Inception er mynd ársins 29. desember 2010 13:00 Inception er besta kvikmynd ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún var einnig næstaðsóknarmesta myndin á eftir stórvirkinu Avatar. Kvikmynd Christophers Nolan, Inception, er mynd ársins 2010 samkvæmt niðurstöðu álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún bar höfuð og herðar yfir aðrar myndir og situr greinilega efst í minningu þeirra sem voru duglegir við kvikmyndaferðir á árinu. Inception hafði verið lýst sem eins konar blöndu af James Bond og The Matrix áður en hún var frumsýnd hérlendis í júlí. Þessi skotheldi kokkteill vakti strax áhuga fólks og myndin sló umsvifalaust í gegn. Tæplega sextíu þúsund manns streymdu á myndina í bíó og varð hún á endanum sú næstvinsælasta á árinu á eftir hinni ævintýralegu Avatar. Gagnrýnendur tóku Inception einnig opnum örmum og meðal annars hlaut hún fullt hús stiga hér í Fréttablaðinu, eða fimm stjörnur. Mörgum þótti þetta besta mynd leikstjórans Christopher Nolan, sem tveimur árum áður hafði sent frá sér hina gríðarvel heppnuðu Batman-mynd The Dark Knight. Auk þess að leikstýra, skrifaði Nolan handrit Inception og framleiddi hana. Í viðtölum vegna myndarinnar sagðist hann hafa vera upptekinn af draumum frá sextán ára aldri og vildi komast að því hvort hægt væri að stjórna því hvað færi um heilann í fólki á meðan það svæfi. Leikaraliðið stóð vel fyrir sínu. Leonardo DiCaprio var í aðalhlutverkinu sem Cobb sem braust inn í drauma fólks og fínir leikarar voru honum til halds og trausts, þar á meðal Ellen Page, Marion Cotillard og Tom Hardy. Niðurstaðan: Mynd ársins 2010. Aðrar kvikmyndir sem voru nefndar af álitsgjöfum Fréttablaðsins var gamandramað The Kids Are All Right, hin ítalska Le quattro volte, eða Four Times, Dogtooth frá Grikklandi, Toy Story 3 og Black Swan með Natalie Portman í aðalhlutverki, sem reyndar verður ekki frumsýnd á Íslandi fyrr en í febrúar. Athygli vekur að „Facebook-myndin" The Social Network hlaut ekkert atkvæði, sem kemur nokkuð á óvart miðað við þá frábæru dóma sem hún fékk eftir að hún var frumsýnd í haust. Líklegt má telja að hún, Inception og Black Swan verði í kapphlaupinu um Óskarsverðlaunin þegar þau verða afhent í lok febrúar. freyr@frettabladid.is Álitsgjafar: Dögg Mósesdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Guðni Sigurðsson, Hrönn Marinósdóttir, Ívar Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Marteinn Þórsson, Ragnhildur Magnúsdóttir, Roald Eyvindsson, Sindri Sindrason, Tómas Valgeirsson og Þórarinn Þórarinsson. Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Inception er besta kvikmynd ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún var einnig næstaðsóknarmesta myndin á eftir stórvirkinu Avatar. Kvikmynd Christophers Nolan, Inception, er mynd ársins 2010 samkvæmt niðurstöðu álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún bar höfuð og herðar yfir aðrar myndir og situr greinilega efst í minningu þeirra sem voru duglegir við kvikmyndaferðir á árinu. Inception hafði verið lýst sem eins konar blöndu af James Bond og The Matrix áður en hún var frumsýnd hérlendis í júlí. Þessi skotheldi kokkteill vakti strax áhuga fólks og myndin sló umsvifalaust í gegn. Tæplega sextíu þúsund manns streymdu á myndina í bíó og varð hún á endanum sú næstvinsælasta á árinu á eftir hinni ævintýralegu Avatar. Gagnrýnendur tóku Inception einnig opnum örmum og meðal annars hlaut hún fullt hús stiga hér í Fréttablaðinu, eða fimm stjörnur. Mörgum þótti þetta besta mynd leikstjórans Christopher Nolan, sem tveimur árum áður hafði sent frá sér hina gríðarvel heppnuðu Batman-mynd The Dark Knight. Auk þess að leikstýra, skrifaði Nolan handrit Inception og framleiddi hana. Í viðtölum vegna myndarinnar sagðist hann hafa vera upptekinn af draumum frá sextán ára aldri og vildi komast að því hvort hægt væri að stjórna því hvað færi um heilann í fólki á meðan það svæfi. Leikaraliðið stóð vel fyrir sínu. Leonardo DiCaprio var í aðalhlutverkinu sem Cobb sem braust inn í drauma fólks og fínir leikarar voru honum til halds og trausts, þar á meðal Ellen Page, Marion Cotillard og Tom Hardy. Niðurstaðan: Mynd ársins 2010. Aðrar kvikmyndir sem voru nefndar af álitsgjöfum Fréttablaðsins var gamandramað The Kids Are All Right, hin ítalska Le quattro volte, eða Four Times, Dogtooth frá Grikklandi, Toy Story 3 og Black Swan með Natalie Portman í aðalhlutverki, sem reyndar verður ekki frumsýnd á Íslandi fyrr en í febrúar. Athygli vekur að „Facebook-myndin" The Social Network hlaut ekkert atkvæði, sem kemur nokkuð á óvart miðað við þá frábæru dóma sem hún fékk eftir að hún var frumsýnd í haust. Líklegt má telja að hún, Inception og Black Swan verði í kapphlaupinu um Óskarsverðlaunin þegar þau verða afhent í lok febrúar. freyr@frettabladid.is Álitsgjafar: Dögg Mósesdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Guðni Sigurðsson, Hrönn Marinósdóttir, Ívar Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Marteinn Þórsson, Ragnhildur Magnúsdóttir, Roald Eyvindsson, Sindri Sindrason, Tómas Valgeirsson og Þórarinn Þórarinsson.
Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“