Keyptu Alþjóðahúsið á Hverfisgötu fyrir Bar 11 18. maí 2010 06:15 Össur Hafþórsson, lengst til vinstri, undirbýr flutning Bars 11 á Hverfisgötu. Með honum á myndinni eru Linda Mjöll, Eyvindur og Einar Bragi. Fréttablaðið/Anton Össur Hafþórsson, eigandi Reykjavík Ink og skemmtistaðanna Sódómu og Ellefunnar, keypti nýverið húsnæðið sem áður hýsti Kaffi Cultura á Hverfisgötu og stendur til að færa hinn goðsagnakennda Bar 11 þangað yfir. „Við keyptum húsið fyrir nokkrum dögum og er ætlunin að færa Bar 11 yfir í nýtt og betra húsnæði innan skamms. Til stendur að hafa djasstónleikastað í kjallara hússins. Á miðhæðinni verður svo kaffihús og veitingastaður og á efri hæðinni verður barinn," segir Össur sem rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni Lindu Mjöll Þorsteinsdóttur, Eyvindi Eggertssyni og Einari Braga Jónssyni. Hinn nýi Bar 11 verður opnaður formlega þann 28. maí næstkomandi og verður gamla húsnæðið kvatt með virktum um næstu helgi. „Ellefan hefur hingað til í raun bara verið virk um helgar en með þessu verður hægt að færa meira líf í staðinn. Þar að auki erum við með fínan pall á bak við húsið þar sem fólk getur notið sólarinnar á góðviðrisdögum. Veitingastaðurinn verður einnig góð viðbót, en við hyggjumst bjóða upp á dvergborgara, sem er uppskrift frá mér sjálfum, hestaborgara auk annarra rétta," útskýrir Össur. Inntur eftir því hvað gert verði við gamla húsnæði Ellefunnar segir Össur að þar verði opnaður nýr bar sem fær hið skemmtilega nafn Eyjafjallajökull. „Í gamla húsnæðinu opnum við barinn Eyjafjallajökul þar sem trúbadorstemningin verður ríkjandi. Í haust ætlum við svo að breyta þessu í sædýrasafn með utanáliggjandi vatnsrennibraut. Ég hef heyrt að Hanna Birna borgarstjóri sé mikill dýravinur og geri því ráð fyrir að hún taki vel í þessi áform okkar," segir Össur kampakátur. - sm Lífið Menning Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Össur Hafþórsson, eigandi Reykjavík Ink og skemmtistaðanna Sódómu og Ellefunnar, keypti nýverið húsnæðið sem áður hýsti Kaffi Cultura á Hverfisgötu og stendur til að færa hinn goðsagnakennda Bar 11 þangað yfir. „Við keyptum húsið fyrir nokkrum dögum og er ætlunin að færa Bar 11 yfir í nýtt og betra húsnæði innan skamms. Til stendur að hafa djasstónleikastað í kjallara hússins. Á miðhæðinni verður svo kaffihús og veitingastaður og á efri hæðinni verður barinn," segir Össur sem rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni Lindu Mjöll Þorsteinsdóttur, Eyvindi Eggertssyni og Einari Braga Jónssyni. Hinn nýi Bar 11 verður opnaður formlega þann 28. maí næstkomandi og verður gamla húsnæðið kvatt með virktum um næstu helgi. „Ellefan hefur hingað til í raun bara verið virk um helgar en með þessu verður hægt að færa meira líf í staðinn. Þar að auki erum við með fínan pall á bak við húsið þar sem fólk getur notið sólarinnar á góðviðrisdögum. Veitingastaðurinn verður einnig góð viðbót, en við hyggjumst bjóða upp á dvergborgara, sem er uppskrift frá mér sjálfum, hestaborgara auk annarra rétta," útskýrir Össur. Inntur eftir því hvað gert verði við gamla húsnæði Ellefunnar segir Össur að þar verði opnaður nýr bar sem fær hið skemmtilega nafn Eyjafjallajökull. „Í gamla húsnæðinu opnum við barinn Eyjafjallajökul þar sem trúbadorstemningin verður ríkjandi. Í haust ætlum við svo að breyta þessu í sædýrasafn með utanáliggjandi vatnsrennibraut. Ég hef heyrt að Hanna Birna borgarstjóri sé mikill dýravinur og geri því ráð fyrir að hún taki vel í þessi áform okkar," segir Össur kampakátur. - sm
Lífið Menning Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“