Umfjöllun: Njarðvík sá glitta í sigur en Keflavík kláraði dæmið Elvar Geir Magnússon skrifar 22. nóvember 2010 22:39 Hörður Axel Vilhjálmsson. Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við naumt tap á útivelli gegn grönnunum og erkifjendunum í Keflavík í kvöld. Úrslitin urðu 78-72 og fimmta tap Njarðvíkinga í röð staðreynd. Þeir voru greinilega með blóðbragð í munninum í þessum leik en slæmar ákvarðanatökur í lokin gerðu það að verkum að þeir yfirgáfu sláturhúsið tómhentir. Keflvíkingar hafa nú tíu stig en Njarðvíkingar eru aðeins með fjögur, þeirra versta byrjun í úrvalsdeild. Baráttan var allsráðandi í leiknum í kvöld. Vel var mætt á leikinn, þétt setið en stemningin í stúkunni hefði þó mátt vera mun betri. Villurnar léku Njarðvíkinga grátt strax í byrjun. Jóhann Árni Ólafsson var kominn með þrjár villur um miðjan fyrsta leikhluta og Christopher Smith fékk svo sína þriðju stuttu síðar við litla hrifningu þjálfarans Sigurðar Ingimundarsonar. Magnús Þór Gunnarsson var mættur aftur í Njarðvíkurbúninginn, hann byrjaði á bekknum en þegar hann kom inn gegn sínum gömlu félögum var hann ekki lengi að setja sín fyrstu stig. Keflvíkingar byrjuðu betur og leiddu með tíu stiga mun að loknum fyrsta leikhluta. Þeir kláruðu fjórðunginn með stæl, með glæsilegri þriggja stiga körfu Harðar Axels Vilhjálmssonar og svo troðslu hjá Gunnari Einarssyni. Njarðvíkingar komust í öllu betri gír í öðrum leikhlutanum, allt liðið var farið að virka betur og þeir náðu að snúa stöðunni við, komust í fyrsta sinn yfir 30-32. Heimamenn fóru þó með forystuna inn í hálfleikinn, staðan 37-34. Spennan hélt áfram eftir hlé og jafnræði var með liðunum en Keflavík leiddi með fjórum stigum fyrir lokafjórðunginn. Hart var barist og þurfti Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson að vera utan vallar um tíma eftir að hafa hlotið skurð við augabrún. Með góðum kafla komust Njarðvíkingar skrefinu á undan en þegar Valentino Maxwell setti niður þrist og jafnaði þá féll stemningin með heimamönnum. Lokamínútan var gríðarlega spennandi, Keflavík var með þriggja stiga forystu og Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu, tóku nokkrar dýrkeyptar ákvarðanir svo heimasigur varð staðreynd. Sex stiga sigur Keflvíkinga. Maður leiksins var Serbinn Lazar Trifunovic hjá Keflavík sem skoraði 27 stig og tók 15 fráköst. Trifunovic hefur heldur betur reynst Keflvíkingum happafengur síðan hann mætti til landsins. Keflavík-Njarðvík 78-72 (24-14, 13-20, 22-21, 19-17) Stig Keflavíkur: Lazar Trifunovic 27 (15 fráköst), Valentino Maxwell 16 (4 fráköst/3 varin skot), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12 (12 fráköst/3 varin skot), Hörður Axel Vilhjálmsson 11 (6 fráköst/7 stoðsendingar), Gunnar Einarsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 2. Njarðvík: Christopher Smith 15 (10 fráköst/6 varin skot), Guðmundur Jónsson 14, Friðrik E. Stefánsson 9 (11 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 9, Páll Kristinsson 6 (6 fráköst), Lárus Jónsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6 (4 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Skúlason: Komumst aldrei almennilega í gang Keflavík vann grannaslaginn gegn Njarðvík 78-72 í hörkuspennandi leik. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er ánægður með bæði stigin en telur lið sitt hafa verið langt frá sínu besta. 22. nóvember 2010 22:29 Gunnar Einarsson: Nú á maður montréttinn „Grannaslagirnir eru skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Gunnar Einarsson Keflvíkingur eftir að liðið vann nauman sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í körfubolta. 22. nóvember 2010 22:25 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við naumt tap á útivelli gegn grönnunum og erkifjendunum í Keflavík í kvöld. Úrslitin urðu 78-72 og fimmta tap Njarðvíkinga í röð staðreynd. Þeir voru greinilega með blóðbragð í munninum í þessum leik en slæmar ákvarðanatökur í lokin gerðu það að verkum að þeir yfirgáfu sláturhúsið tómhentir. Keflvíkingar hafa nú tíu stig en Njarðvíkingar eru aðeins með fjögur, þeirra versta byrjun í úrvalsdeild. Baráttan var allsráðandi í leiknum í kvöld. Vel var mætt á leikinn, þétt setið en stemningin í stúkunni hefði þó mátt vera mun betri. Villurnar léku Njarðvíkinga grátt strax í byrjun. Jóhann Árni Ólafsson var kominn með þrjár villur um miðjan fyrsta leikhluta og Christopher Smith fékk svo sína þriðju stuttu síðar við litla hrifningu þjálfarans Sigurðar Ingimundarsonar. Magnús Þór Gunnarsson var mættur aftur í Njarðvíkurbúninginn, hann byrjaði á bekknum en þegar hann kom inn gegn sínum gömlu félögum var hann ekki lengi að setja sín fyrstu stig. Keflvíkingar byrjuðu betur og leiddu með tíu stiga mun að loknum fyrsta leikhluta. Þeir kláruðu fjórðunginn með stæl, með glæsilegri þriggja stiga körfu Harðar Axels Vilhjálmssonar og svo troðslu hjá Gunnari Einarssyni. Njarðvíkingar komust í öllu betri gír í öðrum leikhlutanum, allt liðið var farið að virka betur og þeir náðu að snúa stöðunni við, komust í fyrsta sinn yfir 30-32. Heimamenn fóru þó með forystuna inn í hálfleikinn, staðan 37-34. Spennan hélt áfram eftir hlé og jafnræði var með liðunum en Keflavík leiddi með fjórum stigum fyrir lokafjórðunginn. Hart var barist og þurfti Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson að vera utan vallar um tíma eftir að hafa hlotið skurð við augabrún. Með góðum kafla komust Njarðvíkingar skrefinu á undan en þegar Valentino Maxwell setti niður þrist og jafnaði þá féll stemningin með heimamönnum. Lokamínútan var gríðarlega spennandi, Keflavík var með þriggja stiga forystu og Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu, tóku nokkrar dýrkeyptar ákvarðanir svo heimasigur varð staðreynd. Sex stiga sigur Keflvíkinga. Maður leiksins var Serbinn Lazar Trifunovic hjá Keflavík sem skoraði 27 stig og tók 15 fráköst. Trifunovic hefur heldur betur reynst Keflvíkingum happafengur síðan hann mætti til landsins. Keflavík-Njarðvík 78-72 (24-14, 13-20, 22-21, 19-17) Stig Keflavíkur: Lazar Trifunovic 27 (15 fráköst), Valentino Maxwell 16 (4 fráköst/3 varin skot), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12 (12 fráköst/3 varin skot), Hörður Axel Vilhjálmsson 11 (6 fráköst/7 stoðsendingar), Gunnar Einarsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 2. Njarðvík: Christopher Smith 15 (10 fráköst/6 varin skot), Guðmundur Jónsson 14, Friðrik E. Stefánsson 9 (11 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 9, Páll Kristinsson 6 (6 fráköst), Lárus Jónsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6 (4 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Skúlason: Komumst aldrei almennilega í gang Keflavík vann grannaslaginn gegn Njarðvík 78-72 í hörkuspennandi leik. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er ánægður með bæði stigin en telur lið sitt hafa verið langt frá sínu besta. 22. nóvember 2010 22:29 Gunnar Einarsson: Nú á maður montréttinn „Grannaslagirnir eru skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Gunnar Einarsson Keflvíkingur eftir að liðið vann nauman sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í körfubolta. 22. nóvember 2010 22:25 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Guðjón Skúlason: Komumst aldrei almennilega í gang Keflavík vann grannaslaginn gegn Njarðvík 78-72 í hörkuspennandi leik. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er ánægður með bæði stigin en telur lið sitt hafa verið langt frá sínu besta. 22. nóvember 2010 22:29
Gunnar Einarsson: Nú á maður montréttinn „Grannaslagirnir eru skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Gunnar Einarsson Keflvíkingur eftir að liðið vann nauman sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í körfubolta. 22. nóvember 2010 22:25