Arigo Sacchi segir Zlatan Ibrahimovic að læra mannasiði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2010 15:30 Zlatan Ibrahimovic fagnar öðru marka sinna í gær. Mynd/AP Zlatan Ibrahimovic var fljótur að breytast úr hetju í skúrk í sjónvarpsþætti eftir 2-0 sigur AC Milan á Auxerre í Meistaradeildinni í gær en Svíinn skoraði bæði mörk AC Milan í leiknum. Eftir leikinn grínaðist Arigo Sacchi, fyrrum þjálfari AC Milan og ítalska landsliðsins, með það að Ibrahimovic hefði ekki skorað fyrra markið nema af því að hann spilar í skóm númer 47. Það fauk vel í Zlatan um leið og hann heyrði þetta. „Sacchi verður að læra það að halda kjafti," sagði Zlatan Ibrahimovic og sjokkeraði um leið alla í sjónvarpssalnum. „Það er eins og hann sé öfundssjúkur út í mig því hann er alltaf að tala um mig. Hann þarf að tala minna um mig í sjónvarpinu og í blöðunum. Ef hann þarf að segja eitthvað við mig þá getur hann bara komið og hitt mig," sagði Zlatan öskureiður og beindi síðan orðum sínum beint til Arigo Sacchi. „Ef þér líkar ekki við hvernig ég spila þá slepptu því að koma og horfa á mig," sagði Zlatan og það dugði lítið þótt að umsjónarmaður þáttarins reyndi að skýra það út að að Arigo Sacchi hafi ekki verið að gagnrýna hann. „Hann sagði líka hluti um mig þegar ég var hjá Barcelona," sagði Zlatan. „Ég á nú að geta tjáð mína skoðun ef ég geri kurteislega og á réttan hátt. Ég trúi því varla að ég hafi móðgað þig," sagði Sacchi. „Þegar sumt fólk talar of mikið þá talar það of mikið. Þú ert einn af þessu fólki. Ef þér líkar ekki við hvernig ég spila slepptu því þá að koma og horfa á mig," endurtók Zlatan. „Leyfðu mér að útskýra," byrjaði Sacchi en Zlatan stoppaði hann strax. „Þú þarf ekki að útskýra neitt fyrir mér," sagði Zlatan áður en ítalski þjálfarinn endaði rifildið á því að segja: „Þú þarf að læra mannasiði sonur góður." Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic var fljótur að breytast úr hetju í skúrk í sjónvarpsþætti eftir 2-0 sigur AC Milan á Auxerre í Meistaradeildinni í gær en Svíinn skoraði bæði mörk AC Milan í leiknum. Eftir leikinn grínaðist Arigo Sacchi, fyrrum þjálfari AC Milan og ítalska landsliðsins, með það að Ibrahimovic hefði ekki skorað fyrra markið nema af því að hann spilar í skóm númer 47. Það fauk vel í Zlatan um leið og hann heyrði þetta. „Sacchi verður að læra það að halda kjafti," sagði Zlatan Ibrahimovic og sjokkeraði um leið alla í sjónvarpssalnum. „Það er eins og hann sé öfundssjúkur út í mig því hann er alltaf að tala um mig. Hann þarf að tala minna um mig í sjónvarpinu og í blöðunum. Ef hann þarf að segja eitthvað við mig þá getur hann bara komið og hitt mig," sagði Zlatan öskureiður og beindi síðan orðum sínum beint til Arigo Sacchi. „Ef þér líkar ekki við hvernig ég spila þá slepptu því að koma og horfa á mig," sagði Zlatan og það dugði lítið þótt að umsjónarmaður þáttarins reyndi að skýra það út að að Arigo Sacchi hafi ekki verið að gagnrýna hann. „Hann sagði líka hluti um mig þegar ég var hjá Barcelona," sagði Zlatan. „Ég á nú að geta tjáð mína skoðun ef ég geri kurteislega og á réttan hátt. Ég trúi því varla að ég hafi móðgað þig," sagði Sacchi. „Þegar sumt fólk talar of mikið þá talar það of mikið. Þú ert einn af þessu fólki. Ef þér líkar ekki við hvernig ég spila slepptu því þá að koma og horfa á mig," endurtók Zlatan. „Leyfðu mér að útskýra," byrjaði Sacchi en Zlatan stoppaði hann strax. „Þú þarf ekki að útskýra neitt fyrir mér," sagði Zlatan áður en ítalski þjálfarinn endaði rifildið á því að segja: „Þú þarf að læra mannasiði sonur góður."
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira