Ég sker mig inn að beini 7. október 2010 13:00 einlægur Logi Geirsson leggur spilin á borðið í bók sem kemur út á sunnudaginn. „Þessi bók er eins einlæg og djúp og hægt er. Ég kemst ekki nær mér og sker mig inn að beini," segir handboltakappinn Logi Geirsson. Logi sendir frá sér bókina 10 10 10 - atvinnumannssaga Loga Geirssonar á sunnudaginn, en þá fagnar hann einnig 28 ára afmæli sínu. Í einum af athyglisverðari köflum bókarinnar fjallar Logi um æskuár sín á afar hispurslausan hátt, en hann var seinþroska sem hafði mikil áhrif á hann. Logi viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann las umræddan kafla, enda verður hann bráðum öllum aðgengilegur í bókinni. „Jú, jú, auðvitað er það erfitt," segir hann. „Þetta er það sem ég var að keppa við alla mína æsku. En ég er ekkert að fela þetta, enda kominn með skel utan um mig eins og fullorðinn maður. Þetta var stórt mál fyrir mig. Mig langaði að sýna fólki að ég er ekki bara maðurinn sem það sér í fjölmiðlum. Undir niðri eru allir viðkvæmar sálir." Logi telur að margir eigi eftir að finna sig í bókinni og að með henni sé hann að sýna gott fordæmi. „Það er gaman fyrir þá sem eru ekki bestir í yngri flokkunum að vita að maður á ekki að hætta, heldur fara sínar eigin leiðir," segir hann. „Mér fannst vanta svona bók. Það er stundum sagt að ef það er ekki til bók sem mann langar hrikalega að lesa sjálfur, þá skrifi maður hana bara sjálfur." Logi ítrekar að bókin sé ekki ævisaga heldur fjalli hún um atvinnumennskuna og allt sem tengist henni. „Ég tala miklu meira um erfiðleikana og tilfinninguna að vera atvinnumaður heldur en að fara yfir hvernig mér gekk í einstaka leikjum," segir hann. „Ég er ekki að tala um hvað ég skoraði mörg mörk, þó ég hrósi mér á einstaka stað í bókinni - það er bara eins og ég er." Þú telur ekki upp hvenær þú varst maður leiksins? „Nei, þetta eru skuggahliðarnar og það sem fólk sér ekki þegar það horfir á sjónvarpið og sér persónuna Loga Geirsson spila. Mig langar að sýna hvað er þarna á bak við. Allur undirbúningur, í hverju maður er að lenda rétt fyrir leiki." atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
„Þessi bók er eins einlæg og djúp og hægt er. Ég kemst ekki nær mér og sker mig inn að beini," segir handboltakappinn Logi Geirsson. Logi sendir frá sér bókina 10 10 10 - atvinnumannssaga Loga Geirssonar á sunnudaginn, en þá fagnar hann einnig 28 ára afmæli sínu. Í einum af athyglisverðari köflum bókarinnar fjallar Logi um æskuár sín á afar hispurslausan hátt, en hann var seinþroska sem hafði mikil áhrif á hann. Logi viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann las umræddan kafla, enda verður hann bráðum öllum aðgengilegur í bókinni. „Jú, jú, auðvitað er það erfitt," segir hann. „Þetta er það sem ég var að keppa við alla mína æsku. En ég er ekkert að fela þetta, enda kominn með skel utan um mig eins og fullorðinn maður. Þetta var stórt mál fyrir mig. Mig langaði að sýna fólki að ég er ekki bara maðurinn sem það sér í fjölmiðlum. Undir niðri eru allir viðkvæmar sálir." Logi telur að margir eigi eftir að finna sig í bókinni og að með henni sé hann að sýna gott fordæmi. „Það er gaman fyrir þá sem eru ekki bestir í yngri flokkunum að vita að maður á ekki að hætta, heldur fara sínar eigin leiðir," segir hann. „Mér fannst vanta svona bók. Það er stundum sagt að ef það er ekki til bók sem mann langar hrikalega að lesa sjálfur, þá skrifi maður hana bara sjálfur." Logi ítrekar að bókin sé ekki ævisaga heldur fjalli hún um atvinnumennskuna og allt sem tengist henni. „Ég tala miklu meira um erfiðleikana og tilfinninguna að vera atvinnumaður heldur en að fara yfir hvernig mér gekk í einstaka leikjum," segir hann. „Ég er ekki að tala um hvað ég skoraði mörg mörk, þó ég hrósi mér á einstaka stað í bókinni - það er bara eins og ég er." Þú telur ekki upp hvenær þú varst maður leiksins? „Nei, þetta eru skuggahliðarnar og það sem fólk sér ekki þegar það horfir á sjónvarpið og sér persónuna Loga Geirsson spila. Mig langar að sýna hvað er þarna á bak við. Allur undirbúningur, í hverju maður er að lenda rétt fyrir leiki." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira