langar til að hringja í vin sinn á þriðju hverri blaðsíðu til að lesa upp fyrir hann kafla svo hann geti hlegið með manni." Tvö leikhús á þýska málsvæðinu hafa þegar falast eftir því að sviðssetja söguna og er staðfest að leiksýning byggð á bókinni verði frumsýnd í Borgarleikhúsinu í Salzburg haustið 2011. Bókin hefur einnig komið út í Danmörku og Hollandi og í vikunni kom hún út í Rússlandi. Þá er hún væntanleg í Póllandi í maí og í Noregi, Tékklandi og á Ítalíu síðar á árinu. Þá voru fregnir nýlega af velgengni Stefáns Mána á erlendri grund en skáldsaga hans, Svartur á leik, kemur út í Frakklandi innan tíðar hjá forleggjaranum Gallimard sem einnig hefur gefið út Skipið eftir sama höfund. Skipið hefur fengið frábærar viðtökur og glæsilega dóma en til stendur að prenta annað upplag af henni innan skamms. Stefán Máni er afar kátur með viðbrögðin en hann er nýkominn heim af bókmenntahátíð í Frakklandi og hefur þegar fengið óskir um að mæta á fleiri slíkar í næsta mánuði.- pbb Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Útrás íslenskra skálda er staðreynd. Forlög þeirra hér á landi eru iðin við að láta vita af framgangi sinna manna á erlendum markaði. Þannig kom barnabókin Dvergasteinn eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson út á finnsku fyrr í mánuðinum hjá Bokförlaget Idun í þýðingu Päivi Kumpulainen með nýjum myndskreytingum eftir finnska teiknarann Timo Koljonen. Dvergasteinn er þriðja bók Aðalsteins sem kemur út í Finnlandi, en áður hefur forlagið Idun gefið út bækur hans Brúin yfir Dimmu og Ljósin í Dimmuborg. Á finnsku hefur Dvergasteinn hlotið aðeins lengra nafn en á íslensku eða Haltia joka kadotti hohtokivensä sem þýðir Dvergurinn sem glataði gljásteini. Bókaforlagið Idun gefur út þýddar barnabækur á finnsku og sænsku. Aðalsteinn Ásberg kom fram á norrænum dögum í bænum Kuopio í síðustu viku og kynnti þá meðal annars Dvergastein, auk þess að heimsækja skóla og leikskóla þar sem hann flutti ljóð og söngva, en þar var þýðandinn Marjakaisa Matthíasson honum til fulltingis, en hún hefur auk Dimmu-bókanna þýtt bæði ljóð og söngtexta eftir hann. Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, er nýkomin út í Þýskalandi og hefur fengið góðar viðtökur. Þarlendir gagnrýnendur keppast við að lofa hana í hástert og fékk bókin til að mynda fimm stjörnur í tímaritinu Stern og í stórblaðinu Frankfurter Allgemeine er hún sögð „fyndnasta og þéttasta bók Hallgríms Helgasonar til þessa". Fyrsta upplag bókarinnar seldist upp á tveimur vikum og annað upplag er senn á þrotum, en salan tók mikinn kipp eftir að Christine Westermann, áhrifamikill þýskur gagnrýnandi, mælti með bókinni í þætti sínum á WDR 2, og sagði: „Mann langar til að hringja í vin sinn á þriðju hverri blaðsíðu til að lesa upp fyrir hann kafla svo hann geti hlegið með manni." Tvö leikhús á þýska málsvæðinu hafa þegar falast eftir því að sviðssetja söguna og er staðfest að leiksýning byggð á bókinni verði frumsýnd í Borgarleikhúsinu í Salzburg haustið 2011. Bókin hefur einnig komið út í Danmörku og Hollandi og í vikunni kom hún út í Rússlandi. Þá er hún væntanleg í Póllandi í maí og í Noregi, Tékklandi og á Ítalíu síðar á árinu. Þá voru fregnir nýlega af velgengni Stefáns Mána á erlendri grund en skáldsaga hans, Svartur á leik, kemur út í Frakklandi innan tíðar hjá forleggjaranum Gallimard sem einnig hefur gefið út Skipið eftir sama höfund. Skipið hefur fengið frábærar viðtökur og glæsilega dóma en til stendur að prenta annað upplag af henni innan skamms. Stefán Máni er afar kátur með viðbrögðin en hann er nýkominn heim af bókmenntahátíð í Frakklandi og hefur þegar fengið óskir um að mæta á fleiri slíkar í næsta mánuði.- pbb
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“