Brimbrettasveitin Bárujárn vann Þorskastríðið 6. maí 2010 08:15 Hljómsveitin Bárujárn er sigurvegari hljómsveitakeppninnar Þorskastríðið. Sigurvegari í hljómsveitakeppninni Þorskastríðið 2010 er brimbrettasveitin Bárujárn. Hún hlýtur í verðlaun hljóðverstíma til að fullvinna þrjú lög, ársbirgðir af lýsi og einnig verður henni flogið til Færeyja þar sem hún spilar á G-festival 15.-17. júlí. „Við erum ekki vön að fá eitthvað upp í hendurnar. Við höfum yfirleitt þurft að gera þetta sjálf," segir trymbillinn Leifur Ýmir Eyjólfsson. „Þetta er svolítið óvænt en það er alltaf gaman að vinna." Alls 92 flytjendur sendu inn lög í Þorskastríðið í ár. Skilyrðið var að sungið yrði á íslensku. Bárujárn var stofnuð haustið 2008 í Reykjavík. Auk Leifs Ýmis eru í hljómsveitinni Oddur S. Báruson bassaleikari, Hekla Magnúsdóttir, sem leikur á þeramín, og Sindri Freyr Steinsson sem syngur og spilar á gítar. Hljómsveitin spilar hressilegt brimbrettarokk með drungalegum undirtón. „Við leggjum upp með „sörf" en reynum að toga það í hinar og þessar áttir. Til að byrja með var þetta mikið þyngra en við höfum verið að slípa þetta til," segir Leifur. Hann vonast til að fyrsta plata sveitarinnar líti dagsins ljós á þessu ári og koma þá hljóðverstímarnir frá Cod Music, sem stendur á bak við Þorskastríðið ásamt Rás 2, að góðum notum. - fb Á Myspace-síðu Bárujárns má hlusta á nokkur lög eftir hljómsveitina. Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Sigurvegari í hljómsveitakeppninni Þorskastríðið 2010 er brimbrettasveitin Bárujárn. Hún hlýtur í verðlaun hljóðverstíma til að fullvinna þrjú lög, ársbirgðir af lýsi og einnig verður henni flogið til Færeyja þar sem hún spilar á G-festival 15.-17. júlí. „Við erum ekki vön að fá eitthvað upp í hendurnar. Við höfum yfirleitt þurft að gera þetta sjálf," segir trymbillinn Leifur Ýmir Eyjólfsson. „Þetta er svolítið óvænt en það er alltaf gaman að vinna." Alls 92 flytjendur sendu inn lög í Þorskastríðið í ár. Skilyrðið var að sungið yrði á íslensku. Bárujárn var stofnuð haustið 2008 í Reykjavík. Auk Leifs Ýmis eru í hljómsveitinni Oddur S. Báruson bassaleikari, Hekla Magnúsdóttir, sem leikur á þeramín, og Sindri Freyr Steinsson sem syngur og spilar á gítar. Hljómsveitin spilar hressilegt brimbrettarokk með drungalegum undirtón. „Við leggjum upp með „sörf" en reynum að toga það í hinar og þessar áttir. Til að byrja með var þetta mikið þyngra en við höfum verið að slípa þetta til," segir Leifur. Hann vonast til að fyrsta plata sveitarinnar líti dagsins ljós á þessu ári og koma þá hljóðverstímarnir frá Cod Music, sem stendur á bak við Þorskastríðið ásamt Rás 2, að góðum notum. - fb Á Myspace-síðu Bárujárns má hlusta á nokkur lög eftir hljómsveitina.
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira