Jarmusch djammaði með Íslendingum 2. október 2010 09:30 Föngulegur hópur Jim Jarmusch kynntist reykvísku næturlífi með aðstoð valinkunnra einstaklinga á borð við Friðrik Þór Friðriksson og Kolfinnu Baldvinsdóttur. Bandaríski leikstjórinn Jim Jarmusch, heiðursgestur Riff-hátíðarinnar, var í miklu stuði er hann sat fyrir svörum í Háskólabíói á fimmtudagskvöld. Þar hermdi hann eftir ítalska leikaranum Roberto Benigni og bandaríska rapparanum RZA við mikil hlátrasköll. Að því loknu fór Jarmusch á Kaffibarinn í rokkabillípartí og því næst lá leið hans á Boston. Með í för var fólk með ágæta reynslu úr íslensku skemmtanalífi: þau Krummi í Mínus, Kolfinna Baldvinsdóttir og Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri. Einnig var með í för Wendy Mitchell, blaðamaður bandarísku kvikmyndasíðunnar Screendaily.com. Kvöldið endaði svo á Bakkusi, þar sem meðlimir Sigur Rósar skemmtu sér með Jarmusch langt fram á nótt. Áður en spurningaflóðið í Háskólabíói hófst hittust erlendir kvikmyndagerðarmenn og blaðamenn í Sjóminjasafninu þar sem plokkfiskur var í boði sem Jarmusch fúlsaði við, enda grænmetisæta. Í staðinn saddi hann sárasta hungrið með hnausþykkum Guinness-bjór síðar um kvöldið. Leikstjórinn ræddi næsta verkefni sitt, heimildarmynd um hljómsveitina The Stooges, sem spilaði einmitt í Hafnarhúsinu fyrir fjórum árum. Jarmusch er búinn að taka upp sjö klukkutíma af viðtölum við forsprakkann Iggy Pop en sveitin er í miklu uppáhaldi hjá honum.- fb Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Jim Jarmusch, heiðursgestur Riff-hátíðarinnar, var í miklu stuði er hann sat fyrir svörum í Háskólabíói á fimmtudagskvöld. Þar hermdi hann eftir ítalska leikaranum Roberto Benigni og bandaríska rapparanum RZA við mikil hlátrasköll. Að því loknu fór Jarmusch á Kaffibarinn í rokkabillípartí og því næst lá leið hans á Boston. Með í för var fólk með ágæta reynslu úr íslensku skemmtanalífi: þau Krummi í Mínus, Kolfinna Baldvinsdóttir og Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri. Einnig var með í för Wendy Mitchell, blaðamaður bandarísku kvikmyndasíðunnar Screendaily.com. Kvöldið endaði svo á Bakkusi, þar sem meðlimir Sigur Rósar skemmtu sér með Jarmusch langt fram á nótt. Áður en spurningaflóðið í Háskólabíói hófst hittust erlendir kvikmyndagerðarmenn og blaðamenn í Sjóminjasafninu þar sem plokkfiskur var í boði sem Jarmusch fúlsaði við, enda grænmetisæta. Í staðinn saddi hann sárasta hungrið með hnausþykkum Guinness-bjór síðar um kvöldið. Leikstjórinn ræddi næsta verkefni sitt, heimildarmynd um hljómsveitina The Stooges, sem spilaði einmitt í Hafnarhúsinu fyrir fjórum árum. Jarmusch er búinn að taka upp sjö klukkutíma af viðtölum við forsprakkann Iggy Pop en sveitin er í miklu uppáhaldi hjá honum.- fb
Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira