Lærðu að gera kattaraugu eins og Kate 9. desember 2010 17:00 Kate með kisuaugun. Kate Moss er fyrirmynd margra í klæðnaði og förðun. Hún skartar oftar en ekki svokölluðum kisuaugum. Svanhvít Valgeirsdóttir, yfirkennari hjá Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar, sýnir hvernig mála má slík augu með auðveldum hætti. „Svona kisuaugu, eða „smoky longeye" eins og þetta er líka kallað er mikið í tísku núna og er reyndar mjög klassísk augnförðun," segir Svanhvít og bætir við að allir geti lært að mála sig með þessum hætti. „Enda er þetta auðveldasta augnmálningin til að læra," segir hún. Svanhvít segir kattaraugun klæða alla og að „smoky longeye" séu sérstaklega flott þegar við hátíðleg tilefni. „Þau henta líka vel konum með þyngri augnlok sem oft er erfitt að skyggja fallega," segir hún og tekur fyrirsætuna Claudiu Schiffer sem dæmi. Svanhvít notaði vörur frá No Name sem hún heldur mikið upp á, sérstaklega augngel og augnabrúnatúss, enda segir hún miklu máli skipta að augabrúnirnar séu vel mótaðar. „Þá er einnig mikilvægt að muna að þegar augnmálningin er svona áberandi ætti að mála varirnar með ljósari varalit," segir hún að lokum. solveig@frettabladid.is Upphaf. Gott er að nota þrjá bursta við þessa förðun. Mjúkan bursta til að blanda, aðeins flatari og harðari til að bera á, og svo einn fyrir eyeliner-línuna.Ég byrjaði á því að setja ljósdrappaðan augnskugga undir augabrúnirnar, niður að augnbeini.Síðan setti ég dökkan augnskugga á allt augnlokið og aðeins undir augun. Þá dreifði ég honum svolítið út til að ná þessari kattarlögun.Ég setti síðan krem-eyeliner í kringum augað og dró hann líka út og blandaði honum síðan upp í dökka augnskuggann.Svo notaði ég svartan augnskugga til að gera þynnstu línuna kringum augun.Einnig er hægt að nota svartan púðurblýant eða blautan eyeliner ef konur vilja hafa línuna mjög sterka. Svanhvít segir kattaraugu henta vel við sérstök tilefni.fréttablaðið/antonSvanhvít segir kattaraugu henta vel við sérstök tilefni.Að lokum eru tvær til þrjár umferðir af svörtum maskara bornar á augnhárin til að gera þau löng og þétt. Einnig er hægt að nota gerviaugnhár við sérstök tilefni. Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Kate Moss er fyrirmynd margra í klæðnaði og förðun. Hún skartar oftar en ekki svokölluðum kisuaugum. Svanhvít Valgeirsdóttir, yfirkennari hjá Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar, sýnir hvernig mála má slík augu með auðveldum hætti. „Svona kisuaugu, eða „smoky longeye" eins og þetta er líka kallað er mikið í tísku núna og er reyndar mjög klassísk augnförðun," segir Svanhvít og bætir við að allir geti lært að mála sig með þessum hætti. „Enda er þetta auðveldasta augnmálningin til að læra," segir hún. Svanhvít segir kattaraugun klæða alla og að „smoky longeye" séu sérstaklega flott þegar við hátíðleg tilefni. „Þau henta líka vel konum með þyngri augnlok sem oft er erfitt að skyggja fallega," segir hún og tekur fyrirsætuna Claudiu Schiffer sem dæmi. Svanhvít notaði vörur frá No Name sem hún heldur mikið upp á, sérstaklega augngel og augnabrúnatúss, enda segir hún miklu máli skipta að augabrúnirnar séu vel mótaðar. „Þá er einnig mikilvægt að muna að þegar augnmálningin er svona áberandi ætti að mála varirnar með ljósari varalit," segir hún að lokum. solveig@frettabladid.is Upphaf. Gott er að nota þrjá bursta við þessa förðun. Mjúkan bursta til að blanda, aðeins flatari og harðari til að bera á, og svo einn fyrir eyeliner-línuna.Ég byrjaði á því að setja ljósdrappaðan augnskugga undir augabrúnirnar, niður að augnbeini.Síðan setti ég dökkan augnskugga á allt augnlokið og aðeins undir augun. Þá dreifði ég honum svolítið út til að ná þessari kattarlögun.Ég setti síðan krem-eyeliner í kringum augað og dró hann líka út og blandaði honum síðan upp í dökka augnskuggann.Svo notaði ég svartan augnskugga til að gera þynnstu línuna kringum augun.Einnig er hægt að nota svartan púðurblýant eða blautan eyeliner ef konur vilja hafa línuna mjög sterka. Svanhvít segir kattaraugu henta vel við sérstök tilefni.fréttablaðið/antonSvanhvít segir kattaraugu henta vel við sérstök tilefni.Að lokum eru tvær til þrjár umferðir af svörtum maskara bornar á augnhárin til að gera þau löng og þétt. Einnig er hægt að nota gerviaugnhár við sérstök tilefni.
Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira