Tom Cruise rænir leikara af Jóni Atla 21. október 2010 07:00 Leikur með Cruise Tom Cruise fékk Michael Nyqvist til að leika í Mission: Imposs-ible 4 og því þurfti að fresta uppsetningu á Djúpinu eftir Jón Atla í Svíþjóð. „Þetta er bara svona, maður verður að taka þessu," segir Jón Atli Jónasson, leikskáld og leikstjóri. Jón Atli er að leggja lokahönd á leiksýninguna Mojito sem hann leikstýrir og skrifar sjálfur og verður frumsýnd í Tjarnarbíói á næstunni. Jón Atli var líka langleiðina kominn með að setja upp einleikinn Djúpið í Svíþjóð með sænsku stórstjörnunni Michael Nyqvist. Nyqist er hvað þekktastur fyrir leik sinn í spennumyndunum um Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander eftir Millennium-þríleik Stiegs Larsson. „En svo hringdi hann bara í mig frá Hollywood og sagði að við þyrftum að fresta þessu í hálft ár, hann væri að fara að leika í Mission: Impossible 4," segir Jón Atli en eins og flestum ætti að vera kunnugt um eru þær myndir hugarfóstur Tom Cruise, hinnar smávöxnu stórstjörnu. Leiðir Jóns og Nyqvists lágu saman fyrir um ári. „Ég setti upp Djúpið í Skotlandi og langaði til að prófa að fara með það aðeins víðar. Ég sendi honum því bara handritið og hann varð svona hrifinn að hann bauð mér heim til sín í mat í Svíþjóð þar sem ég hitti hann og fjölskylduna hans. Og síðan þá höfum við verið að vinna að því að láta þetta gerast." Örlögin gripu hins vegar í taumana og Nyqvist er nú á leið til Hollywood eins og annar samstarfsfélagi Jóns Atla, Baltasar Kormákur. „Þeir tveir eiga þetta báðir skilið, þetta eru miklir hæfileikamenn." - fgg Lífið Menning Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
„Þetta er bara svona, maður verður að taka þessu," segir Jón Atli Jónasson, leikskáld og leikstjóri. Jón Atli er að leggja lokahönd á leiksýninguna Mojito sem hann leikstýrir og skrifar sjálfur og verður frumsýnd í Tjarnarbíói á næstunni. Jón Atli var líka langleiðina kominn með að setja upp einleikinn Djúpið í Svíþjóð með sænsku stórstjörnunni Michael Nyqvist. Nyqist er hvað þekktastur fyrir leik sinn í spennumyndunum um Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander eftir Millennium-þríleik Stiegs Larsson. „En svo hringdi hann bara í mig frá Hollywood og sagði að við þyrftum að fresta þessu í hálft ár, hann væri að fara að leika í Mission: Impossible 4," segir Jón Atli en eins og flestum ætti að vera kunnugt um eru þær myndir hugarfóstur Tom Cruise, hinnar smávöxnu stórstjörnu. Leiðir Jóns og Nyqvists lágu saman fyrir um ári. „Ég setti upp Djúpið í Skotlandi og langaði til að prófa að fara með það aðeins víðar. Ég sendi honum því bara handritið og hann varð svona hrifinn að hann bauð mér heim til sín í mat í Svíþjóð þar sem ég hitti hann og fjölskylduna hans. Og síðan þá höfum við verið að vinna að því að láta þetta gerast." Örlögin gripu hins vegar í taumana og Nyqvist er nú á leið til Hollywood eins og annar samstarfsfélagi Jóns Atla, Baltasar Kormákur. „Þeir tveir eiga þetta báðir skilið, þetta eru miklir hæfileikamenn." - fgg
Lífið Menning Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira