Um 2.000.000 ferkílómetra áhrifasvæði 21. ágúst 2010 07:00 Fyrir nokkru birtist greinin „Virkisturn í norðri?" í Morgunblaðinu eftir Ögmund Jónasson alþingismann sem valdið hefur töluverðu fjaðrafoki. Í greininni heldur Ögmundur því fram að ef Ísland „sameinist" Evrópusambandinu (ESB) stækki yfirráðasvæði sambandsins um tæp 10 prósent og áhrifasvæði (eftirlits- og björgunarsvæði) um 20 prósent. Áhrifasvæðið færi úr u.þ.b. 10 milljónum ferkílómetra í 12 milljónir ferkílómetra. Þetta er ekki alls kostar rétt hjá Ögmundi. Hér að neðan verður bent á að fullveldisréttindi Íslands eru takmörkuð á því svæði sem hann nefnir yfirráðasvæði og að slík réttindi á svokölluðu áhrifasvæði eru engin og ólíklegt að nokkur ásælist þau.YFIRRÁÐASVÆÐI Með yfirráðasvæði á Ögmundur væntanlega við landsvæði Íslands, innsævi, 12 sjómílna landhelgi, 200 sjómílna efnahagslögsögu og óstaðfest landgrunnsréttindi fyrir utan 200 sjómílur. Ef einungis er tekið mið af þeim hafsvæðum sem Ísland hefur einhvers konar yfirráð yfir á þessari stundu eru þau um 750.000 ferkílómetrar. Þau verða þó líklega meiri í framtíðinni ef landgrunnsnefnd SÞ samþykkir landgrunnskröfur Íslands. Rétt er að benda á að Ísland nýtur ekki fullveldisréttar í efnahagslögsögunni né á landgrunninu. Á þessu svæði nýtur Ísland takmarkaðra fullveldisréttinda. Í efnahagslögsögunni fara strandríki einkum með fullveldisréttindi yfir vernd, rannsóknum og nýtingu auðlinda hafsins og lögsögu að því er varðar gerð og afnot tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja, hafrannsóknir og verndun og varðveislu hafrýmisins. Þar hafa hins vegar erlendir aðilar m.a. rétt til siglinga og yfirflugs og til lagningar neðansjávarstrengja og -leiðslna og önnur alþjóðlega lögmæt not hafsins sem snerta þessi réttindi, t.d. þau not er tengjast starfrækslu skipa, loftfara og neðansjávarstrengja og -leiðslna. Þar að auki er strandríkjum ekki talið heimilt að koma í veg fyrir heræfingar erlendra ríkja á þessu svæði. Í landgrunninu fara strandríki með fullveldisréttindi að því er varðar rannsóknir og hagnýtingu náttúruauðlinda þess. Þær auðlindir teljast vera jarðefnaauðlindir og aðrar ólífrænar auðlindir hafsbotnsins og botnlaganna ásamt lífverum í flokki botnsetutegunda. Réttindi strandríkja yfir landgrunninu hafa ekki áhrif á réttarstöðu yfirlæga hafsins né loftrýmisins yfir hafinu. Víðátta landgrunnsins getur verið meiri en víðátta efnahagslösögunnar, þ.e. það getur náð út fyrir 200 sjómílur. Ljóst er af því sem segir hér að ofan að yfirráðaréttur íslenska ríkisins til stærsta hluta þeirra svæða sem Ögmundur kallar yfirráðasvæði er takmarkaður. Það skal þó ekki gert lítið úr mikilvægi fullveldisréttinda Íslands í efnahagslögsögunni og á landgrunninu, sbr. fiskveiðar Íslendinga og hugsanleg olíuvinnsla.ÁHRIFASVÆÐI Með áhrifasvæði virðist Ögmundur eiga fyrst og fremst við það svæði sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til að sinna samkvæmt alþjóðasamningnum um leit og björgun á sjó frá árinu 1979. Svæðið sem Ísland er ábyrgt fyrir er í kringum 1.800.000 ferkílómetra og nær langt út fyrir efnahagslögsöguna, inn á alþjóðlegt hafsvæði og nær yfir stóran hluta efnahagslögsögu Grænlands, Færeyja og Noregs (Jan Mayen svæðið). Samningurinn gengur fyrst og fremst út á að skilgreina leitar- og björgunarsvæði. Slík svæði eru sett á laggirnar til að samræma aðgerðir frá skilgreindum leitar- og björgunarsamhæfingarstöðvum. Samningurinn skapar engin fullveldisréttindi til handa aðildarríkjum samningsins. Þar að auki er sérstaklega tekið fram í viðauka við samninginn að afmörkun slíkra svæða tengist ekki og skuli ekki hafa áhrif á afmörkun haf- eða landsvæða ríkja. Ólíklegt verður að teljast að ESB, eða yfirhöfuð einhver, ásælist slík leitar- og björgunarsvæði. Til að draga saman efni þessarar greinar þá fer Ögmundur ekki rétt með þegar hann segir að áhrifasvæði Íslands sé 2.000.000 ferkílómetra. Bent skal sérstaklega á að grein þessi hefur ekki fjallað um hvar, yfir hverjum og í hvaða málaflokkum ESB hefur lögsögu á hafsvæðum aðildarríkja sinna, slík umfjöllun myndi væntanlega veikja málflutning Ögmundar enn frekar. Að lokum verður spurt þeirrar spurningar hvort málsmetandi alþingismenn, sem margir taka mark á, þurfi ekki að vanda málflutning sinn betur áður en þeir tjá sig um flókin og mikilvæg málefni sem snerta framtíð Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru birtist greinin „Virkisturn í norðri?" í Morgunblaðinu eftir Ögmund Jónasson alþingismann sem valdið hefur töluverðu fjaðrafoki. Í greininni heldur Ögmundur því fram að ef Ísland „sameinist" Evrópusambandinu (ESB) stækki yfirráðasvæði sambandsins um tæp 10 prósent og áhrifasvæði (eftirlits- og björgunarsvæði) um 20 prósent. Áhrifasvæðið færi úr u.þ.b. 10 milljónum ferkílómetra í 12 milljónir ferkílómetra. Þetta er ekki alls kostar rétt hjá Ögmundi. Hér að neðan verður bent á að fullveldisréttindi Íslands eru takmörkuð á því svæði sem hann nefnir yfirráðasvæði og að slík réttindi á svokölluðu áhrifasvæði eru engin og ólíklegt að nokkur ásælist þau.YFIRRÁÐASVÆÐI Með yfirráðasvæði á Ögmundur væntanlega við landsvæði Íslands, innsævi, 12 sjómílna landhelgi, 200 sjómílna efnahagslögsögu og óstaðfest landgrunnsréttindi fyrir utan 200 sjómílur. Ef einungis er tekið mið af þeim hafsvæðum sem Ísland hefur einhvers konar yfirráð yfir á þessari stundu eru þau um 750.000 ferkílómetrar. Þau verða þó líklega meiri í framtíðinni ef landgrunnsnefnd SÞ samþykkir landgrunnskröfur Íslands. Rétt er að benda á að Ísland nýtur ekki fullveldisréttar í efnahagslögsögunni né á landgrunninu. Á þessu svæði nýtur Ísland takmarkaðra fullveldisréttinda. Í efnahagslögsögunni fara strandríki einkum með fullveldisréttindi yfir vernd, rannsóknum og nýtingu auðlinda hafsins og lögsögu að því er varðar gerð og afnot tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja, hafrannsóknir og verndun og varðveislu hafrýmisins. Þar hafa hins vegar erlendir aðilar m.a. rétt til siglinga og yfirflugs og til lagningar neðansjávarstrengja og -leiðslna og önnur alþjóðlega lögmæt not hafsins sem snerta þessi réttindi, t.d. þau not er tengjast starfrækslu skipa, loftfara og neðansjávarstrengja og -leiðslna. Þar að auki er strandríkjum ekki talið heimilt að koma í veg fyrir heræfingar erlendra ríkja á þessu svæði. Í landgrunninu fara strandríki með fullveldisréttindi að því er varðar rannsóknir og hagnýtingu náttúruauðlinda þess. Þær auðlindir teljast vera jarðefnaauðlindir og aðrar ólífrænar auðlindir hafsbotnsins og botnlaganna ásamt lífverum í flokki botnsetutegunda. Réttindi strandríkja yfir landgrunninu hafa ekki áhrif á réttarstöðu yfirlæga hafsins né loftrýmisins yfir hafinu. Víðátta landgrunnsins getur verið meiri en víðátta efnahagslösögunnar, þ.e. það getur náð út fyrir 200 sjómílur. Ljóst er af því sem segir hér að ofan að yfirráðaréttur íslenska ríkisins til stærsta hluta þeirra svæða sem Ögmundur kallar yfirráðasvæði er takmarkaður. Það skal þó ekki gert lítið úr mikilvægi fullveldisréttinda Íslands í efnahagslögsögunni og á landgrunninu, sbr. fiskveiðar Íslendinga og hugsanleg olíuvinnsla.ÁHRIFASVÆÐI Með áhrifasvæði virðist Ögmundur eiga fyrst og fremst við það svæði sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til að sinna samkvæmt alþjóðasamningnum um leit og björgun á sjó frá árinu 1979. Svæðið sem Ísland er ábyrgt fyrir er í kringum 1.800.000 ferkílómetra og nær langt út fyrir efnahagslögsöguna, inn á alþjóðlegt hafsvæði og nær yfir stóran hluta efnahagslögsögu Grænlands, Færeyja og Noregs (Jan Mayen svæðið). Samningurinn gengur fyrst og fremst út á að skilgreina leitar- og björgunarsvæði. Slík svæði eru sett á laggirnar til að samræma aðgerðir frá skilgreindum leitar- og björgunarsamhæfingarstöðvum. Samningurinn skapar engin fullveldisréttindi til handa aðildarríkjum samningsins. Þar að auki er sérstaklega tekið fram í viðauka við samninginn að afmörkun slíkra svæða tengist ekki og skuli ekki hafa áhrif á afmörkun haf- eða landsvæða ríkja. Ólíklegt verður að teljast að ESB, eða yfirhöfuð einhver, ásælist slík leitar- og björgunarsvæði. Til að draga saman efni þessarar greinar þá fer Ögmundur ekki rétt með þegar hann segir að áhrifasvæði Íslands sé 2.000.000 ferkílómetra. Bent skal sérstaklega á að grein þessi hefur ekki fjallað um hvar, yfir hverjum og í hvaða málaflokkum ESB hefur lögsögu á hafsvæðum aðildarríkja sinna, slík umfjöllun myndi væntanlega veikja málflutning Ögmundar enn frekar. Að lokum verður spurt þeirrar spurningar hvort málsmetandi alþingismenn, sem margir taka mark á, þurfi ekki að vanda málflutning sinn betur áður en þeir tjá sig um flókin og mikilvæg málefni sem snerta framtíð Íslendinga.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun