Maður ársins í viðskiptum: Lee Buchheit 29. desember 2010 12:00 Lee Buchheit. Alls voru 24 einstaklingar tilnefndir í flokk þeirra sem þóttu hafa skarað fram úr í viðskiptalífinu á árinu sem er að líða. Dómnefndin var skipuð þrettán einstaklingum sem snerta viðskiptalífið með einum eða öðrum hætti, háskólakennarar eða stjórnendur í atvinnulífinu. Hún hafði frjálsar hendur um val bæði þeirra sem hún taldi hafa skarað fram úr á árinu auk bestu og verstu viðskipta ársins. Hver átti að tilnefna þrjá sem hann taldi hafa staðið upp úr. Sá sem fyrstur varð fyrir valinu fékk þrjú stig, sá næsti tvö stig og sá þriðji eitt. Erfitt ár í viðskiptalífinu í skugga gjaldeyrishafta, fjárhagslegrar endurskipulagningar og varhugur samfélagsins gagnvart þeim sem standa upp úr endurspeglast í vali dómnefndar Markaðarins. Undantekning var ef tveir úr dómnefnd tilnefndu sama einstaklinginn, hvað þá að þeir settu viðkomandi í fyrsta sæti í vali sínu. Hér er gerð grein fyrir þeim sem dómnefnd Markaðarins tilnefndi fyrir afrek sín á sviði viðskiptalífsins á árinu. 1. sæti: Lee C. BuchheitLee C. Buchheit, formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, var af álitsgjöfum Markaðarins talinn sá einstaklingur sem hefði mestu áorkað fyrir íslenskt viðskiptalíf á árinu. Samninganefndin, undir forystu Buchheit, kynnti nýtt samkomulag í Icesave-deilunni í byrjun desember sem þótti mun hagstæðara fyrir þjóðina en fyrri samningar.Lee C. Buchheit var svo sannarlega ekki á hvers manns vörum á Íslandi í upphafi ársins 2010. Alþingi hafði nýlokið við að samþykkja samning um lausn á Icesave-deilunni sem mikil andstaða var við í þjóðfélaginu. Hinn 5. janúar neitaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að skrifa undir samninginn og vísaði honum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar var samningnum hafnað og lausn á Icesave-málinu virtist í kjölfarið eins fjarlæg og nokkru sinni. Það var inn í þessa atburðarás sem þessi hógværi bandaríski lögmaður gekk í febrúar síðastliðnum.Buchheit hafði fylgst vel með framvindu Icesave-deilunnar frá því að hann kom hingað til lands í boði stjórnvalda í desember 2008. Hann hefur gert skuldamál þjóðríkja að ævistarfi sínu og fannst Icesave-málið strax frá upphafi áhugavert vegna þeirra starfa. Buchheit var fenginn til að leiða nýja samninganefnd Íslands í deilunni í febrúar og eftir því sem árið leið bárust reglulega fréttir af fundum í London en enginn vissi í raun hvað var að eiga sér stað í samningaviðræðunum. Í byrjun desember kynnti nefndin svo niðurstöður viðræðanna og hlaut í kjölfarið lof úr öllum kimum samfélagsins. Samningurinn sem nefndin kom með til Íslands var langtum hagstæðari en fyrri samningar og gaf þjóðinni von um að loks sæi fyrir endann á þessari langvinnu deilu.Þessi árangur samninganefndarinnar undir forystu Buchheits þótti svo góður að þó að hann sé strangt til tekið ekki þátttakandi í íslensku viðskiptalífi fannst álitsgjöfum Fréttablaðsins hann engu að síður vera sá einstaklingur sem hefði mestu áorkað fyrir íslenskt viðskiptalíf. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Buchheit vegna útnefningarinnar sagðist hann djúpt snortinn. Það væri þó rangt að útnefna sig sem einstakling þar sem hann hefði ekki veitt nefndinni eiginlega forystu, nefndin í heild sinni ætti útnefninguna heldur skilda.2. sæti: Hilmar V. PéturssonHilmar V. Pétursson hefur síðastliðin sex ár verið forstjóri tölvuleikjaframleiðandans CCP sem á og rekur fjölþátttökuleikinn EVE Online, sem sló met í hittifyrra þegar áskrifendur urðu 320 þúsund talsins, eða rúmlega allir Íslendingar. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og þekkja þeir sem starfað hafa hjá fyrirtækinu frá upphafi hvað það þýðir að eiga við krefjandi aðstæður að etja. Hilmar er þar á meðal. CCP rekur skrifstofur í Bandaríkjunum, Bretlandi og í Kína og er með nokkra leiki í smíðum, þar á meðal skotleikinn Dust 514, sem sagður er valda byltingu í tölvuleikjageiranum.Hilmar var maður ársins í viðskiptalífinu í fyrra ásamt Jóni Sigurðssyni, forstjóra stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Um Hilmar sagði einn í dómnefnd Markaðarins: „Þeir eru fáir sem átta sig á því hvað CCP er að gera ótrúlega hluti. EVE Online er einstakt fyrirtæki í leikjaheiminum. Áskriftartekjurnar mala gull fyrir fyrirtækið. Hilmar og félagar tefla samt djarft og allur ágóði rennur í þróun næstu leikja og í hraðan vöxt. Þrautseigjan við að koma fyrirtækin á þann stað sem það er á núna er aðdáunarverð og gefur góð fyrirheit um framtíðina.“3. sæti: Jón Á. ÞorsteinssonMarorka hefur síðastliðin tólf ár unnið að þróun og framleiðslu á orkustjórnunarkerfi fyrir skip með það að marki að draga úr olíunotkun skipa og þar með eldsneytiskostnaði og mengun. Hugmyndin að fyrirtækinu spratt upp úr doktorsverkefni stofnandans og framkvæmdastjórans Jóns Ágústs Þorsteinssonar þegar hann var við námi í vélaverkfræði við Álaborgarháskóla. Kerfi Marorku hafa verið sett upp í skip af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrirtækið hefur vaxið hægt og bítandi. Einn í dómnefnd Markaðarins telur fyrirtækið geta vaxið frekar á næstu árum í takt við hækkandi orkuverð.Margt er fram undan hjá Marorku en Jón Ágúst greindi frá því í maí að fyrirtækið stefndi að skráningu á First North-hliðarmarkaðinn hér og í Ósló í Noregi í mars á næsta ári. Gangi það eftir verður skráning fyrirtækisins sú fyrsta hér síðan Skipti, móðurfélag Símans, var skráð á markað í Kauphöllina 19. mars 2008. Icesave Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Sjá meira
Alls voru 24 einstaklingar tilnefndir í flokk þeirra sem þóttu hafa skarað fram úr í viðskiptalífinu á árinu sem er að líða. Dómnefndin var skipuð þrettán einstaklingum sem snerta viðskiptalífið með einum eða öðrum hætti, háskólakennarar eða stjórnendur í atvinnulífinu. Hún hafði frjálsar hendur um val bæði þeirra sem hún taldi hafa skarað fram úr á árinu auk bestu og verstu viðskipta ársins. Hver átti að tilnefna þrjá sem hann taldi hafa staðið upp úr. Sá sem fyrstur varð fyrir valinu fékk þrjú stig, sá næsti tvö stig og sá þriðji eitt. Erfitt ár í viðskiptalífinu í skugga gjaldeyrishafta, fjárhagslegrar endurskipulagningar og varhugur samfélagsins gagnvart þeim sem standa upp úr endurspeglast í vali dómnefndar Markaðarins. Undantekning var ef tveir úr dómnefnd tilnefndu sama einstaklinginn, hvað þá að þeir settu viðkomandi í fyrsta sæti í vali sínu. Hér er gerð grein fyrir þeim sem dómnefnd Markaðarins tilnefndi fyrir afrek sín á sviði viðskiptalífsins á árinu. 1. sæti: Lee C. BuchheitLee C. Buchheit, formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, var af álitsgjöfum Markaðarins talinn sá einstaklingur sem hefði mestu áorkað fyrir íslenskt viðskiptalíf á árinu. Samninganefndin, undir forystu Buchheit, kynnti nýtt samkomulag í Icesave-deilunni í byrjun desember sem þótti mun hagstæðara fyrir þjóðina en fyrri samningar.Lee C. Buchheit var svo sannarlega ekki á hvers manns vörum á Íslandi í upphafi ársins 2010. Alþingi hafði nýlokið við að samþykkja samning um lausn á Icesave-deilunni sem mikil andstaða var við í þjóðfélaginu. Hinn 5. janúar neitaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að skrifa undir samninginn og vísaði honum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar var samningnum hafnað og lausn á Icesave-málinu virtist í kjölfarið eins fjarlæg og nokkru sinni. Það var inn í þessa atburðarás sem þessi hógværi bandaríski lögmaður gekk í febrúar síðastliðnum.Buchheit hafði fylgst vel með framvindu Icesave-deilunnar frá því að hann kom hingað til lands í boði stjórnvalda í desember 2008. Hann hefur gert skuldamál þjóðríkja að ævistarfi sínu og fannst Icesave-málið strax frá upphafi áhugavert vegna þeirra starfa. Buchheit var fenginn til að leiða nýja samninganefnd Íslands í deilunni í febrúar og eftir því sem árið leið bárust reglulega fréttir af fundum í London en enginn vissi í raun hvað var að eiga sér stað í samningaviðræðunum. Í byrjun desember kynnti nefndin svo niðurstöður viðræðanna og hlaut í kjölfarið lof úr öllum kimum samfélagsins. Samningurinn sem nefndin kom með til Íslands var langtum hagstæðari en fyrri samningar og gaf þjóðinni von um að loks sæi fyrir endann á þessari langvinnu deilu.Þessi árangur samninganefndarinnar undir forystu Buchheits þótti svo góður að þó að hann sé strangt til tekið ekki þátttakandi í íslensku viðskiptalífi fannst álitsgjöfum Fréttablaðsins hann engu að síður vera sá einstaklingur sem hefði mestu áorkað fyrir íslenskt viðskiptalíf. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Buchheit vegna útnefningarinnar sagðist hann djúpt snortinn. Það væri þó rangt að útnefna sig sem einstakling þar sem hann hefði ekki veitt nefndinni eiginlega forystu, nefndin í heild sinni ætti útnefninguna heldur skilda.2. sæti: Hilmar V. PéturssonHilmar V. Pétursson hefur síðastliðin sex ár verið forstjóri tölvuleikjaframleiðandans CCP sem á og rekur fjölþátttökuleikinn EVE Online, sem sló met í hittifyrra þegar áskrifendur urðu 320 þúsund talsins, eða rúmlega allir Íslendingar. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og þekkja þeir sem starfað hafa hjá fyrirtækinu frá upphafi hvað það þýðir að eiga við krefjandi aðstæður að etja. Hilmar er þar á meðal. CCP rekur skrifstofur í Bandaríkjunum, Bretlandi og í Kína og er með nokkra leiki í smíðum, þar á meðal skotleikinn Dust 514, sem sagður er valda byltingu í tölvuleikjageiranum.Hilmar var maður ársins í viðskiptalífinu í fyrra ásamt Jóni Sigurðssyni, forstjóra stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Um Hilmar sagði einn í dómnefnd Markaðarins: „Þeir eru fáir sem átta sig á því hvað CCP er að gera ótrúlega hluti. EVE Online er einstakt fyrirtæki í leikjaheiminum. Áskriftartekjurnar mala gull fyrir fyrirtækið. Hilmar og félagar tefla samt djarft og allur ágóði rennur í þróun næstu leikja og í hraðan vöxt. Þrautseigjan við að koma fyrirtækin á þann stað sem það er á núna er aðdáunarverð og gefur góð fyrirheit um framtíðina.“3. sæti: Jón Á. ÞorsteinssonMarorka hefur síðastliðin tólf ár unnið að þróun og framleiðslu á orkustjórnunarkerfi fyrir skip með það að marki að draga úr olíunotkun skipa og þar með eldsneytiskostnaði og mengun. Hugmyndin að fyrirtækinu spratt upp úr doktorsverkefni stofnandans og framkvæmdastjórans Jóns Ágústs Þorsteinssonar þegar hann var við námi í vélaverkfræði við Álaborgarháskóla. Kerfi Marorku hafa verið sett upp í skip af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrirtækið hefur vaxið hægt og bítandi. Einn í dómnefnd Markaðarins telur fyrirtækið geta vaxið frekar á næstu árum í takt við hækkandi orkuverð.Margt er fram undan hjá Marorku en Jón Ágúst greindi frá því í maí að fyrirtækið stefndi að skráningu á First North-hliðarmarkaðinn hér og í Ósló í Noregi í mars á næsta ári. Gangi það eftir verður skráning fyrirtækisins sú fyrsta hér síðan Skipti, móðurfélag Símans, var skráð á markað í Kauphöllina 19. mars 2008.
Icesave Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Sjá meira