Við eigum öll heima hérna Jónína Michaelsdóttir skrifar 9. nóvember 2010 09:36 Árið 1974 birtist í Andvara grein um Bjarna Benediktsson eftir Jóhann Hafstein. Bjarni var merkur stjórnmálamaður og leiðtogi. Var sjálfum sér samkvæmur og gjörsamlega laus við lýðskrum og leikaraskap. Um hann skrifar Jóhann meðal annars: „Bjarna féllu miður hnjóðsyrði um stjórnmálamenn að ósekju, sem og stóryrði þeirra sumra sín á milli og dómharka í opinberum umræðum. Honum duldist ekki hve háskaleg slík þröngsýni væri, enda sagði hann í ræðu á fyrsta afmælisdegi hins íslenska lýðveldis, „íslenzku lýðræði stafar því ekki meiri hætta af öðru en þeim illindum og óhróðri sem svo mjög gætir í stjórnmálum þjóðarinnar, þeirri viðleitni, sem reynir að sundra og skapa fjandskap milli þeirra, sem eiga allt undir því að sameining og vinátta takist þeirra í milli". ... Hann sagði oft og með sanni, að í rauninni hefði engin þjóð síður ástæðu til sundurþykkju en Íslendingar."Þetta kemur upp í hugann þegar fréttir berast af Þjóðfundinum, þar sem metingi, upphrópunum og útúrsnúningum virðist hafa verið úthýst. Og manni líður allt í einu eins og þegar slökkt er á útvarpi eftir langvarandi hávaða. Þetta er þá hægt ennþá á Íslandi! Ég held að hlýhugur streymi til þeirra sem sátu þennan fund. Fólk er búið að fá meira en nóg af hinum ýmsu birtingarmyndum reiðinnar, hvort sem hún er réttlát eða ekki. Þjóðfundurinn hefur gefið fordæmi í mannsæmandi samskiptum og vinnubrögðum.Betrun„Takið sinnaskiptum til lífernisbetrunar," á Jóhannes skírari að hafa sagt. Dálítið gott orð, lífernisbetrun. En það sem stæði okkur kannski nær núna væru sinnaskipti til samskiptabetrunar, en einkum samstöðubetrunar. Við erum öll á sama báti, og þegar gefur á bátinn vinna menn saman. Það er í allra þágu að það fiskist vel og að menn komi heilir í höfn. En það kann náttúrlega ekki góðri lukku að stýra þegar þjóðarskútunni er haldið í höfn þó að nóg sé af fiski vegna geðþótta og sérvisku fólks sem hefur nóg til hnífs og skeiðar.Þjóðfundur og stjórnlagaþing eru góð og mikilvæg skref inn í þá framtíð sem við öll viljum mæta hér á landi. Það breytir því ekki að áhersla dagsins á að vera á kjör landsmanna og heimilin. Hitt getur beðið. Ekkert skiptir meira máli en öflugt atvinnulíf. Enginn á að þurfa að standa í biðröð eftir matargjöfum í okkar fámenna en auðuga landi. Um þetta eru menn sammála í orði kveðnu en duttlungar ráða ferðinni. Nú er að glaðna til á ýmsum sviðum og frumkvæði einstaklinga blómstrar í hvers kyns skapandi söluvarningi og athöfnum. Á meðan er dæmigerð kontóristaafgreiðsla á málum þeirra sem síst skyldi. Framkoma og grimmd við þá sem fatlaðir eru eða aldraðir er með ólíkindum víða um land. Tilkynningar um tilfærslur fólks í önnur sveitarfélög án samráðs við það, ákvarðanir um tilveru sem kannski er síðustu sporin, er þjóðarsmán.Fámenn eyþjóð á að vera eins og ein fjölskylda þegar erfiðleikar steðja að.Fulltrúi framtíðarinnarÉg á góða vinkonu sem er jarðbundin og skipulögð í því sem hún tekur sér fyrir hendur, en einnig hugmyndarík og skapandi. Þegar hún býr til sögur gengur allt upp. Til dæmis í ævintýri um úrræðagóða krakka og samskipti þeirra við andlitið í fjallinu, sem ekki má reiðast, því þá kemur jarðskjálfti. Hún er líka góður teiknari og með sinn eigin stíl. Er úr sex manna fjölskyldu og oft líf og fjör heima hjá henni. Fyrir skömmu kom hún með tillögu við kvöldverðarborðið. Lagði til að öll fjölskyldan tæki þátt í tiltekt á heimilinu. Hver og einn myndi vikulega draga um hvaða rými væri á hans ábyrgð næstu sjö daga. Var búin að gera kort með númeruðum reitum, og bauð fjölskyldumeðlimum að draga um svæði. Fannst þetta rökrétt tilhögun, „Því að við eigum öll heima hérna," sagði hún.Þessi vinkona mín er níu ára gömul. Og það sem hún segir um fjölskylduna sína á líka við um okkur hin sem erum Íslendingar: Við eigum öll heima hérna!Þessvegna er enginn stikkfrí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Árið 1974 birtist í Andvara grein um Bjarna Benediktsson eftir Jóhann Hafstein. Bjarni var merkur stjórnmálamaður og leiðtogi. Var sjálfum sér samkvæmur og gjörsamlega laus við lýðskrum og leikaraskap. Um hann skrifar Jóhann meðal annars: „Bjarna féllu miður hnjóðsyrði um stjórnmálamenn að ósekju, sem og stóryrði þeirra sumra sín á milli og dómharka í opinberum umræðum. Honum duldist ekki hve háskaleg slík þröngsýni væri, enda sagði hann í ræðu á fyrsta afmælisdegi hins íslenska lýðveldis, „íslenzku lýðræði stafar því ekki meiri hætta af öðru en þeim illindum og óhróðri sem svo mjög gætir í stjórnmálum þjóðarinnar, þeirri viðleitni, sem reynir að sundra og skapa fjandskap milli þeirra, sem eiga allt undir því að sameining og vinátta takist þeirra í milli". ... Hann sagði oft og með sanni, að í rauninni hefði engin þjóð síður ástæðu til sundurþykkju en Íslendingar."Þetta kemur upp í hugann þegar fréttir berast af Þjóðfundinum, þar sem metingi, upphrópunum og útúrsnúningum virðist hafa verið úthýst. Og manni líður allt í einu eins og þegar slökkt er á útvarpi eftir langvarandi hávaða. Þetta er þá hægt ennþá á Íslandi! Ég held að hlýhugur streymi til þeirra sem sátu þennan fund. Fólk er búið að fá meira en nóg af hinum ýmsu birtingarmyndum reiðinnar, hvort sem hún er réttlát eða ekki. Þjóðfundurinn hefur gefið fordæmi í mannsæmandi samskiptum og vinnubrögðum.Betrun„Takið sinnaskiptum til lífernisbetrunar," á Jóhannes skírari að hafa sagt. Dálítið gott orð, lífernisbetrun. En það sem stæði okkur kannski nær núna væru sinnaskipti til samskiptabetrunar, en einkum samstöðubetrunar. Við erum öll á sama báti, og þegar gefur á bátinn vinna menn saman. Það er í allra þágu að það fiskist vel og að menn komi heilir í höfn. En það kann náttúrlega ekki góðri lukku að stýra þegar þjóðarskútunni er haldið í höfn þó að nóg sé af fiski vegna geðþótta og sérvisku fólks sem hefur nóg til hnífs og skeiðar.Þjóðfundur og stjórnlagaþing eru góð og mikilvæg skref inn í þá framtíð sem við öll viljum mæta hér á landi. Það breytir því ekki að áhersla dagsins á að vera á kjör landsmanna og heimilin. Hitt getur beðið. Ekkert skiptir meira máli en öflugt atvinnulíf. Enginn á að þurfa að standa í biðröð eftir matargjöfum í okkar fámenna en auðuga landi. Um þetta eru menn sammála í orði kveðnu en duttlungar ráða ferðinni. Nú er að glaðna til á ýmsum sviðum og frumkvæði einstaklinga blómstrar í hvers kyns skapandi söluvarningi og athöfnum. Á meðan er dæmigerð kontóristaafgreiðsla á málum þeirra sem síst skyldi. Framkoma og grimmd við þá sem fatlaðir eru eða aldraðir er með ólíkindum víða um land. Tilkynningar um tilfærslur fólks í önnur sveitarfélög án samráðs við það, ákvarðanir um tilveru sem kannski er síðustu sporin, er þjóðarsmán.Fámenn eyþjóð á að vera eins og ein fjölskylda þegar erfiðleikar steðja að.Fulltrúi framtíðarinnarÉg á góða vinkonu sem er jarðbundin og skipulögð í því sem hún tekur sér fyrir hendur, en einnig hugmyndarík og skapandi. Þegar hún býr til sögur gengur allt upp. Til dæmis í ævintýri um úrræðagóða krakka og samskipti þeirra við andlitið í fjallinu, sem ekki má reiðast, því þá kemur jarðskjálfti. Hún er líka góður teiknari og með sinn eigin stíl. Er úr sex manna fjölskyldu og oft líf og fjör heima hjá henni. Fyrir skömmu kom hún með tillögu við kvöldverðarborðið. Lagði til að öll fjölskyldan tæki þátt í tiltekt á heimilinu. Hver og einn myndi vikulega draga um hvaða rými væri á hans ábyrgð næstu sjö daga. Var búin að gera kort með númeruðum reitum, og bauð fjölskyldumeðlimum að draga um svæði. Fannst þetta rökrétt tilhögun, „Því að við eigum öll heima hérna," sagði hún.Þessi vinkona mín er níu ára gömul. Og það sem hún segir um fjölskylduna sína á líka við um okkur hin sem erum Íslendingar: Við eigum öll heima hérna!Þessvegna er enginn stikkfrí.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun