Helga Margrét verður í miklu skype-sambandi við þjálfarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2010 17:30 Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Mynd/Valli Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona úr Ármanni, hélt blaðamannafund í dag þar sem hún fór yfir nýtt skipulag á þjálfun hennar. Yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut. Vésteinn Hafsteinsson verður umboðsmaður Helgu Margrétar og sér um stjórnun verkefnisins í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Fleiri sérfræðingar munu einnig koma að sérgreinaþjálfun Helgu Margrétar en Guðmundur Hólmar Jónsson fyrrum þjálfari Helgu Margrétar kemur nú aftur að daglegri þjálfun Helgu hér á landi þannig að þetta verður meira en fjarþjálfun. „Þetta er tækifæri sem ég gerði mér aldrei vonir um að ég fengi nokkurn tímann. Þetta er virkilega spennandi en það er samt engin trygging fyrir árangri að þessi þjálfari hafi þjálfað Carolinu Klüft. Hún er örugglega meiri en helmingurinn af því," sagði Helga Margrét raunsæ. „Ég lít á þetta sem mikinn heiður að þeir séu tilbúnir til að þjálfa mig og hjálpa mér. Ég ætla að gera allt mitt til þess að nýta þetta til hins ítrasta. Þetta er samvinna á milli okkra allra og þetta mun verða gaman og flott. Það má alveg segja að þetta sé draumur," sagði Helga en hún mun treysta á tæknina í þjálfuninni þar sem Agne Bergvall er og verður út í Svíþjóð. „Þetta mun byrja á því að ég fer út í viku og viku í æfingarbúðir. Við verðum síðan í miklu skype-sambandi og þess háttar. Gummi fer með mér út, fyrst til að sjá hvernig allar æfingar eru framkvæmdar og hvað þarf að hafa að leiðarljósi," útskýrir Helga en blaðamannfundurinn fór einmitt fram með aðstoð Skype og fengu allir viðstaddir því nasasjón af því hvernig samvinna Helgu og Agne fer fram. „Við erum að taka þetta mjög hægt fyrst um sinn. Ég er að reyna að koma mér í gang aftur, þarf að venjast öllu þessu nýja og taka mér tíma í að læra inn á þetta. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég flyt út strax eða hvað. Ég ætla að klára menntaskólann heima í vor og þangað til ætlum við að spila þetta eftir hendinni, sjá hvað hentar og hvað við þurfum að fara út. Ég mun samt fara út til þeirra og vonandi koma þeir eitthvað heim líka. Við púslum þessu saman," sagði Helga. Innlendar Mest lesið Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Fótbolti Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Fótbolti Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Körfubolti Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Fótbolti Brentford hafnaði tilboði Manchester United Enski boltinn Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Fótbolti Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Fótbolti Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Fótbolti Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Íslenski boltinn Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Handbolti Fleiri fréttir Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Brentford hafnaði tilboði Manchester United Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Dagskráin: Formúla 1, pílukast í Bandaríkjunum og tvö golfmót Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Hetja Blika með þrennu af bekknum: „Allir jafn mikilvægir“ Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits David Beckham lagður inn á sjúkrahús Eva Margrét sjöunda á EM Heldur ekki áfram með Leicester Uppgjörið: Serbía - Ísland 1-3 | Allt klappað og klárt fyrir EM Glódís byrjar gegn Serbum á þrjátíu ára afmælisdegi sínum Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Liðsfélagi hjá AGF sannfærði Mikael um að semja við Djurgården Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona úr Ármanni, hélt blaðamannafund í dag þar sem hún fór yfir nýtt skipulag á þjálfun hennar. Yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut. Vésteinn Hafsteinsson verður umboðsmaður Helgu Margrétar og sér um stjórnun verkefnisins í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Fleiri sérfræðingar munu einnig koma að sérgreinaþjálfun Helgu Margrétar en Guðmundur Hólmar Jónsson fyrrum þjálfari Helgu Margrétar kemur nú aftur að daglegri þjálfun Helgu hér á landi þannig að þetta verður meira en fjarþjálfun. „Þetta er tækifæri sem ég gerði mér aldrei vonir um að ég fengi nokkurn tímann. Þetta er virkilega spennandi en það er samt engin trygging fyrir árangri að þessi þjálfari hafi þjálfað Carolinu Klüft. Hún er örugglega meiri en helmingurinn af því," sagði Helga Margrét raunsæ. „Ég lít á þetta sem mikinn heiður að þeir séu tilbúnir til að þjálfa mig og hjálpa mér. Ég ætla að gera allt mitt til þess að nýta þetta til hins ítrasta. Þetta er samvinna á milli okkra allra og þetta mun verða gaman og flott. Það má alveg segja að þetta sé draumur," sagði Helga en hún mun treysta á tæknina í þjálfuninni þar sem Agne Bergvall er og verður út í Svíþjóð. „Þetta mun byrja á því að ég fer út í viku og viku í æfingarbúðir. Við verðum síðan í miklu skype-sambandi og þess háttar. Gummi fer með mér út, fyrst til að sjá hvernig allar æfingar eru framkvæmdar og hvað þarf að hafa að leiðarljósi," útskýrir Helga en blaðamannfundurinn fór einmitt fram með aðstoð Skype og fengu allir viðstaddir því nasasjón af því hvernig samvinna Helgu og Agne fer fram. „Við erum að taka þetta mjög hægt fyrst um sinn. Ég er að reyna að koma mér í gang aftur, þarf að venjast öllu þessu nýja og taka mér tíma í að læra inn á þetta. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég flyt út strax eða hvað. Ég ætla að klára menntaskólann heima í vor og þangað til ætlum við að spila þetta eftir hendinni, sjá hvað hentar og hvað við þurfum að fara út. Ég mun samt fara út til þeirra og vonandi koma þeir eitthvað heim líka. Við púslum þessu saman," sagði Helga.
Innlendar Mest lesið Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Fótbolti Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Fótbolti Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Körfubolti Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Fótbolti Brentford hafnaði tilboði Manchester United Enski boltinn Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Fótbolti Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Fótbolti Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Fótbolti Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Íslenski boltinn Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Handbolti Fleiri fréttir Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Brentford hafnaði tilboði Manchester United Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Dagskráin: Formúla 1, pílukast í Bandaríkjunum og tvö golfmót Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Hetja Blika með þrennu af bekknum: „Allir jafn mikilvægir“ Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits David Beckham lagður inn á sjúkrahús Eva Margrét sjöunda á EM Heldur ekki áfram með Leicester Uppgjörið: Serbía - Ísland 1-3 | Allt klappað og klárt fyrir EM Glódís byrjar gegn Serbum á þrjátíu ára afmælisdegi sínum Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Liðsfélagi hjá AGF sannfærði Mikael um að semja við Djurgården Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira