Magni lofar stórkostlegri Bræðslu 6. maí 2010 09:15 Sænsk/breska hljómsveitin Fanfarlo spilar á Bræðslunni í sumar. Þetta verður í sjötta sinn sem hátíðin er haldin. Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystri fer fram í sjötta skipti helgina 23.-25. júlí og hefst miðasala í dag. „Þetta verður stórkostlegt," segir skipuleggjandinn, Magni Ásgeirsson, um hátíðina. „Við höfum aldrei verið jafnduglegir við að skipuleggja. Það eina sem á eftir að gera er að smíða sviðið," segir hann. „Ég vil hvetja fólk til að ná sér í miða. Þetta er ekki eins og á þjóðhátíð því þarna er ekki hægt að troða endalaust inn." Bræðslan hefur fest sig í sessi sem ein af áhugaverðari stoppistöðvum Íslands yfir sumarmánuðina. Í gegnum tíðina hafa komið þar fram Emilíana Torrini, Damien Rice, Belle & Sebastian, Magni, Lay Low, Þursaflokkurinn og Megas og Senuþjófarnir. Í ár mæta til leiks Dikta, Fanfarlo, KK & Ellen, 200.000 Naglbítar og sigurvegarar Músíktilrauna, Of Monsters and Men. Fanfarlo er sænsk/bresk hljómsveit sem hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið. „Hún minnir mig á Belle & Sebastian og Talking Heads. Mér finnst þetta æðisleg hljómsveit," segir Magni. Hún hefur verið á tónleikaferð um Bandaríkin og kom á dögunum fram í spjallþætti Davids Letterman. Forsala á Bræðsluna hófst í dag á Midi.is og afgreiðslustöðum Midi.is. Verð aðgöngumiða í forsölu er 5.500 krónur og eru 800 aðgöngumiðar í boði. Verð aðgöngumiða við inngang verður 6.500. krónur. - fb Hér má sjá myndband við eitt vinsælasta lag Fanfarlo. Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystri fer fram í sjötta skipti helgina 23.-25. júlí og hefst miðasala í dag. „Þetta verður stórkostlegt," segir skipuleggjandinn, Magni Ásgeirsson, um hátíðina. „Við höfum aldrei verið jafnduglegir við að skipuleggja. Það eina sem á eftir að gera er að smíða sviðið," segir hann. „Ég vil hvetja fólk til að ná sér í miða. Þetta er ekki eins og á þjóðhátíð því þarna er ekki hægt að troða endalaust inn." Bræðslan hefur fest sig í sessi sem ein af áhugaverðari stoppistöðvum Íslands yfir sumarmánuðina. Í gegnum tíðina hafa komið þar fram Emilíana Torrini, Damien Rice, Belle & Sebastian, Magni, Lay Low, Þursaflokkurinn og Megas og Senuþjófarnir. Í ár mæta til leiks Dikta, Fanfarlo, KK & Ellen, 200.000 Naglbítar og sigurvegarar Músíktilrauna, Of Monsters and Men. Fanfarlo er sænsk/bresk hljómsveit sem hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið. „Hún minnir mig á Belle & Sebastian og Talking Heads. Mér finnst þetta æðisleg hljómsveit," segir Magni. Hún hefur verið á tónleikaferð um Bandaríkin og kom á dögunum fram í spjallþætti Davids Letterman. Forsala á Bræðsluna hófst í dag á Midi.is og afgreiðslustöðum Midi.is. Verð aðgöngumiða í forsölu er 5.500 krónur og eru 800 aðgöngumiðar í boði. Verð aðgöngumiða við inngang verður 6.500. krónur. - fb Hér má sjá myndband við eitt vinsælasta lag Fanfarlo.
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira