Myndband Berndsen á kvikmyndahátíðina í LA 6. maí 2010 09:00 Davíð og Helgi stefna á að fara til Los Angeles og sýna myndbandið við lagið Supertime. Fréttablaðið/Anton „Það var hringt í leikstjórann og beðið um að fá að sýna myndbandið. Svo fórum við að skoða hvað var hátíðinni og þá voru þar risanöfn. Ég var bara sjitt! - fékk sjokk þegar ég sá þau," segir söngvarinn Davíð Berndsen. Myndbandið við Supertime, lag Berndsens, hefur verið valið til sýningar á kvikmyndahátíðinni Los Angeles Film Festival í júní. Hátíðin er ein sú stærsta í heiminum sem sýnir óháðar myndir, en á hátíðinni er sérdagskrá helguð tónlistarmyndböndum. Berndsen er þar í fríðu föruneyti því myndbönd Bobs Dylan og hljómsveitanna MGMT og Coldplay eru í sama flokki. Myndbandinu var leikstýrt af Helga Jóhannssyni og hefur hann verið beðinn um að mæta á hátíðina og taka þátt í pallborðsumræðu um myndbandið og framleiðslu þess. „Við stefnum báðir að því að fara á hátíðina, ef kreppan nær ekki að koma í veg fyrir það," segir Berndsen og bætir við að um góða kynningu sé að ræða þar sem um 80.000 gestir séu væntanlegir á hátíðina. Myndbandið við Supertime hefur vakið talsverða athygli síðan það var frumsýnt í ágúst í fyrra. Myndbandið hefur verið skoðað um 250.000 sinnum á Youtube og fylgdi einnig með snjóbrettamyndinni The Came From sem hefur verið dreift víða um heim. - afb Myndbandið má sjá hér á YouTube. Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Það var hringt í leikstjórann og beðið um að fá að sýna myndbandið. Svo fórum við að skoða hvað var hátíðinni og þá voru þar risanöfn. Ég var bara sjitt! - fékk sjokk þegar ég sá þau," segir söngvarinn Davíð Berndsen. Myndbandið við Supertime, lag Berndsens, hefur verið valið til sýningar á kvikmyndahátíðinni Los Angeles Film Festival í júní. Hátíðin er ein sú stærsta í heiminum sem sýnir óháðar myndir, en á hátíðinni er sérdagskrá helguð tónlistarmyndböndum. Berndsen er þar í fríðu föruneyti því myndbönd Bobs Dylan og hljómsveitanna MGMT og Coldplay eru í sama flokki. Myndbandinu var leikstýrt af Helga Jóhannssyni og hefur hann verið beðinn um að mæta á hátíðina og taka þátt í pallborðsumræðu um myndbandið og framleiðslu þess. „Við stefnum báðir að því að fara á hátíðina, ef kreppan nær ekki að koma í veg fyrir það," segir Berndsen og bætir við að um góða kynningu sé að ræða þar sem um 80.000 gestir séu væntanlegir á hátíðina. Myndbandið við Supertime hefur vakið talsverða athygli síðan það var frumsýnt í ágúst í fyrra. Myndbandið hefur verið skoðað um 250.000 sinnum á Youtube og fylgdi einnig með snjóbrettamyndinni The Came From sem hefur verið dreift víða um heim. - afb Myndbandið má sjá hér á YouTube.
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira