Vilja alla flokka í meirihlutasamstarf 31. maí 2010 06:00 guðrún ágústa guðmundsdóttir Fulltrúar þeirra þriggja flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hittust á óformlegum fundum í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að Vinstri græn hafi stungið upp á að komið yrði á fót stjórn allra flokkanna. Samfylkingin tapaði stórt í sveitarfélaginu og missti tvo fulltrúa. Þar á meðal bæjarstjórann, Lúðvík Geirsson, sem skipaði sjötta sæti listans. Vinstri græn héldu sínum fulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn bætti verulega við sig og vann tvo menn. Stóru flokkarnir eiga því hvor sína fimm fulltrúana sem setur Vinstri græn í oddastöðu með sinn eina mann. Fulltrúar þeirra hittu hina flokkana á óformlegum fundum í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins vill flokkurinn láta reyna á samstjórn allra flokkanna. Skilaboðin frá kjósendum hafi verið ákall um breytingar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti flokksins, segist mjög hugsi yfir því hve fáir mættu á kjörstað og hve margir skiluðu auðu. „Hér voru ekki nema 65% sem mættu á kjörstað og 15% af þeim sem mættu skiluðu auðu. Ef einhvern tímann eru gefin skilaboð um að hugsa hlutina upp á nýtt þá er það núna.“ Lúðvík segir niðurstöðu kosninganna mikil vonbrigði fyrir flokkinn. Hann vann stórsigur í síðustu kosningum og sjö menn og stefndi að því að halda sex núna. „Við erum að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni fyrir myndun meirihluta. Jafnaðar- og félagshyggjuflokkarnir eru saman með meirihluta og mér finnst það skýr skilaboð frá kjósendum.“ Lúðvík segir vinstri flokkana hafa talað fyrir samstarfi fyrir kosningar og það ætti enn að standa. Hann vildi ekki segja hvort flokkurinn gerði kröfu um að hann yrði bæjar-stjóri. Heimildir blaðsins herma að Vinstri græn geri ráð fyrir að Guðrún verði bæjarstjóri, verði af samstjórn. Valdimar Svavarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segist í skýjunum eftir stórsigur flokksins. Hann segir menn opna fyrir ýmsum samstarfsmöguleikum, en ekkert sé fast í hendi ennþá. „Fólk er að ræða saman og við erum opin fyrir því að skoða ýmislegt. Það er hins vegar ekkert áþreifanlegt komið ennþá og allir möguleikar opnir.“ Taka verði tillit til þeirra skilaboða sem kjósendur gáfu í kosningunum og með lítilli þátttöku.kolbeinn@frettabladid.is lúðvík geirsson Kosningar 2010 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Fulltrúar þeirra þriggja flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hittust á óformlegum fundum í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að Vinstri græn hafi stungið upp á að komið yrði á fót stjórn allra flokkanna. Samfylkingin tapaði stórt í sveitarfélaginu og missti tvo fulltrúa. Þar á meðal bæjarstjórann, Lúðvík Geirsson, sem skipaði sjötta sæti listans. Vinstri græn héldu sínum fulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn bætti verulega við sig og vann tvo menn. Stóru flokkarnir eiga því hvor sína fimm fulltrúana sem setur Vinstri græn í oddastöðu með sinn eina mann. Fulltrúar þeirra hittu hina flokkana á óformlegum fundum í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins vill flokkurinn láta reyna á samstjórn allra flokkanna. Skilaboðin frá kjósendum hafi verið ákall um breytingar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti flokksins, segist mjög hugsi yfir því hve fáir mættu á kjörstað og hve margir skiluðu auðu. „Hér voru ekki nema 65% sem mættu á kjörstað og 15% af þeim sem mættu skiluðu auðu. Ef einhvern tímann eru gefin skilaboð um að hugsa hlutina upp á nýtt þá er það núna.“ Lúðvík segir niðurstöðu kosninganna mikil vonbrigði fyrir flokkinn. Hann vann stórsigur í síðustu kosningum og sjö menn og stefndi að því að halda sex núna. „Við erum að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni fyrir myndun meirihluta. Jafnaðar- og félagshyggjuflokkarnir eru saman með meirihluta og mér finnst það skýr skilaboð frá kjósendum.“ Lúðvík segir vinstri flokkana hafa talað fyrir samstarfi fyrir kosningar og það ætti enn að standa. Hann vildi ekki segja hvort flokkurinn gerði kröfu um að hann yrði bæjar-stjóri. Heimildir blaðsins herma að Vinstri græn geri ráð fyrir að Guðrún verði bæjarstjóri, verði af samstjórn. Valdimar Svavarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segist í skýjunum eftir stórsigur flokksins. Hann segir menn opna fyrir ýmsum samstarfsmöguleikum, en ekkert sé fast í hendi ennþá. „Fólk er að ræða saman og við erum opin fyrir því að skoða ýmislegt. Það er hins vegar ekkert áþreifanlegt komið ennþá og allir möguleikar opnir.“ Taka verði tillit til þeirra skilaboða sem kjósendur gáfu í kosningunum og með lítilli þátttöku.kolbeinn@frettabladid.is lúðvík geirsson
Kosningar 2010 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira