Skrímslin eru komin á land 7. október 2010 07:30 Á þurru landi Transaquania – Into Thin Air er annað verkið sem Erna Ómarsdóttir, Damien Jalet og Gabríela Friðriksdóttir semja um goðsagnakenndan heim kynjavera Bláa lónsins.mynd/Golli Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld sýninguna Transaquania - Into Thin Air. Verkið varð til í samvinnu Ernu Ómarsdóttur, Damiens Jalets og Gabríelu Friðriksdóttur. Erna Ómarsdóttir segir verkið eins konar þróunarsögu. „Transaquania - Into Thin Air er framhald af verkinu Transaquania - Into the Blue sem við settum upp í fyrra í Bláa lóninu. Í því verki bjuggum við til goðsagnakenndan heim og sögðum frá skrímslum og verum í lóninu. Núna eru þær komnar upp á þurrt land. Minningin um vatn er enn til staðar en vatnið er horfið. Því fannst okkur áhugavert að vinna með þyngdarafl og súrefni í framhaldi af fyrra verkinu, meira meðvitað en maður gerir vanalega. Því lögmálin ofanjarðar eru auðvitað allt önnur en í vatni," segir Erna Ómarsdóttir danshöfundur og dansari. Sagan sem er sögð í verkinu er ævintýraleg og hún kannar „hið viðkvæma jafnvægi og hinn þunna þráð milli hins efnislæga, hins líkamlega og hins ljóðræna," eins og segir í fréttatilkynningu dansflokkksins. „Þetta er í raun ævintýri sem fjallar um ættbálk sem er stanslaust að aðlaga sig umhverfinu og stökkbreytist í sífellu. Þannig er aðlögunarhæfni eitt umfjöllunarefnanna. Verurnar berjast við náttúruöflin og upplifa fimm til sex hamfarir á dag," segir Erna og bætir við að legið hafi ljóst fyrir frá því í fyrra að framhald yrði á sögunni um verurnar í lóninu. Erna er höfundur verksins ásamt Damien Jalet dansara og danshöfundi og Gabríelu Friðriksdóttur myndlistarmanni. Hún segir þau þrjú hafa unnið hugmyndina og söguna saman, þau Damien sjái svo um að færa hana yfir í dansinn en Gabríela í búninga og leikmuni. Ásamt Gabríelu sér Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir um leikmuni og búninga. „Við erum samferða í öllu ferðalaginu. Svo má ekki gleyma þætti tónlistarmannanna Bens Frosts og Valdimars Jóhannessonar og þá ekki síðu dansaranna sem taka virkan þátt í sköpuninni." Sýningarár Íslenska dansflokksins hefst á sýningunni Transaquania - Into Thin Air og verður verkið sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. sigridur@frettabladid.is Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld sýninguna Transaquania - Into Thin Air. Verkið varð til í samvinnu Ernu Ómarsdóttur, Damiens Jalets og Gabríelu Friðriksdóttur. Erna Ómarsdóttir segir verkið eins konar þróunarsögu. „Transaquania - Into Thin Air er framhald af verkinu Transaquania - Into the Blue sem við settum upp í fyrra í Bláa lóninu. Í því verki bjuggum við til goðsagnakenndan heim og sögðum frá skrímslum og verum í lóninu. Núna eru þær komnar upp á þurrt land. Minningin um vatn er enn til staðar en vatnið er horfið. Því fannst okkur áhugavert að vinna með þyngdarafl og súrefni í framhaldi af fyrra verkinu, meira meðvitað en maður gerir vanalega. Því lögmálin ofanjarðar eru auðvitað allt önnur en í vatni," segir Erna Ómarsdóttir danshöfundur og dansari. Sagan sem er sögð í verkinu er ævintýraleg og hún kannar „hið viðkvæma jafnvægi og hinn þunna þráð milli hins efnislæga, hins líkamlega og hins ljóðræna," eins og segir í fréttatilkynningu dansflokkksins. „Þetta er í raun ævintýri sem fjallar um ættbálk sem er stanslaust að aðlaga sig umhverfinu og stökkbreytist í sífellu. Þannig er aðlögunarhæfni eitt umfjöllunarefnanna. Verurnar berjast við náttúruöflin og upplifa fimm til sex hamfarir á dag," segir Erna og bætir við að legið hafi ljóst fyrir frá því í fyrra að framhald yrði á sögunni um verurnar í lóninu. Erna er höfundur verksins ásamt Damien Jalet dansara og danshöfundi og Gabríelu Friðriksdóttur myndlistarmanni. Hún segir þau þrjú hafa unnið hugmyndina og söguna saman, þau Damien sjái svo um að færa hana yfir í dansinn en Gabríela í búninga og leikmuni. Ásamt Gabríelu sér Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir um leikmuni og búninga. „Við erum samferða í öllu ferðalaginu. Svo má ekki gleyma þætti tónlistarmannanna Bens Frosts og Valdimars Jóhannessonar og þá ekki síðu dansaranna sem taka virkan þátt í sköpuninni." Sýningarár Íslenska dansflokksins hefst á sýningunni Transaquania - Into Thin Air og verður verkið sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. sigridur@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“