Petrov fyrsti kostur hjá Lotus Renault við hlið Kubica 2011 9. desember 2010 15:16 Rússinn Vitaly Petrov er 26 ára gamall og ók með Renault í ár. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Rússinn Vitaly Petrov gæti orðið ökumaður við hlið Robert Kubica hjá Lotus Renault, sem var formlega tilkynnt sem lið í gær með nýju nafni. En Lotus bílaframleiðandinn breski hefur keypt sig inn í lið sem áður var nefnt Renault. Liðið byggir í raun á gömlum belgjum með nýju nafni og skipulagi hvað fjármagn varðar. Fyrirtækið Genii Capital og Renault unnu saman með Renault liðið í ár og Genii keypti síðan eignarhluti Renault í liðinu og seldi síðan Lotus 50% eignarhlut. Liðið mun áfram nota Renault vélar og tæknibúnað frá franska bílaframleiðandanum. Robert Kubica verður ökumaður Lotus Renault liðsins, en hann hefur verið ökumaður Renault, rétt eins og Petrov. "Fyrsti kostur okkar er að halda áfram með Vitaly, en hann þarf að setjast niður með okkur og ræða málin. Hann var í uppskurði í síðustu viku og hafði því ekki tíma til að ræða við Eric Bouiller (yfirmann liðsins) og tæknimennina", sagði Gerard Lopez, einn af eigendum Lotus Renault liðsins í frétt á autosport.com. "Staðan er sú að við munum taka ákvörðun eftir þessar viðræður og höfum heyrt hans skilning á hvað það þýðir ef hann verður áfram hjá liðinu. Okkar væntingar eru að hann geti gert það sem hann gerði í Ungverjalandi og Abu Dhabi oftar. Við vitum að hann hefur hraðann, en vitum líka að hann skortir einbeitingu á mótshelgum. Ef við höldum Vitaly, þá verður hann að vera stöðugri", sagði Lopez. Líkur eru á því að tvö lið verði með Lotus nafninu á næsta ári. Lotus Renault liðið og svo Team Lotus sem keppti á þessu ári með Cosworth vélar, en verður með Renault vélar á næsta ári. Ökumenn þess liðs verða Heikki Kovalainen og Jarno Trulli. Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Rússinn Vitaly Petrov gæti orðið ökumaður við hlið Robert Kubica hjá Lotus Renault, sem var formlega tilkynnt sem lið í gær með nýju nafni. En Lotus bílaframleiðandinn breski hefur keypt sig inn í lið sem áður var nefnt Renault. Liðið byggir í raun á gömlum belgjum með nýju nafni og skipulagi hvað fjármagn varðar. Fyrirtækið Genii Capital og Renault unnu saman með Renault liðið í ár og Genii keypti síðan eignarhluti Renault í liðinu og seldi síðan Lotus 50% eignarhlut. Liðið mun áfram nota Renault vélar og tæknibúnað frá franska bílaframleiðandanum. Robert Kubica verður ökumaður Lotus Renault liðsins, en hann hefur verið ökumaður Renault, rétt eins og Petrov. "Fyrsti kostur okkar er að halda áfram með Vitaly, en hann þarf að setjast niður með okkur og ræða málin. Hann var í uppskurði í síðustu viku og hafði því ekki tíma til að ræða við Eric Bouiller (yfirmann liðsins) og tæknimennina", sagði Gerard Lopez, einn af eigendum Lotus Renault liðsins í frétt á autosport.com. "Staðan er sú að við munum taka ákvörðun eftir þessar viðræður og höfum heyrt hans skilning á hvað það þýðir ef hann verður áfram hjá liðinu. Okkar væntingar eru að hann geti gert það sem hann gerði í Ungverjalandi og Abu Dhabi oftar. Við vitum að hann hefur hraðann, en vitum líka að hann skortir einbeitingu á mótshelgum. Ef við höldum Vitaly, þá verður hann að vera stöðugri", sagði Lopez. Líkur eru á því að tvö lið verði með Lotus nafninu á næsta ári. Lotus Renault liðið og svo Team Lotus sem keppti á þessu ári með Cosworth vélar, en verður með Renault vélar á næsta ári. Ökumenn þess liðs verða Heikki Kovalainen og Jarno Trulli.
Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira