Skrímslin eru komin á land 7. október 2010 07:30 Á þurru landi Transaquania – Into Thin Air er annað verkið sem Erna Ómarsdóttir, Damien Jalet og Gabríela Friðriksdóttir semja um goðsagnakenndan heim kynjavera Bláa lónsins.mynd/Golli Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld sýninguna Transaquania - Into Thin Air. Verkið varð til í samvinnu Ernu Ómarsdóttur, Damiens Jalets og Gabríelu Friðriksdóttur. Erna Ómarsdóttir segir verkið eins konar þróunarsögu. „Transaquania - Into Thin Air er framhald af verkinu Transaquania - Into the Blue sem við settum upp í fyrra í Bláa lóninu. Í því verki bjuggum við til goðsagnakenndan heim og sögðum frá skrímslum og verum í lóninu. Núna eru þær komnar upp á þurrt land. Minningin um vatn er enn til staðar en vatnið er horfið. Því fannst okkur áhugavert að vinna með þyngdarafl og súrefni í framhaldi af fyrra verkinu, meira meðvitað en maður gerir vanalega. Því lögmálin ofanjarðar eru auðvitað allt önnur en í vatni," segir Erna Ómarsdóttir danshöfundur og dansari. Sagan sem er sögð í verkinu er ævintýraleg og hún kannar „hið viðkvæma jafnvægi og hinn þunna þráð milli hins efnislæga, hins líkamlega og hins ljóðræna," eins og segir í fréttatilkynningu dansflokkksins. „Þetta er í raun ævintýri sem fjallar um ættbálk sem er stanslaust að aðlaga sig umhverfinu og stökkbreytist í sífellu. Þannig er aðlögunarhæfni eitt umfjöllunarefnanna. Verurnar berjast við náttúruöflin og upplifa fimm til sex hamfarir á dag," segir Erna og bætir við að legið hafi ljóst fyrir frá því í fyrra að framhald yrði á sögunni um verurnar í lóninu. Erna er höfundur verksins ásamt Damien Jalet dansara og danshöfundi og Gabríelu Friðriksdóttur myndlistarmanni. Hún segir þau þrjú hafa unnið hugmyndina og söguna saman, þau Damien sjái svo um að færa hana yfir í dansinn en Gabríela í búninga og leikmuni. Ásamt Gabríelu sér Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir um leikmuni og búninga. „Við erum samferða í öllu ferðalaginu. Svo má ekki gleyma þætti tónlistarmannanna Bens Frosts og Valdimars Jóhannessonar og þá ekki síðu dansaranna sem taka virkan þátt í sköpuninni." Sýningarár Íslenska dansflokksins hefst á sýningunni Transaquania - Into Thin Air og verður verkið sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. sigridur@frettabladid.is Lífið Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld sýninguna Transaquania - Into Thin Air. Verkið varð til í samvinnu Ernu Ómarsdóttur, Damiens Jalets og Gabríelu Friðriksdóttur. Erna Ómarsdóttir segir verkið eins konar þróunarsögu. „Transaquania - Into Thin Air er framhald af verkinu Transaquania - Into the Blue sem við settum upp í fyrra í Bláa lóninu. Í því verki bjuggum við til goðsagnakenndan heim og sögðum frá skrímslum og verum í lóninu. Núna eru þær komnar upp á þurrt land. Minningin um vatn er enn til staðar en vatnið er horfið. Því fannst okkur áhugavert að vinna með þyngdarafl og súrefni í framhaldi af fyrra verkinu, meira meðvitað en maður gerir vanalega. Því lögmálin ofanjarðar eru auðvitað allt önnur en í vatni," segir Erna Ómarsdóttir danshöfundur og dansari. Sagan sem er sögð í verkinu er ævintýraleg og hún kannar „hið viðkvæma jafnvægi og hinn þunna þráð milli hins efnislæga, hins líkamlega og hins ljóðræna," eins og segir í fréttatilkynningu dansflokkksins. „Þetta er í raun ævintýri sem fjallar um ættbálk sem er stanslaust að aðlaga sig umhverfinu og stökkbreytist í sífellu. Þannig er aðlögunarhæfni eitt umfjöllunarefnanna. Verurnar berjast við náttúruöflin og upplifa fimm til sex hamfarir á dag," segir Erna og bætir við að legið hafi ljóst fyrir frá því í fyrra að framhald yrði á sögunni um verurnar í lóninu. Erna er höfundur verksins ásamt Damien Jalet dansara og danshöfundi og Gabríelu Friðriksdóttur myndlistarmanni. Hún segir þau þrjú hafa unnið hugmyndina og söguna saman, þau Damien sjái svo um að færa hana yfir í dansinn en Gabríela í búninga og leikmuni. Ásamt Gabríelu sér Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir um leikmuni og búninga. „Við erum samferða í öllu ferðalaginu. Svo má ekki gleyma þætti tónlistarmannanna Bens Frosts og Valdimars Jóhannessonar og þá ekki síðu dansaranna sem taka virkan þátt í sköpuninni." Sýningarár Íslenska dansflokksins hefst á sýningunni Transaquania - Into Thin Air og verður verkið sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. sigridur@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira