Helga Margrét verður í miklu skype-sambandi við þjálfarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2010 17:30 Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Mynd/Valli Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona úr Ármanni, hélt blaðamannafund í dag þar sem hún fór yfir nýtt skipulag á þjálfun hennar. Yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut. Vésteinn Hafsteinsson verður umboðsmaður Helgu Margrétar og sér um stjórnun verkefnisins í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Fleiri sérfræðingar munu einnig koma að sérgreinaþjálfun Helgu Margrétar en Guðmundur Hólmar Jónsson fyrrum þjálfari Helgu Margrétar kemur nú aftur að daglegri þjálfun Helgu hér á landi þannig að þetta verður meira en fjarþjálfun. „Þetta er tækifæri sem ég gerði mér aldrei vonir um að ég fengi nokkurn tímann. Þetta er virkilega spennandi en það er samt engin trygging fyrir árangri að þessi þjálfari hafi þjálfað Carolinu Klüft. Hún er örugglega meiri en helmingurinn af því," sagði Helga Margrét raunsæ. „Ég lít á þetta sem mikinn heiður að þeir séu tilbúnir til að þjálfa mig og hjálpa mér. Ég ætla að gera allt mitt til þess að nýta þetta til hins ítrasta. Þetta er samvinna á milli okkra allra og þetta mun verða gaman og flott. Það má alveg segja að þetta sé draumur," sagði Helga en hún mun treysta á tæknina í þjálfuninni þar sem Agne Bergvall er og verður út í Svíþjóð. „Þetta mun byrja á því að ég fer út í viku og viku í æfingarbúðir. Við verðum síðan í miklu skype-sambandi og þess háttar. Gummi fer með mér út, fyrst til að sjá hvernig allar æfingar eru framkvæmdar og hvað þarf að hafa að leiðarljósi," útskýrir Helga en blaðamannfundurinn fór einmitt fram með aðstoð Skype og fengu allir viðstaddir því nasasjón af því hvernig samvinna Helgu og Agne fer fram. „Við erum að taka þetta mjög hægt fyrst um sinn. Ég er að reyna að koma mér í gang aftur, þarf að venjast öllu þessu nýja og taka mér tíma í að læra inn á þetta. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég flyt út strax eða hvað. Ég ætla að klára menntaskólann heima í vor og þangað til ætlum við að spila þetta eftir hendinni, sjá hvað hentar og hvað við þurfum að fara út. Ég mun samt fara út til þeirra og vonandi koma þeir eitthvað heim líka. Við púslum þessu saman," sagði Helga. Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona úr Ármanni, hélt blaðamannafund í dag þar sem hún fór yfir nýtt skipulag á þjálfun hennar. Yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut. Vésteinn Hafsteinsson verður umboðsmaður Helgu Margrétar og sér um stjórnun verkefnisins í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Fleiri sérfræðingar munu einnig koma að sérgreinaþjálfun Helgu Margrétar en Guðmundur Hólmar Jónsson fyrrum þjálfari Helgu Margrétar kemur nú aftur að daglegri þjálfun Helgu hér á landi þannig að þetta verður meira en fjarþjálfun. „Þetta er tækifæri sem ég gerði mér aldrei vonir um að ég fengi nokkurn tímann. Þetta er virkilega spennandi en það er samt engin trygging fyrir árangri að þessi þjálfari hafi þjálfað Carolinu Klüft. Hún er örugglega meiri en helmingurinn af því," sagði Helga Margrét raunsæ. „Ég lít á þetta sem mikinn heiður að þeir séu tilbúnir til að þjálfa mig og hjálpa mér. Ég ætla að gera allt mitt til þess að nýta þetta til hins ítrasta. Þetta er samvinna á milli okkra allra og þetta mun verða gaman og flott. Það má alveg segja að þetta sé draumur," sagði Helga en hún mun treysta á tæknina í þjálfuninni þar sem Agne Bergvall er og verður út í Svíþjóð. „Þetta mun byrja á því að ég fer út í viku og viku í æfingarbúðir. Við verðum síðan í miklu skype-sambandi og þess háttar. Gummi fer með mér út, fyrst til að sjá hvernig allar æfingar eru framkvæmdar og hvað þarf að hafa að leiðarljósi," útskýrir Helga en blaðamannfundurinn fór einmitt fram með aðstoð Skype og fengu allir viðstaddir því nasasjón af því hvernig samvinna Helgu og Agne fer fram. „Við erum að taka þetta mjög hægt fyrst um sinn. Ég er að reyna að koma mér í gang aftur, þarf að venjast öllu þessu nýja og taka mér tíma í að læra inn á þetta. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég flyt út strax eða hvað. Ég ætla að klára menntaskólann heima í vor og þangað til ætlum við að spila þetta eftir hendinni, sjá hvað hentar og hvað við þurfum að fara út. Ég mun samt fara út til þeirra og vonandi koma þeir eitthvað heim líka. Við púslum þessu saman," sagði Helga.
Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira