Voru ekki vakandi fyrir hættumerkjum 13. apríl 2010 06:00 Staðan í dag Vandi fjölmiðla í dag að mati vinnuhópsins er að þeir glíma við fjárhagslegar þrengingar auk þess sem sumir "stórleikaranna á sviðinu“ í aðdraganda hrunsins eru þar áhrifamenn. Þá er átt við Jón Ásgeir Jóhannesson, en Ingibjörg Pálmadóttir, kona hans, er aðaleigandi 365 miðla, og Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra og seðlabankastjóra, sem er ritstjóri Morgunblaðsins. Fréttablaðið/Pjetur Fjölmiðlar brugðust hlutverki sínu í aðdraganda bankahrunsins, er niðurstaða skýrslu vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Langtum fleiri jákvæðar en neikvæðar fréttir birtust af fjármálafyrirtækjum á tímabilinu 2006 til 2008 og flestar byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum. Ekki fékkst staðfesting á áhrifum eigenda á umfjöllun fjölmiðla. Fjölmiðlum ber að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald öflum sem vinna gegn almannahag, segir í skýrslu vinnuhópsins sem telur fjölmiðla þarna hafa brugðist. Þeir hafi hvorki verið vakandi fyrir hættumerkjum né sýnt nægilegt sjálfstæði. Þó að ekki hafi verið sýnt fram á bein áhrif eigenda á fréttaflutning hafi sjálfsritskoðun fjölmiðlamanna verið útbreidd, meðal annars vegna fárra atvinnutækifæra fjölmiðlafólks. Í rannsókn sem hópurinn lét vinna um umfjöllun um íslensk fjármálafyrirtæki í fjölmiðlum á árunum 2006 til 2008 kemur fram að á tímabilinu voru um 18 þúsund fréttir af fjármálafyrirtækjum sagðar í íslenskum fjölmiðlum. Þar af töldust um 80 prósent vera hlutlaus. Af þeim fréttum sem eftir sitja eru langtum fleiri fréttir jákvæðar en neikvæðar. Hlutfall á milli jákvæðra og neikvæðra frétta af stærstu fjármálastofnunum var misjafnt. Flestar jákvæðar fréttir á móti þeim neikvæðu birtust um Landsbankann en fram kemur að tólf til þrettán jákvæðar fréttir birtust á móti hverri neikvæðri um bankann. Hlutfallið var til dæmis ein neikvæð á móti hverjum fimm jákvæðum um Kaupþing. Fjórar af hverjum fimm fréttum úr fjármálaheiminum voru byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum sjálfum að mati rannsóknarhópsins og greinandi eða sjálfstæð umfjöllun var lítil sem engin. Umfjöllun um fyrirtækin var almennt neikvæðari eftir því sem fréttirnar byggðu á fleiri heimildum. Áhrif eigenda ekki staðfestEngin staðfesting fékkst á beinum áhrifum eigenda á umfjöllun fjölmiðla og ekki þóttu fjölmiðlar hafa fjallað með jákvæðari hætti um fjármálafyrirtæki í eigu eigenda sinna en annarra. Í skýrslunni segir hins vegar að vinnuhópurinn hafi undir höndum gögn sem sýni ýmiss konar afskipti eigenda fjölmiðla af fréttum og annarri dagskrá. Rannsókn á þeim sé þörf en hafi ekki fallið innan ramma skýrslunnar. Rætt var við ritstjóra og yfirmenn á fjölmiðlum við gerð skýrslunnar. Í þeim samtölum kemur meðal annars fram að fjölmiðlamenn hafi ekki haft sömu kunnáttu til að fást við fjármálamenn og til dæmis stjórnmálamenn. Ein skýring á linkind fjölmiðlamanna var „óþarflega mikið vináttusamband við umfjöllunarefnið“, er haft eftir Jóni Kaldal, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins. Þegar fjallað var um neikvæðar skýrslur erlendra greinenda um íslenskt viðskiptalíf hafi forsvarsmenn banka brugðist hart við. Þöggun samfélagsinsEinn meginvandi íslenskra fjölmiðlamanna var lítill aðgangur að upplýsingum um fjármálafyrirtæki. Gagnrýnt er hlutverk upplýsingafulltrúa stóru fyrirtækjanna sem virðist hafa verið að hagræða sannleikanum. Fram kemur að fjölmiðlamönnum sem vinnuhópur um siðferði tók viðtöl við þótti íslenskt samfélag hafa verið mjög lokað, bæði hafi skort á upplýsingar og menn sammælst um að rugga ekki bátnum. „Ástæðan er sú að það voru svo margir sem áttu hagsmuni af því að þegja,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins, núverandi ritstjóra Fréttablaðsins. Smæð og einsleitni íslensks samfélags eru skýringar sem fjölmiðlafólkið nefnir um þöggunina í samfélaginu. Fólk hafi verið hrætt við að missa vinnuna ef það myndi gagnrýna valdamikla menn og sömuleiðis hafi menn ekki viljað fá á sig þann kverúlantastimpil sem fylgdi þeim sem gagnrýndu íslenskt samfélag á þessum tíma.sigridur@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Fjölmiðlar brugðust hlutverki sínu í aðdraganda bankahrunsins, er niðurstaða skýrslu vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Langtum fleiri jákvæðar en neikvæðar fréttir birtust af fjármálafyrirtækjum á tímabilinu 2006 til 2008 og flestar byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum. Ekki fékkst staðfesting á áhrifum eigenda á umfjöllun fjölmiðla. Fjölmiðlum ber að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald öflum sem vinna gegn almannahag, segir í skýrslu vinnuhópsins sem telur fjölmiðla þarna hafa brugðist. Þeir hafi hvorki verið vakandi fyrir hættumerkjum né sýnt nægilegt sjálfstæði. Þó að ekki hafi verið sýnt fram á bein áhrif eigenda á fréttaflutning hafi sjálfsritskoðun fjölmiðlamanna verið útbreidd, meðal annars vegna fárra atvinnutækifæra fjölmiðlafólks. Í rannsókn sem hópurinn lét vinna um umfjöllun um íslensk fjármálafyrirtæki í fjölmiðlum á árunum 2006 til 2008 kemur fram að á tímabilinu voru um 18 þúsund fréttir af fjármálafyrirtækjum sagðar í íslenskum fjölmiðlum. Þar af töldust um 80 prósent vera hlutlaus. Af þeim fréttum sem eftir sitja eru langtum fleiri fréttir jákvæðar en neikvæðar. Hlutfall á milli jákvæðra og neikvæðra frétta af stærstu fjármálastofnunum var misjafnt. Flestar jákvæðar fréttir á móti þeim neikvæðu birtust um Landsbankann en fram kemur að tólf til þrettán jákvæðar fréttir birtust á móti hverri neikvæðri um bankann. Hlutfallið var til dæmis ein neikvæð á móti hverjum fimm jákvæðum um Kaupþing. Fjórar af hverjum fimm fréttum úr fjármálaheiminum voru byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum sjálfum að mati rannsóknarhópsins og greinandi eða sjálfstæð umfjöllun var lítil sem engin. Umfjöllun um fyrirtækin var almennt neikvæðari eftir því sem fréttirnar byggðu á fleiri heimildum. Áhrif eigenda ekki staðfestEngin staðfesting fékkst á beinum áhrifum eigenda á umfjöllun fjölmiðla og ekki þóttu fjölmiðlar hafa fjallað með jákvæðari hætti um fjármálafyrirtæki í eigu eigenda sinna en annarra. Í skýrslunni segir hins vegar að vinnuhópurinn hafi undir höndum gögn sem sýni ýmiss konar afskipti eigenda fjölmiðla af fréttum og annarri dagskrá. Rannsókn á þeim sé þörf en hafi ekki fallið innan ramma skýrslunnar. Rætt var við ritstjóra og yfirmenn á fjölmiðlum við gerð skýrslunnar. Í þeim samtölum kemur meðal annars fram að fjölmiðlamenn hafi ekki haft sömu kunnáttu til að fást við fjármálamenn og til dæmis stjórnmálamenn. Ein skýring á linkind fjölmiðlamanna var „óþarflega mikið vináttusamband við umfjöllunarefnið“, er haft eftir Jóni Kaldal, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins. Þegar fjallað var um neikvæðar skýrslur erlendra greinenda um íslenskt viðskiptalíf hafi forsvarsmenn banka brugðist hart við. Þöggun samfélagsinsEinn meginvandi íslenskra fjölmiðlamanna var lítill aðgangur að upplýsingum um fjármálafyrirtæki. Gagnrýnt er hlutverk upplýsingafulltrúa stóru fyrirtækjanna sem virðist hafa verið að hagræða sannleikanum. Fram kemur að fjölmiðlamönnum sem vinnuhópur um siðferði tók viðtöl við þótti íslenskt samfélag hafa verið mjög lokað, bæði hafi skort á upplýsingar og menn sammælst um að rugga ekki bátnum. „Ástæðan er sú að það voru svo margir sem áttu hagsmuni af því að þegja,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins, núverandi ritstjóra Fréttablaðsins. Smæð og einsleitni íslensks samfélags eru skýringar sem fjölmiðlafólkið nefnir um þöggunina í samfélaginu. Fólk hafi verið hrætt við að missa vinnuna ef það myndi gagnrýna valdamikla menn og sömuleiðis hafi menn ekki viljað fá á sig þann kverúlantastimpil sem fylgdi þeim sem gagnrýndu íslenskt samfélag á þessum tíma.sigridur@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira