Daníel Ágúst, Krummi og Birgir Ísleifur í Rod Stewart-klúbbi 28. apríl 2010 12:30 Daníel Ágúst og Birgir Ísleifur hafa stofnað fyrsta íslenska Rod Stewart-aðdáendaklúbbinn. Á myndina vantar Krumma Björgvinsson, sem var heima með pest. Fréttablaðið/Valli „Ég veit ekki hvaða sess Rod hefur í hugum fólks, en hann er allavega einn besti söngvari allra tíma í mínum eyrum og augum," segir söngvarinn Daníel Ágúst Haraldsson. Daníel Ágúst er einn af þremur stofnfélögum fyrsta Rod Stewart-klúbbsins á Íslandi. Hinir tveir hafa einnig getið sér gott orð á söngsviðinu, Krummi Björgvinsson úr Mínus og Birgir Ísleifur Gunnarsson úr Motion Boys, en stofnfundur klúbbsins var um helgina. „Þetta var innsiglað með góðum drykkjum og góðri músík. Það var náttúrulega bara hlustað á einn mann allt kvöldið," segir Daníel og bætir við í léttum dúr að það sé algjör hneisa að maðurinn sé ekki spilaður í útvarpi allan daginn. „Það ætti að vera sérstök stöð tileinkuð Rod Stewart." Rod Stewart-klúbburinn er fyrsti aðdáendaklúbburinn sem Daníel Ágúst gengur í. Hann játar að það sé við hæfi að sá klúbbur sé tileinkaður Rod Stewart og hann sé í þokkabót stofnmeðlimur. En hvert eiga menn að snúa sér ef þeir vilja ganga til liðs við klúbbinn? „Það er ekkert mjög flókið. Bara setja sig í samband við stofnmeðlimi klúbbsins og mæta á næsta fund með góða skapið og kannski einhverja punkta um Rod eða lög sem maður hefur ekki heyrt áður," segir Daníel áður en hann stiklar á stóru um inntökuskilyrðin. „Það er algjört skilyrði að menn hafi einskæran áhuga á öllu sem maðurinn hefur gert, sérstaklega í músík. Þó að karakterinn sé mjög litríkur og skemmtilegur og oft á tíðum kjánalegur og þess vegna alveg stórkostlegur þá er það náttúrulega músíkin sem stendur upp úr." Markmið klúbbsins eru háleit og Daníel Ágúst horfir til útlanda í þeim efnum. Alþjóðlegt samstarf er á teikniborðinu, enda fjölmargir aðdáendaklúbbar tileinkaðir Gamla rámi, eins og Rod Stewart er jafnan kallaður. „Við þurfum að gerast félagar í einhverjum stærri söfnuðum og félögum; alþjóðasamtökum sem hafa það markmið að dýrka Rod," segir Daníel að lokum. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Kim féll Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Ég veit ekki hvaða sess Rod hefur í hugum fólks, en hann er allavega einn besti söngvari allra tíma í mínum eyrum og augum," segir söngvarinn Daníel Ágúst Haraldsson. Daníel Ágúst er einn af þremur stofnfélögum fyrsta Rod Stewart-klúbbsins á Íslandi. Hinir tveir hafa einnig getið sér gott orð á söngsviðinu, Krummi Björgvinsson úr Mínus og Birgir Ísleifur Gunnarsson úr Motion Boys, en stofnfundur klúbbsins var um helgina. „Þetta var innsiglað með góðum drykkjum og góðri músík. Það var náttúrulega bara hlustað á einn mann allt kvöldið," segir Daníel og bætir við í léttum dúr að það sé algjör hneisa að maðurinn sé ekki spilaður í útvarpi allan daginn. „Það ætti að vera sérstök stöð tileinkuð Rod Stewart." Rod Stewart-klúbburinn er fyrsti aðdáendaklúbburinn sem Daníel Ágúst gengur í. Hann játar að það sé við hæfi að sá klúbbur sé tileinkaður Rod Stewart og hann sé í þokkabót stofnmeðlimur. En hvert eiga menn að snúa sér ef þeir vilja ganga til liðs við klúbbinn? „Það er ekkert mjög flókið. Bara setja sig í samband við stofnmeðlimi klúbbsins og mæta á næsta fund með góða skapið og kannski einhverja punkta um Rod eða lög sem maður hefur ekki heyrt áður," segir Daníel áður en hann stiklar á stóru um inntökuskilyrðin. „Það er algjört skilyrði að menn hafi einskæran áhuga á öllu sem maðurinn hefur gert, sérstaklega í músík. Þó að karakterinn sé mjög litríkur og skemmtilegur og oft á tíðum kjánalegur og þess vegna alveg stórkostlegur þá er það náttúrulega músíkin sem stendur upp úr." Markmið klúbbsins eru háleit og Daníel Ágúst horfir til útlanda í þeim efnum. Alþjóðlegt samstarf er á teikniborðinu, enda fjölmargir aðdáendaklúbbar tileinkaðir Gamla rámi, eins og Rod Stewart er jafnan kallaður. „Við þurfum að gerast félagar í einhverjum stærri söfnuðum og félögum; alþjóðasamtökum sem hafa það markmið að dýrka Rod," segir Daníel að lokum. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Kim féll Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira