Goðsögnin Dio var ljúf og jarðbundin manneskja 18. maí 2010 08:30 á Íslandi Ronnie James Dio (til vinstri) á Íslandi árið 1992 ásamt trommaranum Vinny Appice. mynd/ægir már kárason Rokkarinn Ronnie James Dio lést úr krabbameini á sunnudag, 67 ára gamall. Sigurður Sverrisson hitti Dio þegar hann söng með Black Sabbath á Akranesi í september 1992. „Með fullri virðingu fyrir öllum öðrum þá er Dio í mínum huga þungarokkssöngvarinn. Hann er goðsögn,“ segir Sigurður Sverrisson um Ronnie James Dio. Sigurður skipulagði tónleika í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi árið 1992 með Black Sabbath, þáverandi hljómsveit Dio. „Ég var svo heppinn að hitta þennan ágæta mann og eiga við hann stutt spjall. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög ljúfur, jarðbundinn, einlægur og algjörlega laus við alla stæla,“ segir Sig-urður. „Mér fannst aðdáunarvert við hann og þá hvað þeir nálguðust þessa tónleika af mikilli fagmennsku. Þó svo að útlitið væri ekki gæfulegt með áhorfendafjölda þá breytti það engu. Þeir sögðu: „Hvort sem við spilum fyrir 60 eða 60 þúsund manns þá spilum við alltaf eins“.“ Sigurður bætir við að þrátt fyrir að hafa verið ofboðslega smávaxinn hafi Dio verið með rosalega rödd. „Sem betur fer skilur hann eftir sig fullt af tónlist og maður yljar sér við það. Ég held að skarð hans verði ekki auðfyllt.“ Þegar Dio tók við af Ozzy Osbourne sem söngvari Black Sabbath gerði hann þungarokkskveðjuna vinsæla með því að benda með fingrunum út í loftið. „Pöpullinn hélt að hann væri að hampa kölska en það var akkúrat öfugt. Amma hans notaði þetta þegar hún var að svæfa guttann til að hrekja illa vætti og anda í burtu,“ segir Sigurður. Hann verður fararstjóri í hópferð ÍT-ferða á High Voltage-þungarokkshátíðina í London í júlí. Þar átti hljómsveit Dio, Heaven and Hell, að spila en þurfti að afboða sig vegna veikinda hans. Nákvæmlega sömu meðlimir spiluð undir merkjum Black Sabbath á Akranesi. Enn eru til miðar í ferðina þar sem fram koma gamlir jaxlar á borð við ZZ Top, Uriah Heep, Foreigner, Quireboys, Marillion og Gary Moore. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Rokkarinn Ronnie James Dio lést úr krabbameini á sunnudag, 67 ára gamall. Sigurður Sverrisson hitti Dio þegar hann söng með Black Sabbath á Akranesi í september 1992. „Með fullri virðingu fyrir öllum öðrum þá er Dio í mínum huga þungarokkssöngvarinn. Hann er goðsögn,“ segir Sigurður Sverrisson um Ronnie James Dio. Sigurður skipulagði tónleika í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi árið 1992 með Black Sabbath, þáverandi hljómsveit Dio. „Ég var svo heppinn að hitta þennan ágæta mann og eiga við hann stutt spjall. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög ljúfur, jarðbundinn, einlægur og algjörlega laus við alla stæla,“ segir Sig-urður. „Mér fannst aðdáunarvert við hann og þá hvað þeir nálguðust þessa tónleika af mikilli fagmennsku. Þó svo að útlitið væri ekki gæfulegt með áhorfendafjölda þá breytti það engu. Þeir sögðu: „Hvort sem við spilum fyrir 60 eða 60 þúsund manns þá spilum við alltaf eins“.“ Sigurður bætir við að þrátt fyrir að hafa verið ofboðslega smávaxinn hafi Dio verið með rosalega rödd. „Sem betur fer skilur hann eftir sig fullt af tónlist og maður yljar sér við það. Ég held að skarð hans verði ekki auðfyllt.“ Þegar Dio tók við af Ozzy Osbourne sem söngvari Black Sabbath gerði hann þungarokkskveðjuna vinsæla með því að benda með fingrunum út í loftið. „Pöpullinn hélt að hann væri að hampa kölska en það var akkúrat öfugt. Amma hans notaði þetta þegar hún var að svæfa guttann til að hrekja illa vætti og anda í burtu,“ segir Sigurður. Hann verður fararstjóri í hópferð ÍT-ferða á High Voltage-þungarokkshátíðina í London í júlí. Þar átti hljómsveit Dio, Heaven and Hell, að spila en þurfti að afboða sig vegna veikinda hans. Nákvæmlega sömu meðlimir spiluð undir merkjum Black Sabbath á Akranesi. Enn eru til miðar í ferðina þar sem fram koma gamlir jaxlar á borð við ZZ Top, Uriah Heep, Foreigner, Quireboys, Marillion og Gary Moore. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira