Horfur á sögulegum Formúlu 1 spennutrylli 14. nóvember 2010 00:01 Christian Horner hjá meistaraliði Red Bull og Martin Whitmarsh ræða málin. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir horfur á spennandi og einstakri Formúlu 1 keppni í Abu Dhabi á sunnudag þar sem fjórir ökumenn keppa til úrslita um heimsmeistaratitil ökumanna. Það hefur aldrei gerst í 60 ára sögu Formúlu 1 að fjórir ökumenn hafi átt möguleika í síðustu keppni ársins á titli. Síðan getur Sebastian Vettel orðið yngsti ökumaður sögunnar og tekið þá nafnbót af Lewis Hamilton hjá McLaren frá árinu 2008. "Þetta getur orðið einn mesti spennutryllir í sögu Formúlu 1 og ég er viss um að áhorfendur á staðnum og sjónvarpsáhorfendur verða allir á nálum. Þetta gæti orðið afar dramatísk íþróttakeppni", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu, Hamilton við hlið hans, þá koma Fernando Alonso á Ferrari, Jenson Button á McLaren og Mark Webber á Red Bull. Fjórir af fimm þeirra eiga möguleika á titlinum, en ekki Button. "Lewis og Jenson ók stórvel í tímatökunni og Hamilton tapaði fremsta stað á ráslínu með örfáum sekúndubrotum og það eru nokkur vonbrigði. Hann hefur aðeins eitt markmið, sigur og 25 stig. Hann varður með samkeppnisfæran bíl og verður í standi til að ná árangri. Þá gæti Jenson náð góðum árangri og tryggt McLaren annað sætið í keppni bílasmiða", sagði Whitmarsh. Bein útsending frá kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag er í beinni útsendingu kl. 12.30 á sunnudag og þátturinn Endamarkið fylgir í kjölfarið, þar sem farið verður yfir allt sem gerðist í mótinu og það sem er framundan 2011. Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir horfur á spennandi og einstakri Formúlu 1 keppni í Abu Dhabi á sunnudag þar sem fjórir ökumenn keppa til úrslita um heimsmeistaratitil ökumanna. Það hefur aldrei gerst í 60 ára sögu Formúlu 1 að fjórir ökumenn hafi átt möguleika í síðustu keppni ársins á titli. Síðan getur Sebastian Vettel orðið yngsti ökumaður sögunnar og tekið þá nafnbót af Lewis Hamilton hjá McLaren frá árinu 2008. "Þetta getur orðið einn mesti spennutryllir í sögu Formúlu 1 og ég er viss um að áhorfendur á staðnum og sjónvarpsáhorfendur verða allir á nálum. Þetta gæti orðið afar dramatísk íþróttakeppni", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu, Hamilton við hlið hans, þá koma Fernando Alonso á Ferrari, Jenson Button á McLaren og Mark Webber á Red Bull. Fjórir af fimm þeirra eiga möguleika á titlinum, en ekki Button. "Lewis og Jenson ók stórvel í tímatökunni og Hamilton tapaði fremsta stað á ráslínu með örfáum sekúndubrotum og það eru nokkur vonbrigði. Hann hefur aðeins eitt markmið, sigur og 25 stig. Hann varður með samkeppnisfæran bíl og verður í standi til að ná árangri. Þá gæti Jenson náð góðum árangri og tryggt McLaren annað sætið í keppni bílasmiða", sagði Whitmarsh. Bein útsending frá kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag er í beinni útsendingu kl. 12.30 á sunnudag og þátturinn Endamarkið fylgir í kjölfarið, þar sem farið verður yfir allt sem gerðist í mótinu og það sem er framundan 2011.
Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira