Dorrit sat hjá prinsessunum | Myndir 16. apríl 2010 10:50 Norska krónprinsessan Mette-Marit, sænska krónprinsessan Viktoría, Dorrit forsetafrú og gríska prinsessan Alexía. Margrét Þórhildur Danadrottning fagnar sjötugsafmæli sínu með stæl þessa dagana. Í gærkvöldi fór fram viðhafnarsýning í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Þar var drottningin búin að velja sér valda kafla úr Shakespeare-leikritum, dansa úr balletsýningum og tónverk sem færustu listamenn Danmerkur settu á svið. Dorrit Mousaieff forsetafrú var fulltrúi Íslendinga á svæðinu og eins og sést á myndunum er hún eins og fiskur í vatni í fyrirmannaveislum sem þessum. Sat hún á besta stað í stúku með eintómar prinsessur í kringum sig. Í gær kom fram að Ólafur Ragnar festist á Íslandi eftir að flugvellir lokuðu en Dorrit var þá komin til Kaupmannahafnar. Um tólf hundruð manns var boðið í leikhúsið en eldgosið í Eyjafjallajökli setti aldeilis strik í reikninginn. Fjöldi gestanna komst ekki á leiðarenda þegar lokað var fyrir flugsamgöngur. Leiða má líkur að því að Dorrit hafi þurft að svara mörgum spurningum vegna þess. Meðal þeirra sem búist var við að myndu komast þrátt fyrir ástandið voru norsku konungshjónin en þau sáust hvergi. Madeleine Svíaprinsessa mætti ekki heldur á svæðið. Fyrr í vikunni var sagt frá því að brúðkaupi hennar og lögfræðingsins Jónasar Bergström hefði verið frestað. Sænskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort sambandinu sé lokið. Sagt er að Madeleine sé í New York og hafi ákveðið að mæta ekki í veisluna til að jafna sig á fjölmiðlafárinu sem skall á henni. Hátíðarhöldin halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. Danir bíða með eftirvæntingu eftir því að drottningin aki í hestvagni um götur höfuðborgarinnar en sumir danskir fjölmiðlar lýsa yfir áhyggjum af því að öskuskýin frá Eyjafjallajökli fari að rigna eitruðu regni. Í kvöld fer síðan fram svakalegt kvöldverðarboð í Konungshöllinni sem fleiri gestir munu eflaust skila sér í.Norska krónprinsessan Mette-Marit, sænska krónprinsessan Viktoría, Dorrit forsetafrú og gríska prinsessan Alexía.Margrét Þórhildur og Hinrik í sætum sínum. Afmælisbarnið valdi uppálahaldsatriði úr fjölda verka sem sýnd voru í leikhúsinu.Dorrit á spjalli við Alexíu Grikkjaprinsessu. Hún hefur eflaust tipsað hana á góðum trikkum í samskiptum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.Dönsku prinsarnir og eiginkonur þeirra í leikhúsinu í gær. Marie prinsessa, Jóakim prins, Mary krónprinsessa og Friðrik krónprins.Afmælisbarnið spjallaði við gesti áður en sýningin hófst.Mary krónprinsessa, Friðrik krónprins og Mette-Marit og norska krónprinsessan Mette-Marit mættu saman á rauða dregilinn.Karl Filip Svíaprins, systir hans Viktoría krónprinsessa og unnusti hennar, Daniel Westling. Svíar eru byrjaðir að undirbúa stórbrúðkaup þeirra, sem fer fram 19. júní næstkomandi.Margrét Þórhildur Danadrottning og Henrik prins veifa út um gluggann á Fredensborg-höll í gærmorgun. Þarna fyrir utan safnaðist fjölskylda og vinir og söng afmælissönginn fyrir drottninguna. Lífið Menning Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Margrét Þórhildur Danadrottning fagnar sjötugsafmæli sínu með stæl þessa dagana. Í gærkvöldi fór fram viðhafnarsýning í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Þar var drottningin búin að velja sér valda kafla úr Shakespeare-leikritum, dansa úr balletsýningum og tónverk sem færustu listamenn Danmerkur settu á svið. Dorrit Mousaieff forsetafrú var fulltrúi Íslendinga á svæðinu og eins og sést á myndunum er hún eins og fiskur í vatni í fyrirmannaveislum sem þessum. Sat hún á besta stað í stúku með eintómar prinsessur í kringum sig. Í gær kom fram að Ólafur Ragnar festist á Íslandi eftir að flugvellir lokuðu en Dorrit var þá komin til Kaupmannahafnar. Um tólf hundruð manns var boðið í leikhúsið en eldgosið í Eyjafjallajökli setti aldeilis strik í reikninginn. Fjöldi gestanna komst ekki á leiðarenda þegar lokað var fyrir flugsamgöngur. Leiða má líkur að því að Dorrit hafi þurft að svara mörgum spurningum vegna þess. Meðal þeirra sem búist var við að myndu komast þrátt fyrir ástandið voru norsku konungshjónin en þau sáust hvergi. Madeleine Svíaprinsessa mætti ekki heldur á svæðið. Fyrr í vikunni var sagt frá því að brúðkaupi hennar og lögfræðingsins Jónasar Bergström hefði verið frestað. Sænskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort sambandinu sé lokið. Sagt er að Madeleine sé í New York og hafi ákveðið að mæta ekki í veisluna til að jafna sig á fjölmiðlafárinu sem skall á henni. Hátíðarhöldin halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. Danir bíða með eftirvæntingu eftir því að drottningin aki í hestvagni um götur höfuðborgarinnar en sumir danskir fjölmiðlar lýsa yfir áhyggjum af því að öskuskýin frá Eyjafjallajökli fari að rigna eitruðu regni. Í kvöld fer síðan fram svakalegt kvöldverðarboð í Konungshöllinni sem fleiri gestir munu eflaust skila sér í.Norska krónprinsessan Mette-Marit, sænska krónprinsessan Viktoría, Dorrit forsetafrú og gríska prinsessan Alexía.Margrét Þórhildur og Hinrik í sætum sínum. Afmælisbarnið valdi uppálahaldsatriði úr fjölda verka sem sýnd voru í leikhúsinu.Dorrit á spjalli við Alexíu Grikkjaprinsessu. Hún hefur eflaust tipsað hana á góðum trikkum í samskiptum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.Dönsku prinsarnir og eiginkonur þeirra í leikhúsinu í gær. Marie prinsessa, Jóakim prins, Mary krónprinsessa og Friðrik krónprins.Afmælisbarnið spjallaði við gesti áður en sýningin hófst.Mary krónprinsessa, Friðrik krónprins og Mette-Marit og norska krónprinsessan Mette-Marit mættu saman á rauða dregilinn.Karl Filip Svíaprins, systir hans Viktoría krónprinsessa og unnusti hennar, Daniel Westling. Svíar eru byrjaðir að undirbúa stórbrúðkaup þeirra, sem fer fram 19. júní næstkomandi.Margrét Þórhildur Danadrottning og Henrik prins veifa út um gluggann á Fredensborg-höll í gærmorgun. Þarna fyrir utan safnaðist fjölskylda og vinir og söng afmælissönginn fyrir drottninguna.
Lífið Menning Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“