Þingmenn skoða gosið 24. mars 2010 13:45 Þingmenn Suðurkjördæmis eru að fara upp á Fimmvörðuháls að skoða eldgosið í Eyjafjallajökli. Fjölmargir hafa farið þangað í dag en Landsbjörg býst við því að margir muni fara að skoða gosið næstu daga og um helgina. Landsbjörg hefur því sent frá sér tilkynningu til vegfaranda. Þar segir að það sé mikilvægt að lokanir á svæðum séu virtar en ekki er heimilt að fara í Þórsmörk, á Fimmvörðuháls eða á Eyjafjallajökul. Einnig er ekki leyfilegt að fara nær gosstöðvunum en 5 km sem er skilgreint sem hættusvæði. Mikilvægt er að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar hafi eftirfarandi í huga: Skoða veðurspá Kynna sér vel það svæði sem fara á um Gera ferðaáætlun og láta aðstandendur vita um hana Vera vel útbúin, m.a. hvað varðar klæðnað og skófatnað Hafa nesti meðferðis Vera viss um að það farartæki sem nota á henti í ferðina og sé í góðu ásigkomulagi Hafa í huga að vegslóðar á svæðinu eru afar viðkvæmir á þessum árstíma Hafa fjarskiptatæki meðferðis og kunna að nota þau Virða lokanir á svæðum og hlýða fyrirmælum lögreglu og björgunarsveita Ef farið er á Mýrdalsjökul er mjög mikilvægt að fylgja mjög nákvæmlega hinni hefðbundnu GPS leið um jökulinn. Óvenjulegar aðstæður eru á jöklum núna þar sem lítið hefur snjóað í vetur og sprungur eru á stöðum þar sem þær hafa ekki verið sýnilegar áður. Reyndar hefur snjóað síðustu daga á jöklinum og hafa á köflum myndast miklir rifskaflar, sumir allt að eins metra djúpir og geta þeir verið mjög varasamir. Jafnframt er harðfenni mikið á hólum og hæðum sem gerir það að verkum að varasamt getur verið að ferðast á ónegldum vélsleðum. Ein af ástæðum þess að svæðið við eldstöðvarnar eru lokað er að vatnsskurðir og pyttir hafa myndast eftir bráðnunarvatn og eru margir undir snjó. Bráðnunargöt hafa komið fram, ís er orðinn ótraustur og gjóska til staðar sem eyðileggur farartæki. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur almenning til að huga að eigin öryggi og fara með gát. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Þingmenn Suðurkjördæmis eru að fara upp á Fimmvörðuháls að skoða eldgosið í Eyjafjallajökli. Fjölmargir hafa farið þangað í dag en Landsbjörg býst við því að margir muni fara að skoða gosið næstu daga og um helgina. Landsbjörg hefur því sent frá sér tilkynningu til vegfaranda. Þar segir að það sé mikilvægt að lokanir á svæðum séu virtar en ekki er heimilt að fara í Þórsmörk, á Fimmvörðuháls eða á Eyjafjallajökul. Einnig er ekki leyfilegt að fara nær gosstöðvunum en 5 km sem er skilgreint sem hættusvæði. Mikilvægt er að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar hafi eftirfarandi í huga: Skoða veðurspá Kynna sér vel það svæði sem fara á um Gera ferðaáætlun og láta aðstandendur vita um hana Vera vel útbúin, m.a. hvað varðar klæðnað og skófatnað Hafa nesti meðferðis Vera viss um að það farartæki sem nota á henti í ferðina og sé í góðu ásigkomulagi Hafa í huga að vegslóðar á svæðinu eru afar viðkvæmir á þessum árstíma Hafa fjarskiptatæki meðferðis og kunna að nota þau Virða lokanir á svæðum og hlýða fyrirmælum lögreglu og björgunarsveita Ef farið er á Mýrdalsjökul er mjög mikilvægt að fylgja mjög nákvæmlega hinni hefðbundnu GPS leið um jökulinn. Óvenjulegar aðstæður eru á jöklum núna þar sem lítið hefur snjóað í vetur og sprungur eru á stöðum þar sem þær hafa ekki verið sýnilegar áður. Reyndar hefur snjóað síðustu daga á jöklinum og hafa á köflum myndast miklir rifskaflar, sumir allt að eins metra djúpir og geta þeir verið mjög varasamir. Jafnframt er harðfenni mikið á hólum og hæðum sem gerir það að verkum að varasamt getur verið að ferðast á ónegldum vélsleðum. Ein af ástæðum þess að svæðið við eldstöðvarnar eru lokað er að vatnsskurðir og pyttir hafa myndast eftir bráðnunarvatn og eru margir undir snjó. Bráðnunargöt hafa komið fram, ís er orðinn ótraustur og gjóska til staðar sem eyðileggur farartæki. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur almenning til að huga að eigin öryggi og fara með gát.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira