Hraunið ekkert nálgast Þórsmörk í tvær vikur 9. apríl 2010 19:06 Hraunið frá eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi hefur ekkert nálgast sléttlendið í Þórsmörk undanfarnar tvær vikur. Þess í stað hleðst það upp innst í Hvannárgili.Hraunrennslið úr gígunum er að meðaltali fimmtán rúmmetrar á hverri sekúndu, að mati jarðvísindamanna Háskóla Íslands, eða sem samsvarar þrjátíu til fjörutíu tonnum á sekúndu. Fyrstu gosdagana streymdi hraunið hratt niður Hrunagil og Hvannárgil og stefndi í að það næði niður á Krossáraura á innan við viku. Menn sáu fyrir sér að hraunrennsli gæti stíflað Krossá við Valahnjúk og lón jafnvel myndast á móts við Langadal og landslag þannig breytast í Þórsmörk.Með myndum sem flugvél Landhelgisgæslunnar tók í fyrradag hefur nú fengist gleggri mynd af hraunrennslinu inni í giljunum, sem við sýnum nú með tölvugrafík en rauði liturinn táknar nýjasta hraunið sem runnið hefur síðastliðna viku en guli liturinn er hraunið sem rann fyrstu tíu dagana. Að sögn Eyjólfs Magnússonar hjá Jarðfræðistofnun Háskólans hefur hraunið nánast ekkert komist nær Þórsmörk síðustu tvær vikur. Mikið hraun rennur þó niður í Hvannárgil en þar innst virðist það staflast upp. Aðstæður þar virðast vera þannig að gilið geti lengi tekið við nýju hrauni. Í Hrunagil rennur ekkert hraun lengur eftir að gos hætti í fyrsta gígnum.Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ljóst að hraunið eigi mikið verk fyrir höndum eigi það að komast niður á sléttlendið við Krossá. Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira
Hraunið frá eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi hefur ekkert nálgast sléttlendið í Þórsmörk undanfarnar tvær vikur. Þess í stað hleðst það upp innst í Hvannárgili.Hraunrennslið úr gígunum er að meðaltali fimmtán rúmmetrar á hverri sekúndu, að mati jarðvísindamanna Háskóla Íslands, eða sem samsvarar þrjátíu til fjörutíu tonnum á sekúndu. Fyrstu gosdagana streymdi hraunið hratt niður Hrunagil og Hvannárgil og stefndi í að það næði niður á Krossáraura á innan við viku. Menn sáu fyrir sér að hraunrennsli gæti stíflað Krossá við Valahnjúk og lón jafnvel myndast á móts við Langadal og landslag þannig breytast í Þórsmörk.Með myndum sem flugvél Landhelgisgæslunnar tók í fyrradag hefur nú fengist gleggri mynd af hraunrennslinu inni í giljunum, sem við sýnum nú með tölvugrafík en rauði liturinn táknar nýjasta hraunið sem runnið hefur síðastliðna viku en guli liturinn er hraunið sem rann fyrstu tíu dagana. Að sögn Eyjólfs Magnússonar hjá Jarðfræðistofnun Háskólans hefur hraunið nánast ekkert komist nær Þórsmörk síðustu tvær vikur. Mikið hraun rennur þó niður í Hvannárgil en þar innst virðist það staflast upp. Aðstæður þar virðast vera þannig að gilið geti lengi tekið við nýju hrauni. Í Hrunagil rennur ekkert hraun lengur eftir að gos hætti í fyrsta gígnum.Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ljóst að hraunið eigi mikið verk fyrir höndum eigi það að komast niður á sléttlendið við Krossá.
Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira