Þingmenn funduðu með rannsóknarnefndinni 13. apríl 2010 12:48 Frá fundi þingmannanefndarinnar í morgun. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fundur þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í morgun hafi verið fróðlegur. Hann vill ekki gefa upp hvort að rætt hafi verið um sérstaklega um landsdóm og hugsanlegar ákærur á hendur þeim sem sýndu vanrækslu í störfum sínum. Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hélt sinn fyrsta fund eftir útkomu skýrslunnar í morgun. Nefndinni er ætlað að leggja fram tillögur um lagabreytingar sem hún telur nauðsynlegar í tengslum við niðurstöður skýrslunnar. Þá ákveður nefndin hvort Alþingi leggi fram ákæru á hendur þeim þremur fyrrverandi ráðherrum sem rannsóknarnefndin segir að sýnt hafi vanrækslu í störfum sínum. Nefndin hefur umboð fram til loka þessa þings til að birta niðurstöður sínar. Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, sagði hins vegar í fréttum í gær að nefndin muni kynna niðurstöður sínar í einstökum málum um leið og þær liggi fyrir. Á fundinn mættu nefndarmenn rannsóknarnefndarinnar, þau Páll Hreinsson, Tryggvi Gunnarsson og Sigríður Benediktsdóttir. „Við vorum að dýpka þekkingu og skilning okkar á skýrslunni,“ segir Magnús Orri og bætir við að fundurinn hafi verið gagnlegur. „Við fórum yfir eintaka kafla og ræddum þá hluti sem við ætlum að skoða nánar og hvernig við viljum skipta með okkar verkum. Þetta var afar fróðlegur og upplýsandi fundur með þessu ágæta fólki sem hefur unnið þrekvirki,“ segir Magnús. Hann vill ekki greina frá því hvort rætt hafi verið um hugsanlegar ákærur á hendur þeim sem rannsóknarnefndin segir að hafi sýnt vanrækslu í störfum sínum. Hann vísar á formann nefndarinnar í því samhengi. Þingmannanefndin kemur aftur saman næstkomandi föstudag. Á fundinn koma bæði Páll og Tryggvi en Sigríður heldur af landi brott í vikunni og því verður hún ekki meða, gesta á þeim fundi. Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Þingnefnd fundar um rannsóknarskýrslu Fundur þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan níu í morgun. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi. 13. apríl 2010 09:32 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fundur þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í morgun hafi verið fróðlegur. Hann vill ekki gefa upp hvort að rætt hafi verið um sérstaklega um landsdóm og hugsanlegar ákærur á hendur þeim sem sýndu vanrækslu í störfum sínum. Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hélt sinn fyrsta fund eftir útkomu skýrslunnar í morgun. Nefndinni er ætlað að leggja fram tillögur um lagabreytingar sem hún telur nauðsynlegar í tengslum við niðurstöður skýrslunnar. Þá ákveður nefndin hvort Alþingi leggi fram ákæru á hendur þeim þremur fyrrverandi ráðherrum sem rannsóknarnefndin segir að sýnt hafi vanrækslu í störfum sínum. Nefndin hefur umboð fram til loka þessa þings til að birta niðurstöður sínar. Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, sagði hins vegar í fréttum í gær að nefndin muni kynna niðurstöður sínar í einstökum málum um leið og þær liggi fyrir. Á fundinn mættu nefndarmenn rannsóknarnefndarinnar, þau Páll Hreinsson, Tryggvi Gunnarsson og Sigríður Benediktsdóttir. „Við vorum að dýpka þekkingu og skilning okkar á skýrslunni,“ segir Magnús Orri og bætir við að fundurinn hafi verið gagnlegur. „Við fórum yfir eintaka kafla og ræddum þá hluti sem við ætlum að skoða nánar og hvernig við viljum skipta með okkar verkum. Þetta var afar fróðlegur og upplýsandi fundur með þessu ágæta fólki sem hefur unnið þrekvirki,“ segir Magnús. Hann vill ekki greina frá því hvort rætt hafi verið um hugsanlegar ákærur á hendur þeim sem rannsóknarnefndin segir að hafi sýnt vanrækslu í störfum sínum. Hann vísar á formann nefndarinnar í því samhengi. Þingmannanefndin kemur aftur saman næstkomandi föstudag. Á fundinn koma bæði Páll og Tryggvi en Sigríður heldur af landi brott í vikunni og því verður hún ekki meða, gesta á þeim fundi.
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Þingnefnd fundar um rannsóknarskýrslu Fundur þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan níu í morgun. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi. 13. apríl 2010 09:32 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Þingnefnd fundar um rannsóknarskýrslu Fundur þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan níu í morgun. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi. 13. apríl 2010 09:32