Bankarnir „teknir yfir af glæpamönnum“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. ágúst 2010 18:30 Davíð Oddsson seðlabankastjóri tjáði mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu verið „teknir yfir af glæpamönnum", sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þetta kemur fram á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors sem opnaði í dag. Margt forvitnilegt er að finna á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors á slóðinni btb.is. Björgólfur Thor segir að tilgangurinn með síðunni sé að miðla upplýsingum um viðskipti sín á Íslandi. Á vefsíðunni kemur fram að Björgólfur Thor hafi lagt mikla áherslu á að sameina Straum og Landsbankann árin fyrir hrun og fjórum til fimm sinnum hafi slíkar samrunatilraunir misheppnast, en ætlunin hafi verið að William Fall, forstjóri Straums, yrði forstjóri sameinaðs banka. Ítarlega er fjallað um Actavis og þar segir að eftir að eftir að Björgólfur Thor keypti aðra hluthafa út hafi komið í ljós að rekstraráætlanir stjórnenda hafi engan veginn staðist og því hafi verið tekin ákvörðun um að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi árið 2008. Í greinargerð um aðdraganda falls Landsbankans sem er að finna á vefsíðunni er vitnað til minnisblaðs og ónafngreindra heimildarmanna að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi tjáð mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu „verið teknir yfir af glæpamönnum," sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þá segir í greinargerðinni að fyrir liggi vitnisburðir þriggja manna úr ólíkum áttum sem áttu samtöl við Davíð og segja að boðskapur hans hafi verið skýr, bönkunum yrði ekki bjargað. Þá hefði hann einnig látið þess getið að hann stæði sjálfur persónulega í vegi fyrir því að tekið yrði stórt erlent lán til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann, að því er fram kemur í greinargerðinni sem er rituð af Birni Jóni Bragasyni, sagnfræðingi. Björgólfur Thor víkur sérstaklega að Icesave-reikningum Landsbankans undir þeim lið síðunnar er rekur viðskipti hans og eignarhald á bankanum árin 2002-2008. Björgólfur segist ekki bera ábyrgð á Icesave, enda hafi hann ekki stýrt Landsbankanum þó hann væri stór hluthafi. Síðan segir hann: „Það, að stjórnmálamenn kjósi nú að gera Icesave og Landsbankann að blóraböggli, er á engan hátt eðlilegt, einkum þegar haft er í huga að formleg ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave skuldbindingum kom til eftir að ríkisvaldið tók yfir Landsbankann og stjórnmálamenn hófu bein afskipti a(f) málefnum bankans.“ Margt annað forvitnilegt kemur fram á síðunni, t.d að íslenskir stjórnmálamenn, þeirra á meðal forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, hafi beðið Björgólf Thor um að koma heim til Íslands dagana fyrir bankahrunið, en hann hafi fyrst þá gert sér grein fyrir því hversu alvarleg staðan væri orðin. Skroll-Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri tjáði mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu verið „teknir yfir af glæpamönnum", sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þetta kemur fram á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors sem opnaði í dag. Margt forvitnilegt er að finna á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors á slóðinni btb.is. Björgólfur Thor segir að tilgangurinn með síðunni sé að miðla upplýsingum um viðskipti sín á Íslandi. Á vefsíðunni kemur fram að Björgólfur Thor hafi lagt mikla áherslu á að sameina Straum og Landsbankann árin fyrir hrun og fjórum til fimm sinnum hafi slíkar samrunatilraunir misheppnast, en ætlunin hafi verið að William Fall, forstjóri Straums, yrði forstjóri sameinaðs banka. Ítarlega er fjallað um Actavis og þar segir að eftir að eftir að Björgólfur Thor keypti aðra hluthafa út hafi komið í ljós að rekstraráætlanir stjórnenda hafi engan veginn staðist og því hafi verið tekin ákvörðun um að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi árið 2008. Í greinargerð um aðdraganda falls Landsbankans sem er að finna á vefsíðunni er vitnað til minnisblaðs og ónafngreindra heimildarmanna að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi tjáð mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu „verið teknir yfir af glæpamönnum," sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þá segir í greinargerðinni að fyrir liggi vitnisburðir þriggja manna úr ólíkum áttum sem áttu samtöl við Davíð og segja að boðskapur hans hafi verið skýr, bönkunum yrði ekki bjargað. Þá hefði hann einnig látið þess getið að hann stæði sjálfur persónulega í vegi fyrir því að tekið yrði stórt erlent lán til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann, að því er fram kemur í greinargerðinni sem er rituð af Birni Jóni Bragasyni, sagnfræðingi. Björgólfur Thor víkur sérstaklega að Icesave-reikningum Landsbankans undir þeim lið síðunnar er rekur viðskipti hans og eignarhald á bankanum árin 2002-2008. Björgólfur segist ekki bera ábyrgð á Icesave, enda hafi hann ekki stýrt Landsbankanum þó hann væri stór hluthafi. Síðan segir hann: „Það, að stjórnmálamenn kjósi nú að gera Icesave og Landsbankann að blóraböggli, er á engan hátt eðlilegt, einkum þegar haft er í huga að formleg ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave skuldbindingum kom til eftir að ríkisvaldið tók yfir Landsbankann og stjórnmálamenn hófu bein afskipti a(f) málefnum bankans.“ Margt annað forvitnilegt kemur fram á síðunni, t.d að íslenskir stjórnmálamenn, þeirra á meðal forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, hafi beðið Björgólf Thor um að koma heim til Íslands dagana fyrir bankahrunið, en hann hafi fyrst þá gert sér grein fyrir því hversu alvarleg staðan væri orðin.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira