Tilboð Magma dugar ekki VG Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2010 18:32 Tilboð Magma Energy um að ríkið eignist forkaupsrétt í hlut félagsins í HS Orku dugar ekki að mati Atla Gíslasonar fulltrúa Vinstri grænna í iðnaðarnefnd. Hann vill að orkuauðlindir landsins séu ótvírætt í eigu opinberra aðila. Magma Energy á nú 86 prósenta hlut í HS Orku en einkaaðilar hafa mátt eiga orkusölufyrirtæki um nokkurra ára skeið. Mikil andstaða hefur hins vegar verið við slíkt eignarhald á vinstri kanti stjórnmálanna eftir að Magma Energy eignaðist hlut sinn í HS Orku og nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda til að fara yfir þau mál. Ross Beaty forstjóri Magma hefur boðið íslenskum stjórnvöldum að ríkið eignist forkaupsrétt á hlut félagsins og jafnframt boðist til að sætta sig við skemmri nýtingarrétt á orku á Reykjanesi, en þau 65 ár sem núgildandi samningar gera ráð fyrir. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist líta á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við samfélagið í málinu. Ráðherra ætlar að funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins eftir helgi, en ekki er víst að þessi leið sætti alla stjórnarliða. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í iðnaðarnefnd sagði eftirfarandi í samtali við fréttastofuna í dag: "Þessi lausn dugar mér ekki. Ég vil að orkuauðlindirnar séu ótvírætt í eigu íslensku þjóðarinnar. Forkaupsréttur ríkisins myndi þýða að Magma gæti átt þetta um ókomna tíð. - En ég vil bíða eftir því hver niðurstaða nefndarinnar sem er að skoða þetta verður. Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að eign Magma á hlutnum sé lögleg, vil ég engu að síður að ríkið leysi til sín hlutinn með einum eða öðrum hætti." Iðnaðarráðherra hugnast ekki þjóðnýtingarleiðin. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Skroll-Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Tilboð Magma Energy um að ríkið eignist forkaupsrétt í hlut félagsins í HS Orku dugar ekki að mati Atla Gíslasonar fulltrúa Vinstri grænna í iðnaðarnefnd. Hann vill að orkuauðlindir landsins séu ótvírætt í eigu opinberra aðila. Magma Energy á nú 86 prósenta hlut í HS Orku en einkaaðilar hafa mátt eiga orkusölufyrirtæki um nokkurra ára skeið. Mikil andstaða hefur hins vegar verið við slíkt eignarhald á vinstri kanti stjórnmálanna eftir að Magma Energy eignaðist hlut sinn í HS Orku og nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda til að fara yfir þau mál. Ross Beaty forstjóri Magma hefur boðið íslenskum stjórnvöldum að ríkið eignist forkaupsrétt á hlut félagsins og jafnframt boðist til að sætta sig við skemmri nýtingarrétt á orku á Reykjanesi, en þau 65 ár sem núgildandi samningar gera ráð fyrir. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist líta á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við samfélagið í málinu. Ráðherra ætlar að funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins eftir helgi, en ekki er víst að þessi leið sætti alla stjórnarliða. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í iðnaðarnefnd sagði eftirfarandi í samtali við fréttastofuna í dag: "Þessi lausn dugar mér ekki. Ég vil að orkuauðlindirnar séu ótvírætt í eigu íslensku þjóðarinnar. Forkaupsréttur ríkisins myndi þýða að Magma gæti átt þetta um ókomna tíð. - En ég vil bíða eftir því hver niðurstaða nefndarinnar sem er að skoða þetta verður. Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að eign Magma á hlutnum sé lögleg, vil ég engu að síður að ríkið leysi til sín hlutinn með einum eða öðrum hætti." Iðnaðarráðherra hugnast ekki þjóðnýtingarleiðin. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira