Chelsea og Arsenal í góðum málum í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2010 20:37 Marouane Chamakh fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/AP Ensku liðin Chelsea og Arsenal eru í góðum málum í Meistaradeildinni eftir sigra í kvöld. Real Madrid er einnig með fullt hús eftir tvo leiki þökk sé síðbundu sigurmarki frá Argentínumanninum Ángel Di María. Bastian Schweinsteiger tryggði Bayern Munchen síðan 2-1 útisigur á Basel eftir að þýsku meistararnir lentu undir í leiknum. Chelsea vann 2-0 sigur á frönsku meisturunum í Marseille þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Marseille byrjaði vel á Brúnni en það breyttist allt þegar John Terry kom Chelsea í 1-0 á 7. mínútu. Terry mætti þá á nærstöngina og potaði inn hornspyrnu frá Gaël Kakuta. Nicolas Anelka kom Chelsea í 2-0 með marki úr vítaspyrnu eftir að varnarmaður Marseille handlék boltann í teignum. Spartak Moskva er líka með fullt hús í F-riðli eins og Chelsea eftir 3-0 sigur á Zilina í leik sem fór fram fyrr í dag. Brasilíumennirnir Ari (2 mörk) og Ibson sáu um markaskorunina í leiknum. Arsenal vann góðan 3-1 útisigur á Partizan Belgrad þar sem tvö síðustu mörkin komu eftir að liðið varð manni fleiri inn á vellinum. Markverðir beggja liða vörðu víti í leiknum. Andrei Arshavin kom Arsenal í 1-0 á 14. mínútu eftir skemmtileg þríhyrningaspil við Jack Wilshere en hin ungi Wilshere spilaði Rússan fríann með því að gefa boltann laglega aftur fyrir sig. Arsenal var yfir í 18 mínútur en Denilson fékk þá dæmt á sig klaufalegt víti fyrir hendi og Cleo jafnaði leikinn fyrir af öryggi. Arsenal fékk líka víti á 57. mínútu en Vladimir Stojkovic varði þá frá Arshavin. Marouane Chamakh fiskaði vítið þegar hann slapp einn í gegn en Marko Jovanovic braut á honum og fékk rautt spjald að launum. Marouane Chamakh sá sjálfur um að koma Arsenal í 2-1 þegar hann fylgdi eftir eigin skalla í slánna og Sébastien Squillaci skoraði síðan þriðja markið með skalla eftir sendingu Samir Nasri átta mínútum fyrir leikslok. Lukasz Fabianski fékk aðra tilraun á móti Cleo undir lokin þegar Kieran Gibbs braut af sér innan teigs en nú varði Pólverjinn vítið og er þetta annar leikurinn í röð sem markverðir Arsenal verja víti. Shakhtar Donetsk er líka með fullt hús í H-riðli eins og Arsenal eftir 3-0 útisigur á Braga í Portúgal. Ángel Di María tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Auxerre eftir sendingu frá varamanninum Mesut Özil en lærisveinar Jose Mourinho þurftu að bíða í rúmar 80 mínútur eftir markinu. Bastian Schweinsteiger sá til þess að Bayern Munchen vann 2-1 sigur á Basel í Sviss. Alexander Frei kom Basel í 1-0 en Schweinsteiger skroaði tvö mörk í seinni hálfleik. Mounir El Hamdaoui kom Ajax yfir á móti AC Milan en Zlatan Ibrahimovic jafnaði leikinn með sínu fyrsta marki á móti sínu gamla félagi. Fleiri urðu mörkin ekki. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld E-riðill Basel-Bayern München 1-2 1-0 Alexander Frei (18.), 1-1 Bastian Schweinsteiger, víti (56.), 1-2 Bastian Schweinsteiger(89.) Roma -CFR Cluj 2-1 1-0 Philippe Mexes (69.), 2-0 Marco Borriello (71.), 2-1 Ionut Rada (78.) F-riðill Chelsea-Marseille 2-01-0 John Terry (7.), 2-0 Nicolas Anelka, víti (28.) Spartak Moskva-Zilina 3-0 1-0 Ari (34.), 2-0 Ari (61.), 3-0 Ibson (89.) G-riðill Ajax-AC Milan 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (23.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (37.) Auxerre-Real Madrid 0-1 0-1 Ángel Di María (81.) H-riðill Partizan-Arsenal 1-3 0-1 Andrei Arshavin (14.), 1-1 Cleo, víti (32.), 1-2 Marouane Chamakh (71.), 1-3 Sébastien Squillaci (82.) Braga-Shakhtar Donetsk 0-3 0-1 Luiz Adriano (56.), 0-2 Luiz Adriano (72.), 0-3 Douglas Costa 890.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Ensku liðin Chelsea og Arsenal eru í góðum málum í Meistaradeildinni eftir sigra í kvöld. Real Madrid er einnig með fullt hús eftir tvo leiki þökk sé síðbundu sigurmarki frá Argentínumanninum Ángel Di María. Bastian Schweinsteiger tryggði Bayern Munchen síðan 2-1 útisigur á Basel eftir að þýsku meistararnir lentu undir í leiknum. Chelsea vann 2-0 sigur á frönsku meisturunum í Marseille þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Marseille byrjaði vel á Brúnni en það breyttist allt þegar John Terry kom Chelsea í 1-0 á 7. mínútu. Terry mætti þá á nærstöngina og potaði inn hornspyrnu frá Gaël Kakuta. Nicolas Anelka kom Chelsea í 2-0 með marki úr vítaspyrnu eftir að varnarmaður Marseille handlék boltann í teignum. Spartak Moskva er líka með fullt hús í F-riðli eins og Chelsea eftir 3-0 sigur á Zilina í leik sem fór fram fyrr í dag. Brasilíumennirnir Ari (2 mörk) og Ibson sáu um markaskorunina í leiknum. Arsenal vann góðan 3-1 útisigur á Partizan Belgrad þar sem tvö síðustu mörkin komu eftir að liðið varð manni fleiri inn á vellinum. Markverðir beggja liða vörðu víti í leiknum. Andrei Arshavin kom Arsenal í 1-0 á 14. mínútu eftir skemmtileg þríhyrningaspil við Jack Wilshere en hin ungi Wilshere spilaði Rússan fríann með því að gefa boltann laglega aftur fyrir sig. Arsenal var yfir í 18 mínútur en Denilson fékk þá dæmt á sig klaufalegt víti fyrir hendi og Cleo jafnaði leikinn fyrir af öryggi. Arsenal fékk líka víti á 57. mínútu en Vladimir Stojkovic varði þá frá Arshavin. Marouane Chamakh fiskaði vítið þegar hann slapp einn í gegn en Marko Jovanovic braut á honum og fékk rautt spjald að launum. Marouane Chamakh sá sjálfur um að koma Arsenal í 2-1 þegar hann fylgdi eftir eigin skalla í slánna og Sébastien Squillaci skoraði síðan þriðja markið með skalla eftir sendingu Samir Nasri átta mínútum fyrir leikslok. Lukasz Fabianski fékk aðra tilraun á móti Cleo undir lokin þegar Kieran Gibbs braut af sér innan teigs en nú varði Pólverjinn vítið og er þetta annar leikurinn í röð sem markverðir Arsenal verja víti. Shakhtar Donetsk er líka með fullt hús í H-riðli eins og Arsenal eftir 3-0 útisigur á Braga í Portúgal. Ángel Di María tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Auxerre eftir sendingu frá varamanninum Mesut Özil en lærisveinar Jose Mourinho þurftu að bíða í rúmar 80 mínútur eftir markinu. Bastian Schweinsteiger sá til þess að Bayern Munchen vann 2-1 sigur á Basel í Sviss. Alexander Frei kom Basel í 1-0 en Schweinsteiger skroaði tvö mörk í seinni hálfleik. Mounir El Hamdaoui kom Ajax yfir á móti AC Milan en Zlatan Ibrahimovic jafnaði leikinn með sínu fyrsta marki á móti sínu gamla félagi. Fleiri urðu mörkin ekki. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld E-riðill Basel-Bayern München 1-2 1-0 Alexander Frei (18.), 1-1 Bastian Schweinsteiger, víti (56.), 1-2 Bastian Schweinsteiger(89.) Roma -CFR Cluj 2-1 1-0 Philippe Mexes (69.), 2-0 Marco Borriello (71.), 2-1 Ionut Rada (78.) F-riðill Chelsea-Marseille 2-01-0 John Terry (7.), 2-0 Nicolas Anelka, víti (28.) Spartak Moskva-Zilina 3-0 1-0 Ari (34.), 2-0 Ari (61.), 3-0 Ibson (89.) G-riðill Ajax-AC Milan 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (23.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (37.) Auxerre-Real Madrid 0-1 0-1 Ángel Di María (81.) H-riðill Partizan-Arsenal 1-3 0-1 Andrei Arshavin (14.), 1-1 Cleo, víti (32.), 1-2 Marouane Chamakh (71.), 1-3 Sébastien Squillaci (82.) Braga-Shakhtar Donetsk 0-3 0-1 Luiz Adriano (56.), 0-2 Luiz Adriano (72.), 0-3 Douglas Costa 890.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira