Gillzenegger byrjaður á þriðju bókinni 29. apríl 2010 13:00 Egill Einarsson er byrjaður á þriðju bókinni sinni um mannasiði. Bókin kemur út um næstu jól og verður í ætt við fyrri bækur rithöfundarins. Fréttablaðið/GVA Egill Einarsson, oftast kallaður Gillz, Þykki eða Störe, er að komast í hóp afkastamestu rithöfunda landsins. Hann er nefnilega byrjaður á þriðju bókinni sinni. Síðasta bók Egils, Mannasiðabókin, seldist í bílförmum um síðustu jól og komst meðal annars í efstu sæti metsölulista Eymundsson. Egill segir það hafa legið beint við að gefa út þriðju bókina en bókaútgáfan hófst með útgáfu Biblíu fallega fólksins. „Ég settist bara niður í Mónakó, fékk mér latté, horfði á snekkjurnar og skrifaði innganginn," segir Egill sem var hins vegar staddur í Kaupmannahöfn þegar Fréttablaðið náði tali af honum en eins og komið hefur fram keppti kraftajötunninn á pókermóti í smáríkinu ásamt tvíeykinu Sveppa og Audda. Ekki var útséð með hvenær þeir kappar kæmust heim því allt flug til og frá Íslandi lá niðri vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Egill hefur, eins og alltaf, fulla trú á verkefninu og telur næsta víst að þriðja bókin verði sú besta í röðinni. „Ég er metsöluhöfundur og þessi bók á eftir að seljast miklu betur en sú síðasta. Sem var þó metsölubók," segir Egill sem telur það hafa legið nokkuð ljóst fyrir að tvær bækur myndu ekki nægja til að bæta íslenska karlkynið. „Nei, þrjátíu til fjörutíu ættu að vera nóg. Ég ætla allavega að halda áfram að skrifa því ég hef svo gaman af þessu og á meðan mér finnst þetta skemmtilegt þá verða bækurnar líka skemmtilegar. En ég hætti um leið og þetta verður leiðinlegt." Egill hefur lengi verið talsmaður þess að raka sig að neðan. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að rakstur í kringum kynfærin auki líkur á svokallaðri HPV-veiru eða vörtuveiru. Egill segist ekki kannast við slíka veiru og hyggst ekki láta af rakstrinum og áróðri fyrir ágæti hans. „Ég hef gert þetta í tólf ár og hef aldrei fengið kynfæravörtur og leyfi mér að fullyrða að ég muni aldrei fá þær," segir Egill, brattur að venju. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Egill Einarsson, oftast kallaður Gillz, Þykki eða Störe, er að komast í hóp afkastamestu rithöfunda landsins. Hann er nefnilega byrjaður á þriðju bókinni sinni. Síðasta bók Egils, Mannasiðabókin, seldist í bílförmum um síðustu jól og komst meðal annars í efstu sæti metsölulista Eymundsson. Egill segir það hafa legið beint við að gefa út þriðju bókina en bókaútgáfan hófst með útgáfu Biblíu fallega fólksins. „Ég settist bara niður í Mónakó, fékk mér latté, horfði á snekkjurnar og skrifaði innganginn," segir Egill sem var hins vegar staddur í Kaupmannahöfn þegar Fréttablaðið náði tali af honum en eins og komið hefur fram keppti kraftajötunninn á pókermóti í smáríkinu ásamt tvíeykinu Sveppa og Audda. Ekki var útséð með hvenær þeir kappar kæmust heim því allt flug til og frá Íslandi lá niðri vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Egill hefur, eins og alltaf, fulla trú á verkefninu og telur næsta víst að þriðja bókin verði sú besta í röðinni. „Ég er metsöluhöfundur og þessi bók á eftir að seljast miklu betur en sú síðasta. Sem var þó metsölubók," segir Egill sem telur það hafa legið nokkuð ljóst fyrir að tvær bækur myndu ekki nægja til að bæta íslenska karlkynið. „Nei, þrjátíu til fjörutíu ættu að vera nóg. Ég ætla allavega að halda áfram að skrifa því ég hef svo gaman af þessu og á meðan mér finnst þetta skemmtilegt þá verða bækurnar líka skemmtilegar. En ég hætti um leið og þetta verður leiðinlegt." Egill hefur lengi verið talsmaður þess að raka sig að neðan. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að rakstur í kringum kynfærin auki líkur á svokallaðri HPV-veiru eða vörtuveiru. Egill segist ekki kannast við slíka veiru og hyggst ekki láta af rakstrinum og áróðri fyrir ágæti hans. „Ég hef gert þetta í tólf ár og hef aldrei fengið kynfæravörtur og leyfi mér að fullyrða að ég muni aldrei fá þær," segir Egill, brattur að venju. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira