Óbreytt staða í Fjarðabyggð 26. maí 2010 06:30 Meirihluti Fjarðalistans og Framsóknarflokks í Fjarðabyggð heldur í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Fjarðalistinn er eins og í síðustu kosningum stærsti flokkurinn í Fjarðabyggð. Flokkurinn nýtur stuðnings 42,1 prósents kjósenda samkvæmt könnuninni, en fékk 33,8 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Stuðningur við listann hefur samkvæmt því aukist um 8,3 prósentustig. Hafa verður í huga að atkvæðin deilast nú á þrjá flokka, en í kosningunum 2006 var fjórði flokkurinn, Biðlistinn, í kjöri. Hann býður ekki fram að þessu sinni, en fékk 5,9 prósent atkvæða árið 2006, en engan mann kjörinn. Komi svipað hlutfall upp úr kjörkössunum á laugardag fær Fjarðalistinn fjóra bæjarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Níu eiga sæti í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, og fær enginn flokkur hreinan meirihluta samkvæmt könnuninni. Alls sögðust 36,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn var með stuðning 32,6 prósenta í síðustu kosningum, og bætir því við sig 3,8 prósentum samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu sama fjölda bæjarfulltrúa og í dag, þrjá talsins. Framsóknarflokkurinn tapar lítilsháttar fylgi frá síðustu kosningum. Flokkurinn mælist nú með stuðning 21,5 prósenta kjósenda, en fékk 25 prósenta fylgi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þrátt fyrir að tapa 3,5 prósentustigum fær flokkurinn tvo bæjarfulltrúa í kosningum verði þetta niðurstaðan í kosningunum á laugardag, sama fjölda og flokkurinn er með í dag. Miðað við þessar niðurstöður gætu Fjarðalistinn og Framsóknarflokkurinn haldið áfram meirihlutasamstarfi sínu í Fjarðabyggð, en í raun gætu hvaða tveir flokkar sem er myndað meirihluta. Talsverður munur er á afstöðu kynjanna. Tæplega 47 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Fjarðalistann, en tæplega 37 prósent karla. Karlar virðast líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, en munurinn er ekki jafn mikill. Hringt var í 600 manns þriðjudagskvöldið 25. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnakosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,0 prósent afstöðu. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Meirihluti Fjarðalistans og Framsóknarflokks í Fjarðabyggð heldur í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Fjarðalistinn er eins og í síðustu kosningum stærsti flokkurinn í Fjarðabyggð. Flokkurinn nýtur stuðnings 42,1 prósents kjósenda samkvæmt könnuninni, en fékk 33,8 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Stuðningur við listann hefur samkvæmt því aukist um 8,3 prósentustig. Hafa verður í huga að atkvæðin deilast nú á þrjá flokka, en í kosningunum 2006 var fjórði flokkurinn, Biðlistinn, í kjöri. Hann býður ekki fram að þessu sinni, en fékk 5,9 prósent atkvæða árið 2006, en engan mann kjörinn. Komi svipað hlutfall upp úr kjörkössunum á laugardag fær Fjarðalistinn fjóra bæjarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Níu eiga sæti í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, og fær enginn flokkur hreinan meirihluta samkvæmt könnuninni. Alls sögðust 36,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn var með stuðning 32,6 prósenta í síðustu kosningum, og bætir því við sig 3,8 prósentum samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu sama fjölda bæjarfulltrúa og í dag, þrjá talsins. Framsóknarflokkurinn tapar lítilsháttar fylgi frá síðustu kosningum. Flokkurinn mælist nú með stuðning 21,5 prósenta kjósenda, en fékk 25 prósenta fylgi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þrátt fyrir að tapa 3,5 prósentustigum fær flokkurinn tvo bæjarfulltrúa í kosningum verði þetta niðurstaðan í kosningunum á laugardag, sama fjölda og flokkurinn er með í dag. Miðað við þessar niðurstöður gætu Fjarðalistinn og Framsóknarflokkurinn haldið áfram meirihlutasamstarfi sínu í Fjarðabyggð, en í raun gætu hvaða tveir flokkar sem er myndað meirihluta. Talsverður munur er á afstöðu kynjanna. Tæplega 47 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Fjarðalistann, en tæplega 37 prósent karla. Karlar virðast líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, en munurinn er ekki jafn mikill. Hringt var í 600 manns þriðjudagskvöldið 25. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnakosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,0 prósent afstöðu. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira