Fréttaskýring: Um hvað snúast fundahöld stjórnmálaflokka um helgina? 24. júní 2010 06:00 Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í fyrra. Þrír stærstu flokkarnir á þingi funda um helgina. Fundir VG og Samfylkingar eru öðrum þræði til að bregðast við sveitarstjórnarkosningum en fundur Sjálfstæðisflokks var ákveðinn til að kjósa varaformann. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um helgina, auk flokksráðsfunda Samfylkingarinnar og Samfylkingarinnar. Á fundunum verður meðal annars rætt um niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis og niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna, þar sem allir hefðbundir flokkar töpuðu fylgi frá kosningunum fyrir fjórum"arum. Aukalandsfundur sjálfstæðismanna verður langstærsti fundur helgarinnar, þar sem allt að 1.500 manns hafa rétt til að sitja fundinn og kjósa um ályktanir. Á síðasta landsfundi voru um 1.700 fulltrúar. „Tilefnið er varaformannskjörið en síðan á að vinna málefnastarf og kynna og ganga frá stjórnmálaályktun, það er að segja stefnu flokksins gagnvart þjóðmálunum eins og þau blasa við núna," segir Jónmundur Guðmarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Enginn varaformaður hefur verið í flokknum síðan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér í apríl. Jónmundur vonast eftir góðum tillögum um hvernig flokkurinn eigi að horfa fram á veginn. Meðal annars búist hann við afgreiðslu á nýrri jafnréttisstefnu flokksins. Svokallaður viðbragðshópur flokksins á að fara yfir stjórnmálaástandið almennt, meðal annars rannsóknarskýrslu Alþingis. Hugsanlegar breytingar á innra starfi flokksins, sem verða ræddar, taki meðal annars mið af því. Niðurstöður sveitarstjórnarkosninga eru ekki sérstakur dagskrárliður á fundunum en Jónmundur segir að búast megi við almennri umræðu um þær í stjórnmálaumræðunum. Samfylking fundar þriðja sinniSigrún JónsdóttirÞriðji flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar á þessu ári hefst á laugardag klukkan 10 þar sem Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur greinir úrslit sveitarstjórnarkosninga. Samfylkingarfólk er ekki beinlínis sigri hrósandi eftir þær. Fundurinn er öllum opinn en um 200 manns hafa sérstakan setu- og atkvæðarétt á honum. Um 200 manns mæta allajafna á þessa fundi. Að erindi Ólafs loknu taka við málstofur um stöðu Samfylkingarinnar. Niðurstöður úr þeim verða sendar til framkvæmdastjórnar og umbótanefndar flokksins, nefndarinnar sem á að gera upp þátt Samfylkingar í hruninu. Rannsóknarskýrsla Alþingis verður rædd í einni málstofunni, en Samfylkingin hélt sérstakan fund um skýrsluna í apríl. Þá verður kynning á starfi umbótanefndar flokksins. „Ég á von á málefnalegum fundi þar sem verða umræður um stöðu og störf Samfylkingarinnar," segir Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, spurð hvort hún búist við líflegum umræðum eða jafnvel átökum um helgina. Uppgjörsfundur VGDrífa SnædalFlokksráðsfundur VG er kallaður „uppgjörsfundur" á skrifstofu flokksins. Farið verður yfir stöðuna eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Einnig verður rætt um rannsóknarskýrslu Alþingis, en það er í fyrsta skipti sem flokkurinn gerir það sem slíkur. Umræða um skýrsluna hefur einskorðast við umræðu í einstaka félögum. Farið verður yfir ályktanir sem koma fyrir fundinn og má búast við einhverju fréttnæmu í þeim efnum, miðað við síðasta flokksráðsfund, sem var á Akureyri í janúar. Þá var meðal annars lagt til við fundinn að hætt yrði við samstarf við AGS og umsókn að ESB yrði dregin til baka. Drífa Snædal, framkvæmdastýra flokksins, segir að málefnin verði sérstaklega tekin fyrir á málefnaþingi í haust, en á fundinum um helgina verði lagðar línurnar fyrir næstu fjögur ár í sveitarstjórnarmálum. VG hafi bætt við sig mörgum nýjum sveitarstjórnarmönnum sem geti þarna hitt eldri kollega sína. Á fundinum, sem er æðsta vald flokksins milli landsfunda, hafa um eitt hundrað manns atkvæðarétt. Búist er við að um 100 til 120 manns mæti. Ályktanir verða gerðar opinberar að fundi loknum og vísað til þar til bærra flokksstofnana. klemens@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um helgina, auk flokksráðsfunda Samfylkingarinnar og Samfylkingarinnar. Á fundunum verður meðal annars rætt um niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis og niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna, þar sem allir hefðbundir flokkar töpuðu fylgi frá kosningunum fyrir fjórum"arum. Aukalandsfundur sjálfstæðismanna verður langstærsti fundur helgarinnar, þar sem allt að 1.500 manns hafa rétt til að sitja fundinn og kjósa um ályktanir. Á síðasta landsfundi voru um 1.700 fulltrúar. „Tilefnið er varaformannskjörið en síðan á að vinna málefnastarf og kynna og ganga frá stjórnmálaályktun, það er að segja stefnu flokksins gagnvart þjóðmálunum eins og þau blasa við núna," segir Jónmundur Guðmarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Enginn varaformaður hefur verið í flokknum síðan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér í apríl. Jónmundur vonast eftir góðum tillögum um hvernig flokkurinn eigi að horfa fram á veginn. Meðal annars búist hann við afgreiðslu á nýrri jafnréttisstefnu flokksins. Svokallaður viðbragðshópur flokksins á að fara yfir stjórnmálaástandið almennt, meðal annars rannsóknarskýrslu Alþingis. Hugsanlegar breytingar á innra starfi flokksins, sem verða ræddar, taki meðal annars mið af því. Niðurstöður sveitarstjórnarkosninga eru ekki sérstakur dagskrárliður á fundunum en Jónmundur segir að búast megi við almennri umræðu um þær í stjórnmálaumræðunum. Samfylking fundar þriðja sinniSigrún JónsdóttirÞriðji flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar á þessu ári hefst á laugardag klukkan 10 þar sem Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur greinir úrslit sveitarstjórnarkosninga. Samfylkingarfólk er ekki beinlínis sigri hrósandi eftir þær. Fundurinn er öllum opinn en um 200 manns hafa sérstakan setu- og atkvæðarétt á honum. Um 200 manns mæta allajafna á þessa fundi. Að erindi Ólafs loknu taka við málstofur um stöðu Samfylkingarinnar. Niðurstöður úr þeim verða sendar til framkvæmdastjórnar og umbótanefndar flokksins, nefndarinnar sem á að gera upp þátt Samfylkingar í hruninu. Rannsóknarskýrsla Alþingis verður rædd í einni málstofunni, en Samfylkingin hélt sérstakan fund um skýrsluna í apríl. Þá verður kynning á starfi umbótanefndar flokksins. „Ég á von á málefnalegum fundi þar sem verða umræður um stöðu og störf Samfylkingarinnar," segir Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, spurð hvort hún búist við líflegum umræðum eða jafnvel átökum um helgina. Uppgjörsfundur VGDrífa SnædalFlokksráðsfundur VG er kallaður „uppgjörsfundur" á skrifstofu flokksins. Farið verður yfir stöðuna eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Einnig verður rætt um rannsóknarskýrslu Alþingis, en það er í fyrsta skipti sem flokkurinn gerir það sem slíkur. Umræða um skýrsluna hefur einskorðast við umræðu í einstaka félögum. Farið verður yfir ályktanir sem koma fyrir fundinn og má búast við einhverju fréttnæmu í þeim efnum, miðað við síðasta flokksráðsfund, sem var á Akureyri í janúar. Þá var meðal annars lagt til við fundinn að hætt yrði við samstarf við AGS og umsókn að ESB yrði dregin til baka. Drífa Snædal, framkvæmdastýra flokksins, segir að málefnin verði sérstaklega tekin fyrir á málefnaþingi í haust, en á fundinum um helgina verði lagðar línurnar fyrir næstu fjögur ár í sveitarstjórnarmálum. VG hafi bætt við sig mörgum nýjum sveitarstjórnarmönnum sem geti þarna hitt eldri kollega sína. Á fundinum, sem er æðsta vald flokksins milli landsfunda, hafa um eitt hundrað manns atkvæðarétt. Búist er við að um 100 til 120 manns mæti. Ályktanir verða gerðar opinberar að fundi loknum og vísað til þar til bærra flokksstofnana. klemens@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira