Bjarni Þór: Mikilvægast að ég spili reglulega Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2010 07:00 Bjarni í leik með U21 árs landsliði Íslands. GettyImages Bjarni Þór Viðarsson gekk í gær til liðs við belgíska úrvalsdeildarfélagið KV Mechelen og skrifaði undir þriggja ára samning. Hann lék síðast með KSV Roeselare sem féll úr sömu deild nú í vor. „Ég er mjög ánægður með þessa lendingu enda félag sem býr við stöðugleika og ætlar að reyna að bæta árangur síðasta tímabils," sagði Bjarni en Mechelen hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar og var hársbreidd frá því að komast í Evrópudeild UEFA. „Þar að auki er þetta gamalt stórveldi hér í Belgíu," bætti hann við. Bjarna stóðu fleiri möguleikar til boða en hann ákvað að vera um kyrrt í Belgíu. „Ég talaði við önnur lið og það var líka einhver áhugi frá Þýskalandi. En ég vil vera hér áfram í 2-3 ár og ef vel gengur og mér tekst að skora einhver mörk þá verður eflaust fylgst vel með manni," sagði hann. „Það mikilvægasta er að ég fái áfram að spila reglulega. Ég fékk mikið að spila í Roeselare og það borgaði sig. Það hefði lítið gert fyrir mig að vera áfram í Twente og sitja bara á bekknum þar," sagði Bjarni en hann var áður á mála hjá Twente í Hollandi. „Ég tel að þetta sé rétt skref fyrir mig. Mér líst mjög vel á félagið og það sem þjálfarinn hafði fram að færa. Mechelen var óheppið að komast ekki í Evrópukeppnina nú og það verður markmið næsta tímabils. Liðið var svo í úrslitum bikarkeppninnar í fyrra og í undanúrslitunum nú í ár." Bjarni á að baki einn leik með A-landsliði Íslands en alls 50 leiki með yngri landsliðum. Í þeim skoraði hann sextán mörk. Hann hóf atvinnumannsferilinn hjá Everton í Englandi en fór þaðan til Hollands árið 2008. Íslenski boltinn Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjá meira
Bjarni Þór Viðarsson gekk í gær til liðs við belgíska úrvalsdeildarfélagið KV Mechelen og skrifaði undir þriggja ára samning. Hann lék síðast með KSV Roeselare sem féll úr sömu deild nú í vor. „Ég er mjög ánægður með þessa lendingu enda félag sem býr við stöðugleika og ætlar að reyna að bæta árangur síðasta tímabils," sagði Bjarni en Mechelen hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar og var hársbreidd frá því að komast í Evrópudeild UEFA. „Þar að auki er þetta gamalt stórveldi hér í Belgíu," bætti hann við. Bjarna stóðu fleiri möguleikar til boða en hann ákvað að vera um kyrrt í Belgíu. „Ég talaði við önnur lið og það var líka einhver áhugi frá Þýskalandi. En ég vil vera hér áfram í 2-3 ár og ef vel gengur og mér tekst að skora einhver mörk þá verður eflaust fylgst vel með manni," sagði hann. „Það mikilvægasta er að ég fái áfram að spila reglulega. Ég fékk mikið að spila í Roeselare og það borgaði sig. Það hefði lítið gert fyrir mig að vera áfram í Twente og sitja bara á bekknum þar," sagði Bjarni en hann var áður á mála hjá Twente í Hollandi. „Ég tel að þetta sé rétt skref fyrir mig. Mér líst mjög vel á félagið og það sem þjálfarinn hafði fram að færa. Mechelen var óheppið að komast ekki í Evrópukeppnina nú og það verður markmið næsta tímabils. Liðið var svo í úrslitum bikarkeppninnar í fyrra og í undanúrslitunum nú í ár." Bjarni á að baki einn leik með A-landsliði Íslands en alls 50 leiki með yngri landsliðum. Í þeim skoraði hann sextán mörk. Hann hóf atvinnumannsferilinn hjá Everton í Englandi en fór þaðan til Hollands árið 2008.
Íslenski boltinn Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjá meira