Borgarstjóri Árósa: Reykjavík getur unnið gegn efnahagssamdrætti 22. maí 2010 21:00 Borgarstjóri Árósa segir Reykjavíkurborg hafa hlutverki að gegna við að vinna gegn atvinnuleysi og efnahagssamdrætti. Í Árósum er atvinnuleysi talsvert minna en gengur og gerist í Danmörku. Nicolai Wammen, borgarstjóri Árósa og varaformaður danska jafnaðarmannaflokksins, er í heimsókn til Reykjavíkur á vegum systurflokksins Samfylkingarinnar. Hann var sérstakur gestur á fundi um um hlutverk borga og bæja við að koma þjóðinni út úr kreppunni í Norræna húsinu í gær. Í Árósum er atvinnuleysi um þrjú prósent, sem er talsvert minna en í Danmörku á landsvísu, þar sem atvinnuleysi er yfir sex prósent. Wammen kemur því með sitt innlegg í umræðuna um hvað Reykjavík geti gert til að draga úr atvinnuleysi og komast út úr kreppunni. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að hafa áætlun um atvinnuuppbyggingu, flýta framkvæmdum t.d. við skóla og leikskóla og fá þannig hjólin til að snúast og fjölga störfum. Það er áhrifaríka leiðin til að berjast við kreppuna," segir Wammen. Aðspurður hvernig honum lítist á háðframboð Besta flokksins, sem nær hreinum meirihluta í borginni samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, segir Wammen. „Ég ætla ekki að blanda mér í skoðanaskipti hérna í Reykjavík en ég held að um allan heim, og líka hér á Íslandi, gildi það að alvarleg vandamál kalli á alvarleg svör," segir Wammen. Hann var annars ánægður með daginn í Reykjavík, en hann kynnti sér stjórnsýslu borgarinnar og fór yfir stöðu efnahagsmála og skellti sér svo í heitu pottana. Kosningar 2010 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Sjá meira
Borgarstjóri Árósa segir Reykjavíkurborg hafa hlutverki að gegna við að vinna gegn atvinnuleysi og efnahagssamdrætti. Í Árósum er atvinnuleysi talsvert minna en gengur og gerist í Danmörku. Nicolai Wammen, borgarstjóri Árósa og varaformaður danska jafnaðarmannaflokksins, er í heimsókn til Reykjavíkur á vegum systurflokksins Samfylkingarinnar. Hann var sérstakur gestur á fundi um um hlutverk borga og bæja við að koma þjóðinni út úr kreppunni í Norræna húsinu í gær. Í Árósum er atvinnuleysi um þrjú prósent, sem er talsvert minna en í Danmörku á landsvísu, þar sem atvinnuleysi er yfir sex prósent. Wammen kemur því með sitt innlegg í umræðuna um hvað Reykjavík geti gert til að draga úr atvinnuleysi og komast út úr kreppunni. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að hafa áætlun um atvinnuuppbyggingu, flýta framkvæmdum t.d. við skóla og leikskóla og fá þannig hjólin til að snúast og fjölga störfum. Það er áhrifaríka leiðin til að berjast við kreppuna," segir Wammen. Aðspurður hvernig honum lítist á háðframboð Besta flokksins, sem nær hreinum meirihluta í borginni samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, segir Wammen. „Ég ætla ekki að blanda mér í skoðanaskipti hérna í Reykjavík en ég held að um allan heim, og líka hér á Íslandi, gildi það að alvarleg vandamál kalli á alvarleg svör," segir Wammen. Hann var annars ánægður með daginn í Reykjavík, en hann kynnti sér stjórnsýslu borgarinnar og fór yfir stöðu efnahagsmála og skellti sér svo í heitu pottana.
Kosningar 2010 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Sjá meira