Davíð hafnaði því að hafa hótað Tryggva Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 13. apríl 2010 12:15 Davíð Oddsson neitaði því að hafa hótað Tryggva líkt og sá síðarnefndi hélt fram. Mynd/ GVA. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafnaði því við skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni að hann hefði hótað efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar því að honum yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - tækist ráðgjafanum ekki að sannfæra forsætisráðherra um þjóðnýtingu Glitnis. Við lýstum í gær vitnisburði Tryggva Þórs Herbertssonar af fundi hans með Davíð í Seðlabankanum á sunnudagskvöldi hinnar örlagaríku Glitnishelgar. Tryggva leist illa á þá leið að þjóðnýta Glitni og segir svo frá að Davíð hafi tryllst á fundinum, og sagt - að gengi þetta ekki fram - þ.e. þjóðnýting Glitnis - þá myndi Davíð persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri. Davíð kvaðst við skýrslutöku hafa verið Tryggva reiður, þar sem hann hafi átt símtöl við Jón Ásgeir Jóhannesson helsta eiganda Glitnis og lýst fyrir honum tillögum Seðlabankans. Davíð segir að það gæti verið að hann hafi verið hvassyrtur í garð Tryggva. Hann neitar því hins vegar að hafa hótað honum með áðurnefndum hætti - heldur hafi hann sagt að: „Ég mundi sjá til þess, ef hann héldi þessu áfram, að hann færi út úr húsinu og það yrðu gefin fyrirmæli um það að hann færi ekki inn í það aftur. Ég held að Ísland hafi ekki verið, sko, hann gæti verið á Íslandi en þetta var skýringin. ... ég var hneykslaður á að hann skyldi vera að ræða af því að hann var í þeim símtölum líka, við Landsbankamenn út úr húsinu sem voru að senda okkur magnþrungnar dellutillögur. Og hann var að berjast fyrir því að við færum um nóttina í sameiningu að Landsbankanum og Glitni og þessu öllu saman sem enginn hafði heildarmynd yfir og var ekki nokkur vinnandi vegur og tóm endaleysa." Davíð - og hinir seðlabankastjórarnir - eru sakaðir um vanrækslu og ótæk vinnubrögð um Glitnishelgina. Davíð sendi nefndinni andmælabréf upp á 47 blaðsíður. Framan af bréfi er hann einkum að vekja athygli á því að rannsóknarnefndin sé komin fram yfir lögbundinn skiladag og rökstyður það álit sitt að tveir nefndarmenn séu vanhæfir til starfans, Sigríður Benediktsdóttir vegna ummæla sem hún viðhafði í skólablaði hjá bandarískum háskóla og Tryggvi Gunnarsson vegna þess að tengdadóttir hans var lögfræðingur og lykilstarfsmaður hjá Fjármálaeftirlitinu fyrir og eftir hrun. Þá fer hann ítarlega yfir athugasemdir nefndarinnar, segir meðal annars að það hafi hvorki verið á verk- né valdsviði Seðlabankans að sporna við innlánasöfnun bankanna erlendis. Varðandi beiðni Landsbankans í ágúst 2008 um milljarða punda fyrirgreiðslu til að flytja icesave reikninga í dótturfélag - segir Davíð í andmælum að áhyggjur bankastjórnar Seðlabanka hefðu löngu verið fram komnar og því hefði áðurnefnd beiðni engu sérstöku við þær bætt. Hvernig það geti leitt til vangaveltna um mistök og vanrækslu sé ofar öllum skilningi. Þá hafnar hann gagnrýni á hvernig staðið var að málum Glitnishelgina, meðal annars að viðbragsáætlun bankans hafi ekki verið nýtt og segir orðrétt: Ég hef efasemdir um að skortur á notkun þess tiltekna eyðublaðs,, sem nefndin getur sérstaklega um, hafi haft veruleg áhrif á örlög íslensku bankanna. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafnaði því við skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni að hann hefði hótað efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar því að honum yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - tækist ráðgjafanum ekki að sannfæra forsætisráðherra um þjóðnýtingu Glitnis. Við lýstum í gær vitnisburði Tryggva Þórs Herbertssonar af fundi hans með Davíð í Seðlabankanum á sunnudagskvöldi hinnar örlagaríku Glitnishelgar. Tryggva leist illa á þá leið að þjóðnýta Glitni og segir svo frá að Davíð hafi tryllst á fundinum, og sagt - að gengi þetta ekki fram - þ.e. þjóðnýting Glitnis - þá myndi Davíð persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri. Davíð kvaðst við skýrslutöku hafa verið Tryggva reiður, þar sem hann hafi átt símtöl við Jón Ásgeir Jóhannesson helsta eiganda Glitnis og lýst fyrir honum tillögum Seðlabankans. Davíð segir að það gæti verið að hann hafi verið hvassyrtur í garð Tryggva. Hann neitar því hins vegar að hafa hótað honum með áðurnefndum hætti - heldur hafi hann sagt að: „Ég mundi sjá til þess, ef hann héldi þessu áfram, að hann færi út úr húsinu og það yrðu gefin fyrirmæli um það að hann færi ekki inn í það aftur. Ég held að Ísland hafi ekki verið, sko, hann gæti verið á Íslandi en þetta var skýringin. ... ég var hneykslaður á að hann skyldi vera að ræða af því að hann var í þeim símtölum líka, við Landsbankamenn út úr húsinu sem voru að senda okkur magnþrungnar dellutillögur. Og hann var að berjast fyrir því að við færum um nóttina í sameiningu að Landsbankanum og Glitni og þessu öllu saman sem enginn hafði heildarmynd yfir og var ekki nokkur vinnandi vegur og tóm endaleysa." Davíð - og hinir seðlabankastjórarnir - eru sakaðir um vanrækslu og ótæk vinnubrögð um Glitnishelgina. Davíð sendi nefndinni andmælabréf upp á 47 blaðsíður. Framan af bréfi er hann einkum að vekja athygli á því að rannsóknarnefndin sé komin fram yfir lögbundinn skiladag og rökstyður það álit sitt að tveir nefndarmenn séu vanhæfir til starfans, Sigríður Benediktsdóttir vegna ummæla sem hún viðhafði í skólablaði hjá bandarískum háskóla og Tryggvi Gunnarsson vegna þess að tengdadóttir hans var lögfræðingur og lykilstarfsmaður hjá Fjármálaeftirlitinu fyrir og eftir hrun. Þá fer hann ítarlega yfir athugasemdir nefndarinnar, segir meðal annars að það hafi hvorki verið á verk- né valdsviði Seðlabankans að sporna við innlánasöfnun bankanna erlendis. Varðandi beiðni Landsbankans í ágúst 2008 um milljarða punda fyrirgreiðslu til að flytja icesave reikninga í dótturfélag - segir Davíð í andmælum að áhyggjur bankastjórnar Seðlabanka hefðu löngu verið fram komnar og því hefði áðurnefnd beiðni engu sérstöku við þær bætt. Hvernig það geti leitt til vangaveltna um mistök og vanrækslu sé ofar öllum skilningi. Þá hafnar hann gagnrýni á hvernig staðið var að málum Glitnishelgina, meðal annars að viðbragsáætlun bankans hafi ekki verið nýtt og segir orðrétt: Ég hef efasemdir um að skortur á notkun þess tiltekna eyðublaðs,, sem nefndin getur sérstaklega um, hafi haft veruleg áhrif á örlög íslensku bankanna.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira