Umfjöllun: Njarðvík sá glitta í sigur en Keflavík kláraði dæmið Elvar Geir Magnússon skrifar 22. nóvember 2010 22:39 Hörður Axel Vilhjálmsson. Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við naumt tap á útivelli gegn grönnunum og erkifjendunum í Keflavík í kvöld. Úrslitin urðu 78-72 og fimmta tap Njarðvíkinga í röð staðreynd. Þeir voru greinilega með blóðbragð í munninum í þessum leik en slæmar ákvarðanatökur í lokin gerðu það að verkum að þeir yfirgáfu sláturhúsið tómhentir. Keflvíkingar hafa nú tíu stig en Njarðvíkingar eru aðeins með fjögur, þeirra versta byrjun í úrvalsdeild. Baráttan var allsráðandi í leiknum í kvöld. Vel var mætt á leikinn, þétt setið en stemningin í stúkunni hefði þó mátt vera mun betri. Villurnar léku Njarðvíkinga grátt strax í byrjun. Jóhann Árni Ólafsson var kominn með þrjár villur um miðjan fyrsta leikhluta og Christopher Smith fékk svo sína þriðju stuttu síðar við litla hrifningu þjálfarans Sigurðar Ingimundarsonar. Magnús Þór Gunnarsson var mættur aftur í Njarðvíkurbúninginn, hann byrjaði á bekknum en þegar hann kom inn gegn sínum gömlu félögum var hann ekki lengi að setja sín fyrstu stig. Keflvíkingar byrjuðu betur og leiddu með tíu stiga mun að loknum fyrsta leikhluta. Þeir kláruðu fjórðunginn með stæl, með glæsilegri þriggja stiga körfu Harðar Axels Vilhjálmssonar og svo troðslu hjá Gunnari Einarssyni. Njarðvíkingar komust í öllu betri gír í öðrum leikhlutanum, allt liðið var farið að virka betur og þeir náðu að snúa stöðunni við, komust í fyrsta sinn yfir 30-32. Heimamenn fóru þó með forystuna inn í hálfleikinn, staðan 37-34. Spennan hélt áfram eftir hlé og jafnræði var með liðunum en Keflavík leiddi með fjórum stigum fyrir lokafjórðunginn. Hart var barist og þurfti Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson að vera utan vallar um tíma eftir að hafa hlotið skurð við augabrún. Með góðum kafla komust Njarðvíkingar skrefinu á undan en þegar Valentino Maxwell setti niður þrist og jafnaði þá féll stemningin með heimamönnum. Lokamínútan var gríðarlega spennandi, Keflavík var með þriggja stiga forystu og Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu, tóku nokkrar dýrkeyptar ákvarðanir svo heimasigur varð staðreynd. Sex stiga sigur Keflvíkinga. Maður leiksins var Serbinn Lazar Trifunovic hjá Keflavík sem skoraði 27 stig og tók 15 fráköst. Trifunovic hefur heldur betur reynst Keflvíkingum happafengur síðan hann mætti til landsins. Keflavík-Njarðvík 78-72 (24-14, 13-20, 22-21, 19-17) Stig Keflavíkur: Lazar Trifunovic 27 (15 fráköst), Valentino Maxwell 16 (4 fráköst/3 varin skot), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12 (12 fráköst/3 varin skot), Hörður Axel Vilhjálmsson 11 (6 fráköst/7 stoðsendingar), Gunnar Einarsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 2. Njarðvík: Christopher Smith 15 (10 fráköst/6 varin skot), Guðmundur Jónsson 14, Friðrik E. Stefánsson 9 (11 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 9, Páll Kristinsson 6 (6 fráköst), Lárus Jónsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6 (4 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Skúlason: Komumst aldrei almennilega í gang Keflavík vann grannaslaginn gegn Njarðvík 78-72 í hörkuspennandi leik. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er ánægður með bæði stigin en telur lið sitt hafa verið langt frá sínu besta. 22. nóvember 2010 22:29 Gunnar Einarsson: Nú á maður montréttinn „Grannaslagirnir eru skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Gunnar Einarsson Keflvíkingur eftir að liðið vann nauman sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í körfubolta. 22. nóvember 2010 22:25 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við naumt tap á útivelli gegn grönnunum og erkifjendunum í Keflavík í kvöld. Úrslitin urðu 78-72 og fimmta tap Njarðvíkinga í röð staðreynd. Þeir voru greinilega með blóðbragð í munninum í þessum leik en slæmar ákvarðanatökur í lokin gerðu það að verkum að þeir yfirgáfu sláturhúsið tómhentir. Keflvíkingar hafa nú tíu stig en Njarðvíkingar eru aðeins með fjögur, þeirra versta byrjun í úrvalsdeild. Baráttan var allsráðandi í leiknum í kvöld. Vel var mætt á leikinn, þétt setið en stemningin í stúkunni hefði þó mátt vera mun betri. Villurnar léku Njarðvíkinga grátt strax í byrjun. Jóhann Árni Ólafsson var kominn með þrjár villur um miðjan fyrsta leikhluta og Christopher Smith fékk svo sína þriðju stuttu síðar við litla hrifningu þjálfarans Sigurðar Ingimundarsonar. Magnús Þór Gunnarsson var mættur aftur í Njarðvíkurbúninginn, hann byrjaði á bekknum en þegar hann kom inn gegn sínum gömlu félögum var hann ekki lengi að setja sín fyrstu stig. Keflvíkingar byrjuðu betur og leiddu með tíu stiga mun að loknum fyrsta leikhluta. Þeir kláruðu fjórðunginn með stæl, með glæsilegri þriggja stiga körfu Harðar Axels Vilhjálmssonar og svo troðslu hjá Gunnari Einarssyni. Njarðvíkingar komust í öllu betri gír í öðrum leikhlutanum, allt liðið var farið að virka betur og þeir náðu að snúa stöðunni við, komust í fyrsta sinn yfir 30-32. Heimamenn fóru þó með forystuna inn í hálfleikinn, staðan 37-34. Spennan hélt áfram eftir hlé og jafnræði var með liðunum en Keflavík leiddi með fjórum stigum fyrir lokafjórðunginn. Hart var barist og þurfti Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson að vera utan vallar um tíma eftir að hafa hlotið skurð við augabrún. Með góðum kafla komust Njarðvíkingar skrefinu á undan en þegar Valentino Maxwell setti niður þrist og jafnaði þá féll stemningin með heimamönnum. Lokamínútan var gríðarlega spennandi, Keflavík var með þriggja stiga forystu og Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu, tóku nokkrar dýrkeyptar ákvarðanir svo heimasigur varð staðreynd. Sex stiga sigur Keflvíkinga. Maður leiksins var Serbinn Lazar Trifunovic hjá Keflavík sem skoraði 27 stig og tók 15 fráköst. Trifunovic hefur heldur betur reynst Keflvíkingum happafengur síðan hann mætti til landsins. Keflavík-Njarðvík 78-72 (24-14, 13-20, 22-21, 19-17) Stig Keflavíkur: Lazar Trifunovic 27 (15 fráköst), Valentino Maxwell 16 (4 fráköst/3 varin skot), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12 (12 fráköst/3 varin skot), Hörður Axel Vilhjálmsson 11 (6 fráköst/7 stoðsendingar), Gunnar Einarsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 2. Njarðvík: Christopher Smith 15 (10 fráköst/6 varin skot), Guðmundur Jónsson 14, Friðrik E. Stefánsson 9 (11 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 9, Páll Kristinsson 6 (6 fráköst), Lárus Jónsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6 (4 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Skúlason: Komumst aldrei almennilega í gang Keflavík vann grannaslaginn gegn Njarðvík 78-72 í hörkuspennandi leik. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er ánægður með bæði stigin en telur lið sitt hafa verið langt frá sínu besta. 22. nóvember 2010 22:29 Gunnar Einarsson: Nú á maður montréttinn „Grannaslagirnir eru skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Gunnar Einarsson Keflvíkingur eftir að liðið vann nauman sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í körfubolta. 22. nóvember 2010 22:25 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
Guðjón Skúlason: Komumst aldrei almennilega í gang Keflavík vann grannaslaginn gegn Njarðvík 78-72 í hörkuspennandi leik. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er ánægður með bæði stigin en telur lið sitt hafa verið langt frá sínu besta. 22. nóvember 2010 22:29
Gunnar Einarsson: Nú á maður montréttinn „Grannaslagirnir eru skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Gunnar Einarsson Keflvíkingur eftir að liðið vann nauman sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í körfubolta. 22. nóvember 2010 22:25