Raunveruleikaþáttaröð um leitina að hamingjunni 3. desember 2010 10:30 Leitar að hamingjunni Ásdís Olsen ætlar að leita að hamingjunni með fimm íslenskum pörum í nýrri raunveruleikaseríu sem verður sýnd á Stöð 2.Fréttablaðið/Anton „Þetta er algjört draumaverkefni sem ég hef gengið með í maganum ansi lengi,“ segir Ásdís Olsen sálfræðingur. Hún stýrir nýrri raunveruleikaþáttaseríu sem hefur göngu sína á Stöð 2 í febrúar á næsta ári. Í stað þess að fólk stingi hvert annað í bakið, verði komið fyrir á eyðieyju eða látið búa saman í kommúnu eins og raunveruleikaþátta er siður fjallar raunveruleikaserían um leitina að hamingjunni og hefur verið gefið vinnuheitið Hamingjan sanna. Á næstunni verður auglýst eftir fimm pörum til að taka þátt í verkefninu en það er Saga Film sem framleiðir. „Þættirnir verða byggðir á bókunum sem við höfum verið að gefa út,“ útskýrir Ásdís og vísar þar meðal annars til bókar dr. Tal Ben-Shahar, Meiri hamingja, sem sló eftirminnilega í gegn um síðustu jól en hann kom einmitt til Íslands og hélt fyrirlestur í Vodafone-höllinni sem var vel sóttur. Ásdís segir það mikinn heiður fyrir sig að fá að auka hamingju þjóðarinnar. Hún ætli að gera það með því að nota aðferðir úr jákvæðri sálfræði, sem að hennar sögn hefur gert ótrúlega hluti fyrir fólk. „Pörin taka þátt í alls konar æfingum og verkefnum sem maður þarf að gera til að auka hamingju sína,“ útskýrir Ásdís og bendir á að jákvæði sálfræði sé skemmtileg og aðgengileg fræði. „Þessi tegund af sálfræði hefur sýnt og sannað að hún virkar ótrúlega vel, ég hef verið með þetta prógramm í mörg ár í kennslu uppi í háskóla og þetta hefur verið opinberun fyrir marga. Það eru ekki bara aðstæðurnar og ytra umhverfi sem ráða því hvernig okkur líður heldur við sjálf.“ Ásdís segir að þátttakendur verði að vera reiðubúnir til að leggjast í sjálfskoðun og ögra sjálfum sér því áhorfendur fái að fylgjast með hvernig þeim gangi á sjónvarpsskjánum heima. „Þau munu gera upp gamlar syndir, þakka gamla kennaranum sínum fyrir, semja við bankastjórann um skuldirnar, segja upp vinnunni og fara í nám. Þetta verða krossgöturnar í lífi hvers og eins og við ætlum að biðja fólk um að setja sig aðeins inn í líf sitt, vega það og meta.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Þetta er algjört draumaverkefni sem ég hef gengið með í maganum ansi lengi,“ segir Ásdís Olsen sálfræðingur. Hún stýrir nýrri raunveruleikaþáttaseríu sem hefur göngu sína á Stöð 2 í febrúar á næsta ári. Í stað þess að fólk stingi hvert annað í bakið, verði komið fyrir á eyðieyju eða látið búa saman í kommúnu eins og raunveruleikaþátta er siður fjallar raunveruleikaserían um leitina að hamingjunni og hefur verið gefið vinnuheitið Hamingjan sanna. Á næstunni verður auglýst eftir fimm pörum til að taka þátt í verkefninu en það er Saga Film sem framleiðir. „Þættirnir verða byggðir á bókunum sem við höfum verið að gefa út,“ útskýrir Ásdís og vísar þar meðal annars til bókar dr. Tal Ben-Shahar, Meiri hamingja, sem sló eftirminnilega í gegn um síðustu jól en hann kom einmitt til Íslands og hélt fyrirlestur í Vodafone-höllinni sem var vel sóttur. Ásdís segir það mikinn heiður fyrir sig að fá að auka hamingju þjóðarinnar. Hún ætli að gera það með því að nota aðferðir úr jákvæðri sálfræði, sem að hennar sögn hefur gert ótrúlega hluti fyrir fólk. „Pörin taka þátt í alls konar æfingum og verkefnum sem maður þarf að gera til að auka hamingju sína,“ útskýrir Ásdís og bendir á að jákvæði sálfræði sé skemmtileg og aðgengileg fræði. „Þessi tegund af sálfræði hefur sýnt og sannað að hún virkar ótrúlega vel, ég hef verið með þetta prógramm í mörg ár í kennslu uppi í háskóla og þetta hefur verið opinberun fyrir marga. Það eru ekki bara aðstæðurnar og ytra umhverfi sem ráða því hvernig okkur líður heldur við sjálf.“ Ásdís segir að þátttakendur verði að vera reiðubúnir til að leggjast í sjálfskoðun og ögra sjálfum sér því áhorfendur fái að fylgjast með hvernig þeim gangi á sjónvarpsskjánum heima. „Þau munu gera upp gamlar syndir, þakka gamla kennaranum sínum fyrir, semja við bankastjórann um skuldirnar, segja upp vinnunni og fara í nám. Þetta verða krossgöturnar í lífi hvers og eins og við ætlum að biðja fólk um að setja sig aðeins inn í líf sitt, vega það og meta.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“